Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015 Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú verður verðlaunuð(aður) fyrir djarflega ákvarðanatöku. Ef þú treystir þér ekki til þess að segja „nei“ skaltu að minnsta kosti prófa að segja „kannski“. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert í góðum samböndum og ættir að notfæra þér þau til að koma góðum málum á framfæri. Loksins losnarðu undan byrði sem hefur lengi hvílt á þér og framtíðin virðist bjartari fyrir vikið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú sérð framtíðina frá nýrri hlið sem þú hefur aldrei nokkurn tímann séð áð- ur. Vertu bjartsýn(n) og opnaðu vasana. Leggðu áherslu á að umgangast aðeins já- kvætt fólk. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag. Fólk hreinlega elsk- ar klikkaða húmorinn þinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt einhverjir kasti að þér hnútum í dag skaltu láta sem ekkert sé. Farðu mjög varlega með upplýsingar sem þú veitir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Kortið sem blasir við þér virðist allt öðruvísi en uppdrátturinn sem þú notaðir fyrr á þessu ári. Láttu á það reyna hvers þú ert megnug(ur) út á við þegar upp er staðið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess að ofmetnast ekki nú þegar allir vilja hrósa þér fyrir árangur þinn í starfi. Enginn er fullkominn og þú ekki heldur svo þú skalt bara herða upp hugann og halda áfram. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú skalt gera plön um að bjóða vinum eða fjölskyldu í heimsókn síðar í vik- unni. Gerðu nýstárlega hugmynd opinbera. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Umhverfið hefur enn meiri áhrif á sálarlífið en vanalega. Taktu upp tólið og æfðu þig að segja sögu þína, biðja um greiða og hrista upp í hlutunum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það gæti komið sér vel fyrir þig að ræða málin við vinkonu þína í dag. Undirbúðu þig vel svo ekkert fari nú úrskeiðis þegar á hólminn er komið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Allt sem viðkemur heimili og fjöl- skyldu er algerlega í brennidepli um þessar mundir. Sígandi lukka er best og því eru allar sviptingar til lítils þegar upp er staðið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hláturinn lengir lífið og það er mikil guðsgjöf að geta séð spaugilegu hliðar tilver- unnar. Margir möguleikar eru í stöðunni en aðeins fáir þeirra raunhæfir. Síðasta gáta var þannig og semendranær eftir Guðmund Arn- finnsson: Gjörvallan ég geiminn sé. Getur táknað vegalengd. Þangað upp ég þrepin sté. Þef oss látið fær í té. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Oft upp í loft ég góni á geim. Gjarna loftleið farin er. Fer upp á loft í þrepum þeim. Þefinn loftið flytur mér. Árni Blöndal á þessa lausn: Geimrúmið tel ég hið ljúfasta loft. Lofthaf er lengd, frá hamranna brúnum. Þrepin ég not’a ef ég, þýt uppá loft. Þefur í lofti af mykju á túnum. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Loft um jörðu lítur allan geiminn. Loftþrýstingur sýnir hæð frá jörð. Upp á loft má þræða þrepin, dreymin. Þeytir loft oft fýlu um nasabörð. Og bætir við „innblásið af þessu“: Geimfarið þaut út í geiminn, af góðmennsku hleypt var þó tveim inn, og hundsins hvoftur og Helgi Loftur af hamingju drógu víst seiminn. Hér er skýring Guðmundar: Loft er himins heiðið blátt. Hefur loftið óravídd. Upp á loft þú labba mátt. Loftið vont þá kennir brátt. Og limra í kjölfarið: Þóroddur Þingeyingur þaninn af lofti syngur, það verður smellur og þrumuhvellur, þegar í loft upp hann springur. Að lokum er hér ný gáta eftir Guðmund, sem hann lætur „flakka“: Geymdir voru gripir þar. Gangstígur til bæja lá. Stétt í fjósi fyrrum var. Fanga þarna hrossin má. Einar E. Sæmundsen segir í grein í Eimreiðinni að víst sé um að þessi vísa sé kveðin á hestbaki. Höfundur hennar er talinn að vera Nikulás skáldi, Húnvetningur: Höldum gleði hátt á loft, helst það seður gaman. þetta skeður ekki oft að við kveðum saman Gömul vísa í lokin: Held ég mesta heimsins lyst hesti að ríða bráðum, sofa hjá ungri seima rist og sigla byr í náðum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ýmis teikn eru á lofti Í klípu „FYRIRGEFÐU – ÉG RANN. SAGAN ÞÍN FÉKK MIG BÓKSTAFLEGA TIL AÐ IÐA Í SÆTINU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ÆTLA AÐ FARA AÐ BIÐJA BÆNIRNAR MÍNAR. VANTAR ÞIG EITTHVAÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann lætur þér finnast þú einstök. VIT RIN GUR VIT RIN GUR VITRINGUR SKELLÆÆÆÆÍÍÍÍÍÍÍ SJÁÐU! SNATI ÞEFAÐI UPPI VETTLINGINN SEM ÉG TÝNDI SÍÐASTA VETUR! SNATI ER MEÐ ÓTRÚLEGT ÞEFSKYN! JÁ… ÞAÐ ER NÆSTUM ÞVÍ JAFN GOTT OG ÞOL HANS FYRIR LYKTINNI AF ÖÐRUM! Hrekkjavakan hefur skotið rótumá Íslandi. Það er staðfest því Víkverji er farinn að taka þátt í þessu enda á hann eitt lítið afkvæmi sem þykir með eindæmum skemmti- legt að klæða sig upp í búning. Þar sem Víkverji leggur áherslu á kurteisi í uppeldinu þá hagar barnið sér að sjálfsögðu í takt við þær væntingar. „Þá þurfum við að láta pabba mála mig. Við förum bara til hans áður en við förum í partíið og hann málar mig. Þú þarft bara að æfa þig svolít- ið meira,“ sagði krílið undurblítt, strauk vanga Víkverja um leið og það setti ákveðið hendur á mjaðmir. x x x Allt fyrir börnin. Málningunni ogbúningnum var skutlað í bílinn og krakkanum líka. Hann fór að vísu ekki skottið og brunað var að hitta flinka föðurinn sem málaði barnið listilega. x x x Ástæðan fyrir því að Víkverji hef-ur tekið þátt í hrekkjavökunni er sú að honum hefur verið boðið í hrekkjavökupartí. Á þessu ári var honum boðið í tvö partí, annað fyrir börn og hitt fyrir fullorðna. Víkverji á erfitt með að slá hendinni á móti góðu partíi og þáði því boðið með þökkum. x x x Partíin tvö voru hreint út sagt ein-staklega skemmtileg og mikið var lagt í alla umgjörð. Sá sem hélt herlegheitin er heldur ekki þekktur fyrir að draga lappirnar þegar kem- ur að umgjörð, föndri og öðru slíku. Með þessu er Víkverji ekki að segja að umrædd manneskja fari beint fram úr sér heldur þarf alltaf að taka allt með trompi. Umgjörðin stóð al- gjörlega undir væntingum og partí- haldarinn (sem er skelfilegt orð en nota það samt) á heiður skilinn fyrir framtakið. x x x Víkverji þurfti að bíta í það súraepli að mála sig sjálfur fyrir partíið. Hann er ekki ýkja flinkur í því eins og barnið hefur bent rétti- lega á. Spurning um að æfa sig meira, en það er ár til stefnu. víkverji@mbl.is Víkverji Jesús sagði: …Guði er ekkert um megn. (Mt. 19.26)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.