Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 Karl Marx, sem lést 1883, skrifaði geysimikið og þeir eru vafalaust fáir sem hafa lesið allt sem eftir hann ligg- ur. Eftir bankahrunið á Vest- urlöndum 2008 uppgötvuðu einhverjir að hann hafði skrifað einstaklega nútíma- lega gagnrýni á bankakerfið. Gagnrýni sem víða var deilt. En vandinn er að engum hefur tekist að finna þessa gagnrýni í því sem boðberi kommúnismans skrifaði. Er þá sama hvar menn leita, í bókum eða blaðagreinum, en Marx var um hríð Evrópufréttarit- ari fyrir banda- rískt dagblað. Sólin verður að geta haldið hitaá fólki, það má ekki bruðlameð hana til að framleiða sól- arorku … Framleiðslan veldur því að svo margt aldrað fólk deyr [úr kulda] að vetrarlagi,“ var haft eftir Michelle Bachmann, umdeildum, fyrrverandi fulltrúadeildarþing- manni í Bandaríkjunum úr röðum repúblikana. Haft eftir henni á Fa- cebook-færslum fyrir skömmu og vakti mikla kátínu andstæðinga hennar. En sagði Bachmann þetta? Nei, þetta er uppspuni, segir vef- síðan snopes.com sem í tvo áratugi hefur sérhæft sig í því að rekja og sannreyna margvísleg ummæli sem höfð eru eftir þekktu fólki. Og ekk- ert sé heldur hæft í því að Barack Obama forseti hafi nýlega látið reka flotaforingja vegna þess að hann hafi gagnrýnt meint kaup forsetans á glæsivillu í Dubai. Það sé líka ósatt að Obama hafi ætlað að láta flytja á brott með forsetatilskipun þúsundir manna í Montana til að rýma fyrir indjánum. Snopes segir það einnig rangt að Donald Trump hafi í viðtali við tímaritið People árið 1998 sagt að hann myndi bjóða sig fram fyrir repúblikana ef hann reyndi einhvern tíma að komast í Hvíta húsið. Þeir væru nefnilega ,,heimskasti kjós- endahópurinn“ í landinu og myndu trúa öllu sem hann segði. Snopes segir að ekki finnist neitt viðtal í öllu greinasafni People þar sem Trump hafi sagt þetta. Hverjum eigum við að trúa, get- um við trúað Snopes? Fáir nenna eða geta lagt það á sig að rekja sjálfir hvort fullyrðingar eru sannar eða ósannar. Magnið af netupplýs- ingum, sönnum og ósönnum, er svo yfirþyrmandi. Sumar blekkingar eru fremur saklausar þótt deila megi um smekkvísina. Þannig var í vik- unni birt fölsuð ljósmynd af tveim nýlátnum listamönnum, David Bo- wie og Lemmy Kilmister, saman í partíi. Reyndar er óvíst hvort þeir hittust nokkurn tíma við slíkar að- stæður, segja heimildarmenn. En nafnleysi netsins er oft notað í von um að einhverjir trúi fáránlegu bulli, rétt eins og auglýsendur vita að einhverjir trúa alltaf versta skruminu þeirra. Og takist að koma af stað rógi um einstakling loðir oft- ast eitthvað hann enda þótt sagan sé afsönnuð. Lygar og myndfalsanir á vegum stjórnvalda undir yfirskini frétta eiga sér langa sögu, ekki síst í Rússlandi og forvera þess, Sov- étríkjunum. Hefðin er sterk. Fyr- ir nokkrum áratugum fór af stað saga um að Bandaríkjamenn hefðu búið til HIV-veiruna til að reyna að útrýma Afr- íkumönnum. Eftir langa leit tókst að finna hvar þessi „frétt“ hefði fyrst birst. Það gerðist í litlu dagblaði í Vestur-Afríkuríkinu Gí- neu á níunda áratugnum og heimild- armaðurinn var starfsmaður KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Fljúgandi diskar og burundanga Á ensku er talað um urban legends, sögur og goðsagnir sem hafa birst aftur og aftur um allan heim, oft í dálítið breyttu gervi. En vekja alltaf áhuga. Allir þekkja sögur af fljúgandi diskum sem margir hafa „séð“ og jafnvel náð af þeim ljósmyndum. Engu skiptir hve oft tekst að afsanna frásögurnar, aragrúi manna vill frem- ur trúa á diskana. Ævintýrið er miklu skemmtilegra en veruleikinn. Óhjákvæmilegt er að einhverjir geri út út á óttann, sókn okkar eftir spennu og hryllingi. Fyrir nokkrum árum fóru að sjást frásagnir af því í samskiptamiðlum að glæpamenn í Bandaríkjunum notuðu nú „hættu- legasta lyf í heimi,“ burundanga. Það væri mun hættulegra en nauðg- unarlyfið rohypnol, væri framleitt í Kólumbíu og gæti lamað frjálsan vilja fórnarlambsins, þurrkað út minnið og jafnvel mætti drepa fólk með því. Sögurnar voru ógnvekj- andi. Á bensínstöð kemur maður og býður konu að mála fyrir hana hús- ið, hann lætur hana því hafa nafn- spjaldið sitt. Maðurinn og félagar hans elta síðan konuna á bíl. Hana fer skyndilega að svima, hún finnur undarlega lykt af hendinni sem tók við nafnspjaldinu. Hún stöðvar bíl- inn en sér þá mennina fyrir aftan sig og flautar þá margsinnis í ör- væntingu. Þeir flýja. Fullyrt var að lyfinu hefði verið smurt á spjaldið. En lögreglumenn segja útilokað að aðferðin geti virk- að. Og Snopes segir að allar frá- sagnir á samskiptamiðlum af notkun þess utan Kólumbíu séu greinilega tilbúningur. En þetta get- ur alls ekki verið satt! SAMSKIPTAMIÐLARNIR SJÁ UM AÐ ALLT GETUR FARIÐ LEIFTURHRATT UM HEIMINN. FLÖKKUSÖGUR, SAKLAUST GRÍN EN LÍKA KLÓKINDALEGUR RÓGUR SEM MARGFALD- AST OG EINHVERJIR ERU ALLTAF REIÐUBÚNIR AÐ TRÚA. TILBÚNINGUR Geimför frá fjarlægum plánetum, „Fljúgandi diskar“, munu sjást oft á himni og jafnvel á jörðu, að sögn fjölda óljúgfróðra heimildarmanna um allan heim. Sögurnar fóru einkum að heyrast skömmu eftir seinni heimsstyrjöld. * Lygi getur ferðast um hálfan heiminn á meðan sannleikurinn er enn að fara í skóna.Mark Twain, bandarískur rithöfundur.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is HEIMURINN LÍBERÍA MONROV gð í vikunni að nn hófst egja m u um dum ríu, þar NDÓI JAK um íö udag ogJa ms, IS,mu orgarar oga a krir hinnaárásafimm af mennirnirorufndu vsíðarne óvember,ktu mjög r og sendi-arréðust m.a. afi á síðusturáð.Talið er a árum farið til ðberjast íaum ki RA tingarvör ndaríska sjóliða semfimmtudag lausa 10 ba hafa farið inn í landhelgi Íranavoru til fanga eftir að óa. Þeir sögðust hafa villstvið litla eyju á Persafl ögubúnaði og báðust afsökunar.vegna bilunar í leiðs Handtaka i miklum titringi um hríð. Sþeirra oll ennirnir hafi utanríkisráðherrar landannverið látnir eftir að vegja ræddust við. RKDAN ANNAHÖFNMKAUP Danska þingið h tillögu ríkisstjórnarinnarí vikunni ar ágyum bre tin m.a. ákvæði um að gera megií þeim eru a og verðmæta hluti í eigumng eytingin hefur verið gagnrýnhælisleitenda, allt að 1 harkalega o ýtur stuðnings jafnaðarg sögð óm og Danska kksinsVenstre.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.