Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 „Fyrirkomulagið ekki óeðlilegt“ Sigmundur Davíð Gunnlaugs-son, forsætisráðherra, telurað breyta þurfi verklagi í skipulagsmálum í miðborg Reykja- víkur, svo verktakar komist ekki upp með að sýna ekki teikningar af húsum fyrr en rétt áður en til stendur að samþykkja byggingu þeirra. Ráðherra tók býsna sterkt til orða í samtali við Morgunblaðið. Tilefnið er myndir af fyrirhug- uðum húsum á svonefndu Hafnar- torgi, austan Lækjartorgs, en svæð- ið blasir við þegar horft er út um glugga á skrifstofu forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu. Ólöf Örvarsdóttir, sem lengi var skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar, er nú sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar; æðsti embættismaður í málaflokkunum. Minna byggingamagn Útlit húsa og byggingamagn á Hafnartorgi hefur hvort tveggja verið gagnrýnt. „Auðvitað er þetta töluvert byggingamagn en það er mikilvægt að nýta landið vel því land er takmörkuð auðlind,“ segir Ólöf. „Það er verið að efla þjónustu í miðborginni með þessu, þarna verður mikið af vönduðu verslunar- rými, sem opnar marga möguleika, ýmis þjónusta og líka íbúðir.“ Hún segir byggingamagnið hafa verið ákveðið af ríki og borg á sín- um tíma og inn í það skipulag hafi lóðarhafi gengið. „Magnið hefur ver- ið ljóst mjög lengi því það var sam- þykkt í deiliskipulagi 2006 í kjölfar alþjóðlegrar samkeppni um þennan reit 2001. Það má reyndar segja að endurhönnun hafi átt sér stað síðan 2006 því byggingamagnið er orðið mun minna; tveir stórir byggingar- reitir voru minnkaðir í fjóra minni sem aftur voru brotnir í smærri ein- ingar. Ég skil þess vegna alls ekki hvernig forsætisráðherra fékk út að byggingamagnið hefði aukist.“ En það ótækt að verktakar sýni teikningar jafn seint og raun ber vitni eins og forsætisráðherra nefndi? Er etv. ástæða til að breyta því verklagi sem unnið er eftir? Hún segist ekki vilja fullyrða að fyrirkomulagið geti ekki orðið betra „en fyrirkomulagið er ekki óeðlilegt í dag“, segir hún. „Ef um er að ræða byggingar sem eiga rísa eftir skipulagi sem samþykkt er eftir gildistöku skipu- lagslaga frá 2010 þá eiga skilmálar um útlit og yfirbragð bygginga að vera hluti af skipulaginu.“ Ef sú er ekki raunin og um eldra skipulag er að ræða, segir Ólöf í einhverjum tilvikum gott að fá rýni- myndir af fyrirhuguðu yfirbragði bygginga með tilliti til skírskotunar í umhverfið tiltölulega snemma. „Umhverfis- og skipulagsráð hefur kallað eftir slíkum teikningum af byggingum í miðborginni og fengið kynningar tiltölulega snemma í hönnunarferlinu en þá erum við að tala um einskonar hönnunarkonsept eða drög, því útlit bygginga sem slíkt er auðvitað niðurstaða langs ferils sem tekur tillit fjölmargra þátta og er sjaldnast upphafs- punktur. Ef útlitið væri upphaf og endir alls væri verið að hanna leik- myndir en ekki byggingar fyrir manneskjur og mannlíf sem eiga að endurspegla þann samtíma sem þær tilheyra um leið og þær eiga að taka tillit til og að- laga sig að anda staðarins.