Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.09.1991, Side 21

Víkurfréttir - 19.09.1991, Side 21
21 /--------;—\ Sól eða rigning skiptir ekki máli. Víkurfréttir koma útáfimmtudögum hvað sem á gengur. Fyrir þá sem vilja fylgjast meö ___á Suöurnesjum Vikurfréttir - fjölmiðill Suðumesja- manna í 10 ár. íþróttahúsiö í Grindavík: Lögreglan skakk- aði leikinn Lögreglan í Grindavík þurfti á dögunum að hafa afskipti af ólátum sem brutust út eftir leik UMFG og ÍBK í Reykjanes- rnótinu í körfuknattleik við í- þróttahúsið í Grindavík. Eftir leikinn var starfsmaður íþrótta- hússins grýttur er hann var að taka niður fána fyrir utan húsið. Hafði lögreglan uppi á þeim aðila sem framkvæmdi verkn- aðinn og reyndist það vera ölv- aður stuðningsmaður ÍBK. Þá kærði kona líkamsárás sem átti sér stað þegar leikurinn stóð sem liæðst. Hafði hún verið slegin í andlitið. Heitt var í kolunum milli á- hangenda liðanna. Segir m.a. í nýútkominni Bæjarbót: „...Einhverjar væringar voru á meðan leiknum stóð, sem enduðu þannig að einum Grindvíkingi varð laus hnefi í leikslok og barði einn af full- trúum Bakkusar harkalega í andlitið svo sprakk fyrir. Það nær ekki nokkurri átt að hleypa drukknu fólki inn á leiki og heldur ekki fólki sem kann ekki fótum sínum forráð ódrukkið. Iþróttir eiga að vera vettvangur heiðarlegrar baráttu". Víkurfréttir 19. sept. 1991 • Frá upphafi busavígslunnar á föstudag. Ljósm.: hbb. Kvartað yfir sóðaskap Eftir að busavígslu Fjöl- brautaskóla Suðumesja lauk síðasta föstudag linnti vart sím- hringingum á ritstjóm Vík- urfrétta. Tilefnið var sóða- skapur er barst um nærliggjandi götur frá vfgsluathöfninni. Höfðu margir ófögur orð um umgengnina. Thorkeligata í Njarðvík Margir hafa rekið í rogastans er þeir hafa séð heiti á götu þeirri í Innri-Njarðvík er liggur frá Njarðvíkurbraut að Kirkjubraut, milli kirkunnar og safnaðarheiinilisins. Heiti götunnar er Thorkeligata. Ljósm.: hbb. Erum flutt að Hafnargötu 31 Sími 14930 Ljósmyndastofa Suðurnesja -30 ára- Alhliða fellihýsa- og tjaldvagna- geymslupláss í vetur. Uppl. í síma 14682 eftir kl. 18. Óskast til leigu íbúð óskast 2-3ja herbergja, strax. Uppl. í síma 15268. Íbúð-Keflavík 2ja- 3ja herb. íbúð óskast í Keflavík strax. Uppl. í síma 95-12417. U.S. teacher (single female) wishes to rent a 4-5 room ap- artment or house. Please Call: 5-7823 from 8-15:00 ,after 15:00 call 5-2475. Ibúð óskast 2ja-3ja herb. strax. Nafn og símanúmer leggist inn á skrif- stofu Víkurfrétta, merkt: „íbúð". Ibúð óskast 3-4ra herb. óskast í Keflavík. Uppl. í síma 15789. Vantar 3ja herb. íbúð í Keflavík eða nágrenni.Par með 4 ára barn vantar íbúð sem fyrst. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í símum 91-30051 eða 98- 21264 eftirkl. 18.00. íbúð óskast 2-3ja herb. íbúð óskast til leigu í Keflavík eða Njarðvík, strax. Uppl. í síma 11430. Til sölu Silver Cross vagn Emmaliung kerruvagn, 2 Britax ungbamastólar og bað- borð. Uppl. í síma 11110. Tvíbreiður svefnsófi Uppl. í sfma 37785 eftir kl. 12.45. Nýlegt vatnsrúm svart. tvö náttborð, hlífð- ardýna 90% öldubrjótur. Selst á hálfvirði. Uppl. í síma 12309. Ný Queensise vatnsdýna. Uppl. í síma 15681 eftirkl. 18.00. Pioneer bíltæki, útvarps- og kassettutæki, '91 línan, ónotað og Jensen kraft- magnari. Uppl. í síma 15789. Vantar þig sínta? Til sölu 4 notuð símtæki, þar af einn fyrir tvær bæjarlínur ásamt langlínulás og auka bjöllu. Selst allt á kr. 15.000 sem er minna en hálfvirði. Upplýsingar gelur Kjartan í símum 11153 og 11549. Scout II '79 6 cvl Bedford tur- bo dísel, 40 tommu Mudder. Nýtt lakk og fleira. Bíll í topp- standi. Verð 650.000. Upplýsingar í Bílakringl- unni, símar 14690 og 14692. Susuki Swift GTi '87 ek. 90 þús. Verð 490.000 með mjöggóð- um kjörum eða 380 þús. stað- greitt. Upplýsingar í Bílakringl- unni, símar 14690 og 14692. Ýmislegt Spákona Tek að mér að spá í spil og bolla. Upplýsingar í síma 15265. Fæst gefins ísskápur fæst gefins gegn andvirði þessarar auglýsingar. Uppl. í síma 14347. Spákona - Spákona Verð stödd í Sandgerði föstudaginn 20/9 og laug- ardaginn 21/9. Uppl. í síma 37783 eftir kl. 13, föstudag. Hundaeigendur athugið Tek að mér að klippu og snyrta Poodle hunda. Ath. breytt símanúmer 16949. -----------\ ÍÞRÓTTIR hafa ætíð átt veglegan sess í Víkurfréttum.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.