Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Síða 13
Þannig atvikaðist að Halldór var staddur á Húsavík í haust vegna atvinnu sinnar og fór, eins og svo oft áður, niður á höfn að skoða báta! Þar eru einmitt margir afar glæsilegir eikarbátar, notaðir í hvalaskoðun. „Þar sá ég þennan og ræddi það við Egil strax og ég kom heim að nú væri tækifærið. Við komumst að því hver átti bátinn, Egill hringdi í hann og karlinn sagðist strax vilja selja okkur hann. „Hann gaf mér upp verð, ég sagði að ef okkur litist á bátinn myndum við kaupa hann á þessu verði. Við fórum svo austur og þú veist hvernig þetta endaði!“ Þeir vilja ekki gefa upp kaup- verð en segjast vitaskuld meira en að segja það að fara út í slíka fjár- festingu. „Við erum hins vegar að kaupa miklu meira en bát; fortíðarþráin er svo mikil og þessir bátar eru glæsilegar mublur. Við erum alls ekki bara að kaupa bát heldur ættardjásn.“ Sex karlar úr Slippnum Stofnendur og eigendur Varar voru sex skipasmiðir sem starfað höfðu í Slippstöðinni hf. en hættu þar og stofnuðu eigið fyrirtæki. Þeir voru Kári Baldursson, Jón Steinbergsson, Gauti Valdimars- son, Áskell Egilsson sem áður er nefndur og náfrændur hans, Áskell Bjarnason og Hallgrímur Skapta- son. Þrír síðarnefndu voru bræðra- synir, ættaðir frá Grenivík. (Eins og lesendur grunar hugs- anlega eftir þessa upptalningu er blaðamaður sá sem þetta skrifar jafn mikið tengdur Vör og þeir bræður en á engra hagsmuna að gæta nú aðra en þá að segja les- endum Sunnudagsblaðs Morg- unblaðsins skemmtilega sögu …) Ólafur útgerðarmaður á Húsavík dró bátinn til Akureyrar fyrir bræðurna um miðjan október og síðan hafa þeir verið mikið um borð. „Það vantar reyndar tilfinn- anlega húsnæði á Akureyri þar sem hægt er að taka svona báta inn yfir veturinn. Við höfum verið mjög duglegir nema í desember vegna kulda og þess hve mikið hefur snjóað. Við höfum lítið gert undanfarið annað en að moka snjó af dekkinu,“ segir Halldór. Hvalbak hafði verið bætt á bát- inn en fyrsta verk bræðranna var að rífa hann af því þeir vilja hafa bát sinn eins og hann var upp- runalega. Fyrir þá sem ekki vita er hvalbakur hvelfing yfir fremsta hluta bátsins. Aðalvinna bræðranna hingað til, fyrir utan að rífa hvalbakinn, hefur verið að skrapa og mála. „Skrokk- urinn er nánast eins og nýr,“ segir Egill. Best að varðveita báta með notkun Skrokkur bátsins hefur aldrei ver- ið málaður, einungis olíuborinn þannig að viðurinn hefur fengið að njóta sín. Reyndar þarf nú að skipta um eik í lunningunni – borðstokknum – og verður við- urinn sennilega keyptur frá sama fyrirtæki í Svíþjóð og seldi Vör eik í alla bátana á sínum tíma. Bræðurnir hafa ekki ákveðið hvernig báturinn verður notaður „en við stefnum að því að hann verði tilbúinn fyrir sumarið og sjáum fyrir okkur að hann geti nýst í einhvers konar ferðaþjón- ustu, til dæmis við hvalaskoðun. Besta aðferðin til að vernda svona báta er að nota þá,“ segir Halldór. „Svo er líklega nauðsynlegt að fá einhverjar tekjur á móti kostn- aðinum. Það er dýrt að eiga svona bát, bæði að reka hann og taka á land til að dytta að honum.“ 17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 „Við höfum enga smíðamenntun en mikla ástríðu!“ segir Halldór Ás- kelsson um verkefnið sem bræð- urnir þrír standa frammi fyrir við að koma bátnum sínum í topp- stand. Vert er að geta þess að mágur þeirra, Stefán Traustason skipasamiður, verður þeim til halds og trausts. „Við sáum alla þessa Vararbáta verða til frá fyrstu spýtu og það má segja að við höfum fylgst með þeim öllum síðan, síðustu árin í gegnum frábæra heimasíðu Árna Björns Árnasonar, sem vann ein- mitt lengi í Slippnum,“ segir Egill Áskelsson. Á síðu Árna, www.aba.is, er að finna ótrúlegar upplýsingar um skipasmíðar á Íslandi. Þar segir meðal annars: „Báta- smiðjan Vör hf. Akureyri var stofnuð 20. júní 1971. Stofnfund- urinn var haldinn við eldhúsborðið hjá Skapta Áskelssyni, fram- kvæmdastjóra og bar upp á afmæl- isdag hans. Skapti var einn af stofnendum Slippstöðvarinnar hf. árið 1952 og framkvæmdastjóri hennar frá þeim tíma til ársins 1970.