Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015
Hönnun
fyrir lífið
FyrstaMiele ryksugan var framleidd árið 1927.
Síðan þá hafa 50.000.000Miele ryksugur verið
framleiddar sember vott umvelgengni þeirra.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Lengri ending á vélum
Fullkominn hjólabúnaður með 360° hreyfanleika
Allt að 99,9%filtrun með notkun HEPA filters
P
P
P
Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flo
ttir í fötu
m
Vönduðu þýsku
kjólfötin
komin aftur
Verð:
76.900,-
Frímúrarar – Oddfellowar
Hagnaður Sjóvár á fyrstu níu mán-
uðum ársins var 2,7 milljarðar króna,
sem er sex sinnum meiri hagnaður
en á sama tíma í fyrra þegar hann
var 415 milljónir króna. Hagnaður á
þriðja ársfjórðungi var 1,3 milljarðar
króna í samanburði við 209 milljónir
króna á sama ársfjórðungi í fyrra.
Heildartekjur eftir fyrstu níu
mánuðina eru 13,5 milljarðar króna
sem er 31% meira en á sama tíma í
fyrra. Tekjur ársfjórðungsins voru
4,9 milljarðar króna, 29% meira en í
fyrra. Af tekjunum voru eigin iðgjöld
3,4 milljarðar króna sem er 4% meira
en á sama tíma í fyrra og fjárfest-
ingatekjur voru 1,4 milljarðar króna
sem er nærri þrisvar sinnum meira
en í fyrra.
Afkoma af vátryggingastarfsemi á
ársfjórðungnum var 406 milljónir
króna og af fjárfestingarstarfsemi
1,1 milljarður. Á fjórðungnum jók fé-
lagið mest við eign sína í skráðum
hlutabréfum og óverðtryggðum rík-
isskuldabréfum. Samsett hlutfall
samstæðunnar var 95,9% á þriðja
ársfjórðungi í samanburði við
101,3% á sama tíma í fyrra.
Fjárfestingareignir án söfnunar-
líftrygginga voru 30,4 milljarðar
króna í lok september. Eigið fé
félagsins var 16,3 milljarðar króna
og eiginfjárhlutfall 36,6%. Handbært
fé frá rekstri í lok tímabils voru 996
milljónir í samanburði við 2,8 millj-
arða króna í fyrra.
Hermann Björnsson forstjóri seg-
ir góðan hagnað á ársfjórðungnum
mega rekja til góðrar afkomu af fjár-
festingarstarfsemi, sem hafi verið
mun betri en að jafnaði megi vænta
„Afkoma af einstökum vátrygginga-
greinum er mjög mismunandi. Sum-
ar greinar hafa komið fremur illa út
vegna óveðurstjóna liðinn vetur og
bifreiðatryggingar halda áfram að
skila neikvæðri afkomu, en þegar
hefur verið gripið til ráðstafana til að
bæta afkomu þeirra,“ segir Her-
mann.
Hagnaður Sjóvár sexfalt
meiri en á síðasta ári
1,4 milljarða fjárfestingatekjur á þriðja ársfjórðungi
Morgunblaðið/Golli
Tryggingar Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir afkomuna á þriðja
ársfjórðungi afar góða og ræður fjárfestingarstarfsemin þar mestu.
Farið hefur ver-
ið fram á að
beitt verði
margfeldis-
kosningu til
kosningar nýrr-
ar stjórnar VÍS.
Kosið verður í
nýja stjórn á
hluthafafundi fé-
lagsins sem fer
fram á þriðju-
daginn í næstu viku. Til aðal-
stjórnar bjóða sig fram Bjarni
Brynjólfsson, Guðmundur Þórð-
arson, Helga Jónsdóttir, Herdís
Fjeldsted, Jostein Sørvall, Jóhann
Halldórsson og Svanhildur Nanna
Vigfúsdóttir.
Til varastjórnar bjóða sig fram
Andri Gunnarsson, Ásta Sóllilja
Sigurbjörnsdóttir og Davíð Harð-
arson.
Í samþykktum félagsins kemur
fram að í stjórn skuli hlutfall hvors
kyns aldrei vera lægra en 40%.
Sjö í fram-
boði hjá VÍS
Stjórn Kosið verð-
ur á þriðjudaginn.
Icelandair Group flutti 19% fleiri
farþega í október síðastliðnum en í
sama mánuði í fyrra. Farþegafjöld-
inn í mánuðinum var 254 þúsund og
hafa aldrei verið fluttir fleiri farþeg-
ar í október, auk þess sem félagið
hefur aldrei haft hærri sætanýtingu
í október en hún var 83,6%. Til sam-
anburðar var sætanýting október-
mánaðar í fyrra 81,4%. Fram-
boðsaukning á milli ára var 16%.
Farþegum fjölgaði mest á ferða-
mannamarkaðinum til Íslands eða
um 31,8%.
Farþegar í innanlandsflugi og
Grænlandsflugi voru um 25 þúsund í
október og fjölgaði um 3% á milli
ára. Framboð félagsins í innanlands-
og Grænlandsflugi var aukið um 1%
frá október í fyrra. Sætanýting á
þessum leiðum nam 74,9% og jókst
um 1,6 prósentustig á milli ára. Seld-
um blokktímum í leiguflugi fjölgaði
um 28% á milli ára og fraktflutn-
ingar jukust um 4% frá því á síðasta
ári. Seldar gistinætur á hótelum fé-
lagsins í október voru 17.443 sem er
5% meira en á sama tíma í fyrra.
Herbergjanýting á hótelunum var
72,3% sem er sama nýting og í fyrra.
Morgunblaðið/Skapti
Flug Met var slegið í október þegar farþegar Icelandair voru 254 þúsund.
Aldrei fleiri farþegar
hjá Icelandair í október