Víkurfréttir - 19.09.1991, Qupperneq 15
Iþróttir
Reykjanesmótið í körfuknattleik:
Tveir stórsigrar
hjá ÍBK
Keflvíkingar hafa unnið tvo stórsigra í röð á
Reykjanesmótinu í körfuknattleik. Sl. fimmtudag
unnu þeir Hauka 104:70 og á þriðjudag unnu þeir
Breiðablik 143:66.
Leikimir voru báðir eign Keflavíkur frá upphafi
til enda, eins og tölumar sýna glöggt. Blikarnir eru
að vísu ekki í úrvalsdeild, þannig að ekki var við
miklu af þeim að búast.
Fyrsti sigur Grind-
víkinga I Njarðvík
„Eg átti ekki von á svona góðunr leik hjá rnínurn
nrönnum. Við unnum Haukana í lélegum leik og var
ekkert sérlega bjartsýnn eftir tapið gegn IBK í
Grindavík. Þetta var hörkuleikur og það var gaman að
sigra Njarðvíkinga sem voru taplausir. Við brutum ís-
inn gegn Njarðvíkingum og sigruðum í fyrsta skipti
hér i Njarðvík.“ sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari
UMFG, eftir sigur Grindvíkinga á Njarðvíkingum í
Ljónagryfjunni sl. föstudagskvöld í Reykjanesmótinu
í körfuknattleik. Lokatölur urðu 82-84 en í leikhlé
höfðu Grindvíkingar 12 stiga forskot. 40-52.
Grindvíkingar byrjuðu vel og voru yfir fram í seinni
hálfleik er heimamenn jöfnuðu og komust yfir. Gest-
irnir jöfnuðu síðan á lokamíntútnni og Pálmar Sig-
urðsson tryggði þeim síðan sigur með tveinrur stigum
úr vítum.
Pálmar Sigurðsson trvggði UMFG sigurinn á
UMFN.
Úrslitin ráðast
um helgina
Telja má víst að úrslitaleikirnir í Reykja-
nesmótinu verði leiknir um helgina. Keflvíkingar
mæta Njarðvíkingum á föstudagskvöldið kl.
20.00 og Grindvíkingum á sunnudagskvöldið á
sama tíma. Þá leika Njarðvíkingar einnig gegn
Breiðablik.
Suðumesjaliðin þrjú standa nú jafnt að vígi,
hafa öll tapað einum leik. Það má því telja nokkuð
víst að úrslit mótsins ráðist um helgina.
Verður spennandi að sjá hvort Keflvíkingum
tekst að hysja upp um sig sokkana og taka al-
mennilega á móti Njarðvíkingum annað kvöld.
Siggi Björgvins ekki þjálf-
ariÍBK
Gróa á Leiti hefur verið iðin við
kolann síðustu daga, og komið á
kreik mörgum sögum um leik-
manna- og þjálfaraskipti hjá hinum
ýmsu liðum. Ein sagan segir að
Sigurður Björgvinsson ÍBKR-ingur
ætli að koma hingað suður og þjálfa
og leika með sínu gamla liði.
Siggi segir sjálfur að þetta sé al-
gerlega ósatt. Hann ætlar að vera
áfram með KR og freista þess einu
sinni enn að ná Islandsmeistaratitli.
Kjartan, Bjarni og Þórir
til Kölnar
Knattspyrnuþjálfaramir Kjartan
Másson, Bjami Jóhannsson og Þórir
Jónsson, sem þjálfaði kvennalið og
2. flokk ÍBK. fara til Kölnar í
Þýskalandi þann 17 októberá þjálf-
aranámskeið. Námskeiðið sækja
þeir hjá sama skóla og Guðni Kjart-
ansson stundaði nám við á sl. ári.
Dvelja þeir ytra í eina átta daga og
læra ýmislegt sem snýr að líffræði,
lífeðlisfræði, sálfræði, leikskipulagi,
o.fl. Auk þess munu þeir heimsækja
herbúðir einhverra þýskra liða og
kynnast starfsháttum þar.
ÍBK og UIVIFG í Haustmót
ÍBR
íþróttabandalag Reykjavíkur
stendur fyrir haustmóti á gervi-
grasvellinum í laugardal í október.
Alls munu um 15 lið taka þátt í mótinu
9g verður leikið í 3-4 riðlum. Bæði
ÍBK og UMFG verða á meðal þátt-
tökuliða í mótinu.