“ Fyrsti báturinn sem smíðaður var í Vör var Sjöfn ÞH 142, tæp 27 tonn. Bræðurnir Oddgeir og Vil- hjálmur Ísakssynir á Grenivík voru kaupendur ásamt mági sín- um, Erhard Joensen. Annar Vararbáturinn var Krist- ján ÍS 122, sá þriðji Arnarnes ÍS 133, Frosti ÞH 220 var fjórði og Vöttur SU sá fimmti; sá sem nú er kominn heim á ný, ef svo má segja. Sá níundi, síðastur þeirra sem voru um 30 tonn, var sjósettur 1977 og hét Flosi ÍS 15. „Ég hef oft sagt börnunum mín- um, stoltur, að pabbi þeirra hafi byggt þennan bát,“ segir Egill þegar hann rifjar upp þegar fjöl- skyldan sá einhvern af gömlu Var- arbátunum. „Ég bætti því nú ekki alltaf við að ég hempaði bara hluta naglanna, en það var auðvitað al- gjör óþarfi ...“ segir hann og kímir. Eins og fram kemur annars staðar hér á síðunni keyptu bræð- urnir bátinn af útgerðarmanni á Húsavík. „Þegar við töluðum fyrst við eigandann bað hann okkur um að komast að ákvörðun sem fyrst því ef við myndum ekki kaupa hann ætlaði hann að farga bátnum. Þú getur rétt ímyndað þér að við sváfum ekki mikið fyrstu nóttina eftir það símtal. Þótt við vissum að það yrði erfitt gátum við ekki ann- að en keypt bátinn og sjáum alls ekki eftir því,“ segir Halldór. „Okkur finnst stórkostlegt að einn bátur úr Vör skuli vera kominn til Akureyrar á ný og fyrir utan að eiga bátinn sjálfan langar okkur að hann verði einskonar minnisvarði um pabba og hina karlana í fyr- irtækinu.“ VÖTTUR VAR FIMMTI BÁTURINN SEM SMÍÐAÐUR VAR Í VÖR Bátur bræðranna við komuna til Akureyrar í október. Hvalbakurinn fremst hefur nú verið fjarlægður. Ekki smiðir en hafa mikla ástríðu „Æfingar á Ölfusá eru áhersluþáttur í okkar starfi. Því miður koma alltaf öðru hvoru útköll við leit og björgun í ánni og því er mikil- vægt að getum tek- ist á við aðstæð- urnar,“ segir Ágúst Ingi Kjartansson björgunar- sveitarmaður. Lögreglan á Suður- landi birti á dögunum samantekt um að alls fimmtán manns hefðu drukkn- að í Ölfusá frá árinu 1964. Síðasta slysið við ána varð nú um jólin þegar ungur maður fór í ána. Hann er talinn af en ennþá er leitað og hafa liðsmenn Björgunarfélags Árborgar farið um ána og leitað á ýmsum stöðum. Því verður haldið áfram enn um sinn. Þvert í gegnum Selfossbæ rennur Ölfusá sem ásamt brúnni er kenni- mark bæjarins. Þetta nábýli við vatnsmestu á landsins – og hættan sem því fylgir – mótar margt á Sel- fossi svo sem störf björgunarfélags- ins. Ágúst Ingi Kjartansson hefur þar mikla reynslu. „Þetta eru vandasöm verkefni en við erum með góðan mannskap sem hefur metnað fyrir þessu. Við æfum stíft,“ segir Ágúst sem minnst æfingar við Ölfusá sl. vor sem Morgunblaðið fylgdist með. Þátttakendur þá voru í flotbúningum og létu sig berast niður eftir ánni. SELFOSS Æfa stíft á Ölfusá Björgunarsveitarmenn í æfingaferð á slöngubát á fullri siglingu á Ölfusánni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ágúst Ingi Kjartansson Ungmennafélögin Baldur, Vaka og Samhygð í Flóa- hreppi á Suðurlandi hafa verið sameinuð í eitt. Þjót- andi heitir nýja félagið sem starfar á svæði þar sem er meðal annars rík frjálsíþróttahefð. Flóahreppur Stofnað hefur verið nýtt hestamannafélag í Skagafirði með sameiningu, Svaða, Léttfeta og Stíganda, þeirra þriggja fé- laga á svæðinu sem fyrir voru. Nýja félagið mun bera hið einfalda heiti Skagfirðingur. Skagafjörður Undirþrýstingur í miðeyra með vökva. Eftir þrýstingsjöfnunmeðOtoventblöðru, miðeyrað opið og engin vökvi. Fæst í apótekum www.celsus.is eðferð við rnabólgu og kva í miðeyra – lagar og fyrirbyggir • Um 70 % fá bót við fyrstu notkun • Vel rannsökuð meðferð sem leiðréttir undir- þrýsting í miðeyra, opnar kokhlustina svo að vökvi eigi greiða leið. • Getur dregið úr notkun sýklalyfja, ástungum og rörum í eyrum. • Góður árangur tengt flugi, köfun, sundi og kinnholustíflum. Fyrir börn og fullorðna. • CE merkt – Meðmæli lækna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.