Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Side 2
Verður EM-stofan með hefðbundnu sniði?
„Já, það má segja það. Það verða alla vega engar byltingar. Við Edda
Sif Pálsdóttir munum skipta umsjóninni á milli okkar og höfum okk-
ur til aðstoðar toppsérfræðinga, Loga Geirsson, Bjarka Sigurðsson
og Reyni Þór Reynisson, sem þekkja leikinn út og inn. Við vitum
að margir fylgjast bara með stórmótum í handbolta og fyrir vikið
er mikilvægt að svona þáttur sé á mannamáli án þess þó að það
bitni á greiningu sérfræðinganna.“
Verður meiri gestagangur hjá ykkur?
„Það á eftir að koma í ljós. Við þurfum að prufukeyra þáttinn og
sjá hvað virkar. Þátturinn verður nefnilega heldur styttri en áð-
ur; korter fyrir leik og líklega ekki nema fimm mínútur eftir leik.
Þetta verður styttra og snarpara.“
Ertu sjálf áhugasöm um handbolta?
„Já, ég æfði handbolta með HK og Val og náði meira að segja einum
Evrópuleik með Val. Ég segi gjarnan að ég hafi hætt á toppnum en ég
lagði skóna á hilluna eftir að hafa verið valin í úrtak vegna 21-árs lands-
liðsins.“
Fyrir liggur að þessi þjóð er handboltasjúk. Er ekki
pressa að stjórna svona þætti?
„Heldur betur. Enda fékk ég að heyra það þegar ég byrjaði með HM-
stofuna í fyrra. „Veit hún eitthvað um handbolta?“ Sá tónn breyttist reyndar
þegar á leið og fyrst mér bauðst að halda áfram í ár tek ég því svo að þetta
hafi nú heppnast sæmilega. Ég hef bæði bakgrunn og áhuga á handbolta en
þetta er eina íþróttin sem ég myndi treysta mér til að fjalla um með þessum
hætti. Ég myndi til dæmis aldrei lýsa hestamannamóti. Það má heldur ekki
gleyma því að ég er bara að stjórna þættinum, það kemur fyrst og síðast í hlut
sérfræðinganna að greina leikinn.“
Er ekki líf og fjör kringum útsendinguna?
„Jú, það eru mikil læti enda gerist allt mjög hratt. Koma þarf upplýsingum og
myndum frá leikjum strax á framfæri. Það er hrein unun að vinna með Hilmari
Björnssyni útsendingarstjóra og hans fólki enda vita þau nákvæmlega hvað
þau eru að gera. Maður fær aldrei óp í eyrað í útsendingu. Fagmennskan á
íþróttadeildinni er mjög mikil en fólk áttar sig ekki alltaf á álaginu sem þetta
fólk er undir. Það er mjög gaman að taka þátt í umfjöllun um svona stórmót í
handbolta, sérstaklega þegar íslenska liðinu gengur vel.“
Hvernig líst þér á íslenska liðið?
„Ágætlega. Ég er bjartsýn á að það nái settu marki, það er sæti í forkeppni
fyrir Ólympíuleikana. Það er stór gulrót og ég er ekki í vafa um að menn
muni leggja allt í sölurnar til að komast til Ríó. Margir leikmannanna eru
komnir á síðustu ár ferilsins og vilja örugglega toppa sig. Ég þori ekki að spá
liðinu ákveðnu sæti á mótinu. Spái maður of lágt er maður svikari og spái
maður of hátt eru það skýjaborgir. Það sem skiptir mestu er að við tryggjum
okkur í forkeppnina.“
Morgunblaðið/Eggert
ÞÓRA ARNÓRSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Styttra og
snarpara
Í fókus
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016
Mér finnst þeir sanngjarnir. Þessir menn eiga
að afplána fyrir það sem þeir gerðu.
Einar Eðvarð Steinþórsson
Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu en
fangar hafa líka rétt.
Karl Jóhann Baldursson
Svona er karma.
Ingibjörg Stefánsdóttir.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Ég hef ekki kynnt mér það vel. Ef þeir gerðu
eitthvað slæmt þá já, já.
Thelma Lind Valtýsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
SPURNING VIKUNNAR HVAÐ FINNST ÞÉR UM FANGELSISDÓMA YFIR BANKAMÖNNUM?
Í janúarmánuði er algengt
að fólk taki sig saman eftir
hátíðarnar og hefji eins-
konar líkamsræktarátak.
Þá er nauðsynlegt að eiga
góðan íþróttafatnað en
sumartískan 2016 er að
hluta til mikið undir áhrif-
um frá sport-
inu. Tíska 37
ÚR BLAÐINU
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson
Sara Gunnarsdóttir gerir
allar teikningarnar í kvikmynd-
inni The Diary of a Teenage
Girl, sem hefur vakið mikla at-
hygli að undanförnu. Hún
vinnur ennfremur að heimild-
armyndinni Sjóræningi ást-
arinnar sem verður að stórum
hluta teiknuð Viðtal 14
Skíðamennska er frábært fjölskyldusport en huga
þarf að öryggi og þekkja skíðareglur. Framkvæmda-
stjóri skíðasvæðanna mælir með notkun bakbrynja og
segir að foreldrar verði að sýna gott fordæmi í brekk-
unum. Fjölskyldan 30
Helgi Ingólfsson vakti
mikla athygli fyrir fimm ár-
um með glæpasögu sem
gerðist um það leyti sem
Kristján IX. kom hingað til
lands 1874. Helgi hefur
sent frá sér annan reyfara
sem gerist fimmtán árum
síðar, en nú er Gestur
Pálsson í aðalhlutverki.
Bækur 50
Þóra Arnórsdóttir hefur umsjón með EM-stofunni í Ríkissjónvarpinu í tilefni af
EM í handbolta sem hófst í Póllandi á föstudaginn.