Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Síða 10
bara ekki boðið sjálfum mér og konunni minni uppá þetta. Ég get ekki boðið stráknum mínum uppá þetta. Ég hef því tekið þá ákvörð- un að ég mun ekki bjóða mig fram til forseta Íslands í þetta skiptið. Kannski einhvern tíma seinna. Ég þakka fyrir alla þá vinsemd og virðingu sem mér hefur verið sýnd.“ U m leið og ljóst var að Jón Gnarr hyrfi úr stóli borgarstjóra sumarið 2014 fóru fjölmiðlar að inna hann eftir því hvort Bessastaðir kæmu til greina sem næsti við- komustaður hans. Jón sagði þá ítrekað í fjölmiðlum að framboð hans til forseta væri ekki útilokað, án þess þó að gefa neitt meira út um þau mál. Það kom því heldur á óvart þeg- ar Jón sagðist í pistli í Frétta- blaðinu í mars 2015 hafa ákveðið að fara ekki í forsetaframboð í kosningunum 2016. Fyrirsögn pist- ilsins var Jón forseti og í honum sagði Jón Gnarr meðal annars: „Mér óar við þeirri tilhugsun að verða á þennan hátt hluti af þeim ömurlega og hallærislega kúltúr sem er íslensk stjórnmálamenning. Ég nenni ekki að standa aftur andspænis freka kallinum. Ég get Pistilinn var ekki hægt að skilja öðruvísi en sem afdráttarlausa yf- irlýsingu um að Jón ætlaði ekki fram í kosningum 2016, þótt hann útilokaði ekki framboð síðar. Í vikunni kom Jón svo með nýja tilkynningu, ekki um framboð, heldur um það að hann hygðist tjá sig um mögulegt framboð á föstu- dag í einum af miðlum 365. Í fréttatengdum skemmtiþætti á Stöð 2 sem nefnist Ísland Today greindi Jón Gnarr frá því að hann ætlaði ekki í framboð. Segja má að Jón hafi endurtekið fyrri yfir- lýsingu í gær, þ.e. þá sömu og kom fram í pistlinum frá því í mars á síðasta ári. Hann ætlar alls ekki í framboð. En hann ætlar sér hins vegar að koma meira að inn- lendri dagskrárgerð og ekki- tilkynningin var í raun kynning á því að Jón mun framvegis stýra spjallþætti á föstudagskvöldum. Ef til vill býður hann núverandi og verðandi forsetaframbjóðendum í þáttinn þegar fram líða stundir. En sjálfur verður Jón Gnarr sem- sagt ekki í kjöri til forseta þetta árið, þótt hann útiloki ekki fram- boð síðar. Frambjóðendur til forseta hafa almennt haft sig fremur hæga þessa vikuna. Sturla Jónsson hef- ur enn ekki boðað framboð sitt form- lega, þ.e. ekki með neinni opin- berri tilkynningu, en hefur þó sagst ætla fram bæði í útvarpi og á Fa- cebook-síðu sinni í svörum til þeirra sem kallað hafa eftir hans kröftum til emb- ættisins. Hildur Þórð- ardóttir forseta- frambjóðandi skrifaði grein sem birt var á Vísi í vikunni þar sem hún fjallaði um vísindi og skýrði nánar út hvað hún ætti við með fyrri yfirlýsing- um um að þau væru á villigötum. Hugmyndir um orkulíkamann eru henni hugleiknar sem og andleg málefni en hún segir þó rúm fyrir skoðanaskipti í þeim efnum. „Verði ég forseti mun ég ekki þröngva orkulíkamanum upp á fólk heldur vil ég miklu frekar að samfélagið sameinist um að finna leiðir til að austrænar lækningar og vestrænar geti unnið saman,“ skrifar Hildur. Hún fjallar talsvert um framboð sitt á Facebook og virðist nota þann vettvang til að koma boðum til sinna stuðnings- manna. „Allt er eins og það á að vera. Fínt að þetta andlega komi út núna, þá þarf það ekki að koma neinum á óvart þegar nær dregur. Ekki láta hugfallast þótt fjölmiðlar taki mér ekki fagnandi. Það tekur tíma fyrir samfélagið að venjast tilhugsuninni um manneskju eins og mig á Bessastaði. Það er miklu betra fyrir mig að geta verið sterk eins og ég er, heldur en að vera að þykjast vera eitthvað annað.“ JÓN GNARR TILKYNNTI Í ANNAÐ SINN Á FÖSTUDAG AÐ HANN HYGÐIST EKKI BJÓÐA SIG FRAM Í FORSETAKOSNINGUNUM Í SUMAR. VIKAN HEFUR VERIÐ TÍÐINDALÍTIL OG ENGINN NÝR FRAMBJÓÐANDI STIGIÐ FRAM Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Jón Gnarr tilkynnti í mars í fyrra að hann hygðist ekki fara í framboð til forseta og á föstudag tilkynnti hann nákvæmlega það sama. Jón Gnarr ætlar ekki fram. Morgunblaðið/Kristinn 23 vikur til kosninga Ekki í framboð Forsetavaktin 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM SÓFAR / STÓLAR / BORĐSTOFUSTÓLAR / BORĐ / SKÁPAR SVEFNSÓFAR / LJÓS / PÚĐAR / SMÁVARA Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Vinnuvistvænt • Minni vatnsnotkun Nýja ENJO vörulínan er komin á markað Ferskari, líflegri og enn meiri gæði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.