Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Qupperneq 12
* Ég og umsjónarmenn Stundarinnar okkarerum sammála um að barnaefni er ekki og á ekki að vera vettvangur pólitískrar ádeilu. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, um Stundarskaupið Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Báturinn sem bræðurnir keyptu hét upphaflega Vöttur SU-3, smíð- aður 1975, og fyrsta heimahöfn hans var Eskifjörður. Hann var síðast í eigu Ólafs Ármanns Sig- urðssonar á Húsavík og notaður við veiðar allt þar til fyrir fjórum árum að útgerðarmaðurinn fékk sér nýrri bát. Hét þangað til Haf- örn en nafninu var breytt í Ási þar sem Ólafur notaði Hafarn- arnafnið á nýja bátinn. Til stóð að rífa þann gamla en þegar bræð- urnir settu sig í samband við Ólaf var hann meira en til í að selja þeim gripinn. Þarna var tækifærið! „Við erum búnir að hugsa mikið um þetta; það hefur lengi blundað í okkur að gaman væri að eignast einn af gömlu Vararbátunum,“ sagði Halldór þegar blaðamaður ræddi við þá bræður. „Við höfum alltaf haft mikinn áhuga á eikarbátum, það gerir lík- lega uppeldið,“ bætir Egill við. „Við höfðum gjarnan þann starfa að hempa nagla; að festa tjöru- hamp við hausinn á nöglunum sem voru svo notaðir til að festa eik- arborðin.“ Egill segir þá bræður hafa reynt að vera viðstaddir í hvert einasta skipti sem bátur var sjósettur í Vör „og svo var maður mættur niður á bryggju alla daga þegar skólinn var búinn til að fara með í prufusiglingar.“ Halldór, sá kunni knattspyrnu- maður á árum áður bætir við: „Þá var slegist um að vera fremst, það var svo spennandi að fá gusur í andlitið.“ AKUREYRI Ekki bara bátur heldur ættardjásn ÞRÍR BRÆÐUR Á AKUREYRI KEYPTU NÝVERIÐ TÆPLEGA 30 TONNA EIKARBÁT. ENGINN ÞEIRRA HEFUR RÉTTINDI TIL AÐ SIGLA HONUM EN MEÐ KAUPUNUM HEIÐRA ÞEIR MINNINGU FÖÐUR SÍNS OG ANNARRA SEM SMÍÐUÐU BÁTINN OG FLEIRI SLÍKA Í BÁTASMIÐJUNNI VÖR. 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 UM ALLT LAND SELFOSS Eitt af þremur nýjum hjúkrunarheimilum fyrir aldraða, sem til stendur að byggja, verður í Árborg. Hin borgarsvæðinu.tvö verða á höfuð eimildum sunnlenska.is hefur ve ve l lóðar sem sv Árborg á í Hagalandi á Selfossi. RIF Versluninni Virkinu á Rifi verður lokað á næstu dögum og starfsemi hætt. Þar með lýkur 30 ára sögu fyrirtækisins og 50 ára samfelldri sögu matvörubúðar á Rifi. Sólveig Bláfeld kaupmaður segir á vefnum skessuhorn.is sjálfhætt, því reksturinn standi ekki undir sér. FJARÐABYGGÐ Viðlagatrygging Íslands þarf að bæta tjón á 25 stöðum í Fjarðabyggð vegna skemmda sem þar urðu í ofsaveðri í desemberlok. Bættur er skaði af völdum vatns- flóða, krapaskriða eða sjávarflóða og annars þess sem tryggingafélögin sinna ekki. Mestur varð skaðinn á Eskifirði. SAUÐÁRKRÓKUR Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar hefur samþykkt að taka hótelbyggingu á Flæðunum við Faxatorg á Sauðárkróki til deiliskipulagsmeðferðar. Fyrirtækið 60 til 80h ð undir h Hymis,hefur eftir Pétri Bjarnasy öguleika á að reisa þr rði á bilinu 2600-3000 fm2. „V og þeir aðilar sem við erum í viðræðum við teljum a koþetta mi til með að auka túrisma á svæðinu,“ segir Pétur við Feyki. Hann segir að verið sé að vinna í þv fá rekstraraðila en að ekkert sé í hendi að svo stöddu. ÍSAFJÖRÐUR Stefnt e hátíðard í Ísafjarð helgina í sumar. Þetta er í tilefni af afmæli Ísafjarðarbæjar og kaupstaðarafmæli. Sævar, Egill og Halldór Áskelssynir um borð í báti sínum á Akureyri. „Skrokkurinn er nánast eins og nýr,“ segir Egill. Morgunblaðið/Skapti HallgrímssonÞegar Egill og Halldór ÓmarÁskelssynir slitu gúmmí-skónum og öðrum slíkum farartækjum á Akureyri snemma á áttunda áratug síðustu aldar vörðu þeir drjúgum tíma í Bátasmiðunni Vör við Óseyri eða niðri á bryggju. Karl faðir þeirra, Áskell Eg- ilsson, var einn stofnenda og eig- enda Varar, þar sem smíðaðir voru eikarbátar svo fallegir að bræð- urnir hafa fylgst grannt með þeim æ síðan og í haust rættist loks langþráður draumur: þeir keyptu einn gömlu Vararbátanna í félagi við yngri bróður sinn, Sævar Lár- us Áskelsson. Sá er menntaður vélstjóri en hefur reyndar ekki réttindi til að sigla bát bræðranna frekar en hinir. Það er hins vegar seinni tíma vandamál að leysa hver verður við stýrið þegar þar að kemur. Aðalmálið nú er að draum- urinn rættist. Bræðurnir þrír með frænda sínum, Hallgrími Skaptasyni, framkvæmdastjóra og eina stofnanda Varar sem er á lífi, þegar báturinn kom til Akureyrar í haust.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.