“ Forsætisráðherra nefndi að sérstaklega þyrfti að breyta vinnu- brögðum varðandi uppbyggingu í mið- borginni. Ólöf segir fjölmörg dæmi um stíf- ar kröfur um hönnun og útlit í skipulagi, t.d. við Ingólfstorg, á Hljómalindarreit og fleiri stöðum þar verið er að flétta nýja byggð við gamla. Sama muni gilda á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Hún segir ekki mikið fjallað um fagurfræði í byggingarreglugerð. „Þar er ein setning um fagur- fræði. Umhverfis- og skipulagsráð lét hinsvegar skipa í fagrýnihóp sem Arkitektafélagið og Félag landslags- arkitekta eiga fulltrúa í, sérstaklega til að rýna útlit bygginga í miðborg- inni og gefa á þeim álit til bygging- arfulltrúa sem veitir byggingar- leyfið. Það er ekki hægt að fjalla um útlit sem afmarkaðan hátt að mínu mati en ef við tökum Kvosina sem dæmi þá er þar að finna elsta hús borgarinnar sem og glæsileg- ustu fulltrúa byggingarlistar frá hverjum tíma fyrir sig. Góð nýting lands Á Hafnartorgi á að byggja nú- tímalegt verslunar- og þjónustu- húsnæði sem og íbúðir. Á svæðinu voru áður skemmur, íshús, pakkhús, kolageymslur og öflug atvinnu- starfsemi og auðvitað stórt bílastæði í mörg ár. Reiturinn er hluti af skipulagi Austurhafnar en á þeim reitum er byggingarmagn töluvert. Það var alltaf vitað að Harpa yrði hluti af því samhengi og bygging- arnar sem liggja hvað næst Hafn- artorgi eru nokkuð voldug hús af ýmsu tagi og misjöfn að útliti og stærð. Þó vegleg og lóðir vel nýttar. Góð nýting lands og það að byggja þétt er umhverfisvænt og gefur möguleika á öflugri þjónustu og það má ekki gleymast í umræðunni. Sjálf hef ég trú á því að reiturinn í heild, frá Tryggvagötu að Hörpu verði spennandi og mikilvæg viðbót við miðborgina.“ Fyrirhuguð bygging austan Lækjartorgs, gegnt Arnarhóli PK arkitektar/Birt með leyfi FORSÆTISRÁÐHERRA VARPAÐI SPRENGJU ÞEGAR HANN GAGNRÝNDI HARÐLEGA ÚTLIT FYRIRHUGAÐRA BYGGINGA Á HAFNARTORGI VIÐ LÆKJARTORG OG SAGÐI AÐ BREYTA ÞYRFTI VERKLAGI SVO VERKTAKAR SÝNI TEIKNINGAR MUN FYRR EN TÍÐKAST. SVIÐSSTJÓRI UMHVERFIS- OG SKIPULAGSSVIÐS BORGARINNAR SEGIST MYNDU VILJA SJÁ MEIRI KRÖFUR UM FAGURFRÆÐI Í BYGGINGARREGLUGERÐ EN NÚ ER * Ef þarna yrði byggt [skv. myndum sem birtar hafa verið] yrðiþað líklega seinna álitið eitt mesta skipulagsslys í miðbæReykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um fyrirhugaða uppbyggingu gegnt Arnarhóli Þjóðmál SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Ólöf Örvarsdóttir segir stjórnvaldið ekki geta tekið ákvarðanir, til dæmis varðandi útlit húsa, eftir geðþótta. „Við höfum vitskuld stefnu í þess- um efnum og nýlegt dæmi er að í sumar var kynnt fyrir- hugað hótel á horni Lækjar- götu og Vonarstrætis, mjög nútímalegt hús en teikning- arnar féllu hvorki borgarbúum né skipulagsráði vel í geð. Fólki finnst húsið ekki passa vel við það sem er í nágrenninu, þarna fara nú fram ákveðnar breytingar á deiliskipulagi og mig grunar að það þurfi nokkurn veginn að byrja upp á nýtt varðandi þetta hús. Þegar við blöndum okkur í svona mál verður það að gerast á skipu- lagsstigi.“ Ólög segir sjálfsagt mál að ræða hver séu einkenni Kvos- arinnar, vegna umræðu um fyr- irhugaða uppbyggingu á Hafn- artorginu svonefnda: „Er það fjölbreytni bygginganna, sem eru allt frá því smæsta upp í það stærsta? Á svæðinu er ekki einsleitni en samt ákveð- inn tónn.“ Hún segir að mjög mörgu að hyggja þegar unnið er nýtt deili-skipulag eða eldra skipu- lagi breytt og nefnir sem dæmi Hljómalindarreit við Laugaveg. „Þar erum við að endurskoða skipulagið með lóðarhafa, gerðar eru róttækar breyting- ar og um leið eru settir inn stífir útlitsskilmálar enda verið að prjóna við gamla byggð.“ STJÓRNVALD ÁKVEÐUR EKKERT EFTIR GEÐÞÓTTA Ólöf Ívarsdóttir Hljómalindarreiturinn við Laugaveg. Þar er nú unnið að miklum breytingum. Morgunblaðið/Jakob Fannar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.