Það má því með sanni segja að það
sé alltaf að lengjast keppnistímabilið
í knattspyrnunni.
Að setja eða skora mörk!
í sumar hefur mjög færst í aukana
að talað er um að setja mörk í stað
þess að skora þau. M.a.s. menn eins
og Malli Sigga Steindórs hafa heyrst
kalla: „Setja svo fleiri mörk á þá
Kefl vfkingar!!!!“
Hvernig í ósköpunum stendur á
þessu? Er ekki lengur í lagi að skora
bara mörk hjá andstæðingunum í
stað þess að vera að setja þau á þá?
Jón kominn á kústinn
Nú þegar knattspyrnutímabilinu
er lokið þurfa knattspyrnumenn að
sjálfsögðu að Finna sér eitthvað ann-
að að gera. Knattspyrnukappinn
geðþekki. Jón Sigurbjörn Ólafsson,
lætur sitt ekki eftir liggja. Hann er nú
kominn í meistarflokksráð körfu-
boltans í Keflavík. Þar vinnur Jón
ötullega að framgangi mála ásamt
Gumma gröfu og Magga Jens. í síð-
asta leik mátti sjá Jón stjóma svita-
þurrkun á gólFi íþróttahússins. þegar
leikmenn féllu í gólFið. Hann er
semsagt kominn á kústinn, karlinn!
SP0RT molar
Tipparar sern
styðja ÍBK, fé-
lagsnúmer 230 tóku
heldur betur við sér
í síðustu viku. IBK
skaust í 4. sætið í
félagaáheitum með
5.509 raðir seldar,
sem er besti árangur
í langan tíma. Við
minnum tippara á
hópleik ÍBK sem
áætlað er að hefjist
á næstunni. góð
verðlaun eru í boði.
GETRAUNARLEIKUR
SAMVINNUFERÐA OG VÍKURFRÉTTA
Gísli skorar á Dagbjart Einarsson
Ekki fór svo að Kári
Gunnlaugsson, Get-
raunaspekingur Víkur-
frétta 1991 yrði eitthvað
frant á vetur í leiknum
eins og hann sagði. Gísli
Eyjólfsson lagði hann 8:7
og hefur skorað á Grind-
víkinginn og Mann ársins
1990 hjá Víkurfréttum;
Dagbjart Einarsson. „Eg
er eins og allir al-
mennilegir menn mikill
Man. Utd. aðdáandi. Ég
sé að liðið kemst ekki á
seðilinn að þessu sinni,
sennilega eru það of léttir
leikir. Mínir menn eru
óstöðvandi um þessar
mundir og verða ekki á-
rennilegir í vetur" sagði
Dagbjartur sent sagðist
ekkert skilja í Gísla að
skora á sig því það gæti
ekki farið nema á einn
veg.
Gísli I)ai>hjartur
Arsenal-Sheff. Utd 1 1
Aston Villa-Nott. Forest 1 X2
Everton-Coventry 1 1
Leeds-Liverpool 1X2 1
Notts County-Norwich 1 1
Oldham-Crystal Palace 12 X
Q.P.R.-Chelsea 2 2
Sheff. Wed.-Southampton i i
West Ham-Man. City i X2
Wimbledon-Tottenham 12 2
Ipswich-Bristol City 1X2 1X2
Millvall-Newcastle 1 1X2
__________________ __________15
Ví kurfréttir
19. sept. 1991
Krakka-golfmöt
Grágásar
verður á litla
golfvellinum í
Leiru
laugardaginn
21. sept.
kl. 10.
Árganga-
keppni fyrir
6-15 ára.
Hver verður
bestur í
hverjum
árgangi?
3 verðlaun í
hverjum
árgangi!
Prentsmiðjan Grágás
Golfklúbbur Suðurnesja
LÆKKAÐ
VERÐ
st. 7-12 NU st. 51/2-10 NU
11.390 8.490 9.980 6.890
st.6-12 NU st. 32-39 NU
7.980 6.980 5.980 4.980
St. 51/2-10 NU
6302
AIR TRAINER
TW LITE
8.980 6.590 8.790 7.490
st. 6-12 NU
7.890 6.900
A I R
Frábært verö
P0RTBUÐ
Hafnagötu 23
Mikið úrval
SKARS
Sími: 14922