Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Page 14
S ara Gunnarsdóttir sér um teikning- ar í kvikmyndinni The Diary of a Teenage Girl, sem hefur hlotið góðar viðtökur. Myndin er leikin en með myndskreytingum Söru og í aðalhlutverkum eru Kristen Wiig, Alexander Skarsgård og nýstirnið Bel Powley sem hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn. Marielle Heller leikstýrir en hún var tilnefnd til DGA- verðlauna í vikunni (Directors Guild of Am- erica). Það styttist í að íslenskir áhorfendur geti séð myndina en gaman er að segja frá því að hún verður opnunarmynd Stockfish- kvikmyndahátíðarinnar sem fram fer í Bíó Paradís 18.-28. febrúar. Sunnudagsblaðið náði tali af Söru á Skype en hún er búsett í Brooklyn, New York, þar sem hún vinnur jafnan heiman frá sér. Sara ólst upp í Hafnarfirði og var alltaf að teikna sem barn og átti fyrirmynd í afa sínum sem teiknaði mikið. Listaferilinn hóf hún á listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hún hélt áfram listnámi og útskrifaðist með BFA í myndlist frá Listaháskóla Íslands (LHÍ) árið 2005. Eftir það lá leiðin vestur til Bandaríkjanna. Áhuginn á teiknimyndagerð kviknaði í áfanga í grafískri hönnun í LHÍ og ákvað hún því að fara í framhaldsnám í til- raunakenndri teiknimyndagerð (experimental animation) við CalArts-háskólann í Kaliforníu og útskrifaðist þaðan með MFA-gráðu 2012. „Ég byrjaði í skólanum haustið 2008 og var bara búin að vera í mánuð þegar allt hrundi. Ég kláraði fyrsta árið mitt og tók svo ársfrí heima þar sem ég var að vinna og safna pen- ingum. Ég fór síðan aftur út 2010 og kláraði þá seinni tvö árin,“ segir hún en það hentaði ágætlega því námið er þannig upp byggt að hún gerði stuttmynd eftir fyrsta árið og tók síðan tvö síðari árin í að gera útskriftarmynd- ina, tíu mínútna stuttmyndina Sjóræningi ást- arinnar (The Pirate of Love), sem sagt er frá hér til hliðar. „Lösturinn“ varð kostur Hún segist vera svolítið gamaldags í vinnu- brögðum en hún hefur haldið í pappírinn. „Ég vinn allt á pappír ennþá. Allir rammarnir eru teiknaðir á pappír, sem ég skanna inn, hreinsa upp og lita ef það á að vera litur,“ segir hún en þá kemur tölvutæknin til sög- unnar en hún litar myndirnar í Photoshop og setur síðan allt saman í After Effects. Í skólanum hélt hún sig við að gera allt á pappír en segir að fólk hafi mikið verið byrjað að teikna í tölvunni til að losna við að skanna inn pappírinn. „Ég var alltaf að hugsa með mér að ég yrði að prófa þetta en mér fannst óþægilegt að teikna beint á skjáinn,“ segir Sara en henni fannst hún líka missa ákveðna tilfinningu fyrir blýantinum með því að vinna í tölvu. „Ég gerði það ekki og hélt mig við pappírinn. Og þegar ég útskrifaðist þá varð þetta ekki löstur heldur kostur því það eru ekki allir sem vinna svona,“ segir hún. Hún segir að þar sem hún sé ekki að gera það sem flestir séu að gera fái hún meira spenn- andi verkefni sem henti henni betur. Aðferðin sem hún notast við er í grundvallaratriðum sú sama og hefur verið notuð frá upphafi við teiknimyndagerð. Tölvurnar eru samt komnar inn í stað glæra sem litað var á. Hún komst í kynni við Marielle Heller, leikstjóra The Diary of a Teenage Girl, í gegnum stelpu sem var með henni í bekk og benti á hana. Henni fannst Sara smellpassa fyrir þetta verk og hafði rétt fyrir sér en samstarf Heller og Söru gekk vel. Myndin hefur fengið átta verðlaun og um 30 tilefningar. Hún er með 7,0 á imdb.com, 87/100 á Metacritic og 94% á Rotten Tom- atoes og hreppti gulltómat í lok árs. Myndin gerist í San Francisco á áttunda áratugnum og segir frá hinni 15 ára Minnie Goetz, sem hefur áhuga á að vera teiknari. Sara er í stóru hlutverki í myndinni því teikn- ingar hennar birtast mikið á skjánum sam- hliða leiknum og setja mark sitt á myndina. Myndin er byggð á myndasögu Phoebe Glo- eckner. Sara byrjaði vinnuna við myndina með leik- stjóranum sumarið 2013 en tökur hófust í jan- úar 2014 en þá var Sara búin að leggja lín- urnar, þróa útlitið og byrjuð að teikna. „Ég ætlaði mér alltaf að gera þetta ein og vissi að þetta yrði mikil vinna og undirbjó mig eins mikið og ég gat,“ segir hún. Mesta vinnan fór síðan af stað í mars sama ár þegar byrjað var að klippa myndina. Sú vinna stóð yfir í sex mánuði og á meðan teiknaði Sara og segir að stöðugt samtal og samstarf hafi átt sér stað allan þann tíma. Fékk tennisolnboga af álagi „Ég var meðvituð um það að ég var að vinna með mjög persónulegt efni einhvers annars. Þetta er saga Phoebe Gloeckner og hennar líf. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að virða hana og hennar teikningar og stíl,“ segir Sara en til heiðurs Gloeckner er fyrsta myndasag- an sem hún samdi gerð að 40 sekúndna svart- hvítri teiknimynd. Hinar teikningarnar eru síðan í stíl Söru sjálfrar en hennar teiknistíll er ekki svo langt frá stíl Gloeckner. Hún hafði teikningar hennar að leiðarljósi og vísar í þær. Fyrirætlun hennar um að gera allt sjálf Tungumál töfranna TEIKNARINN SARA GUNNARSDÓTTIR HEFUR ÁTT VELGENGNI AÐ FAGNA AÐ UNDANFÖRNU EN HÚN GERIR TEIKNINGARNAR Í STJÖRNUM PRÝDDU MYNDINNI THE DIARY OF A TEENAGE GIRL EN ÍSLANDS- FRUMSÝNING MYNDARINNAR VERÐUR Á STOCKFISH-KVIKMYNDAHÁTÍÐ- INNI Í NÆSTA MÁNUÐI. SARA ER AÐ VINNA AÐ HEIMILDARMYND, SEM VERÐUR AÐ STÓRUM HLUTA TEIKNUÐ, ÁSAMT LEIKSTJÓRANUM ÁRNA SVEINSSYNI OG HRÚTA-FRAMLEIÐANDANUM GRÍMARI JÓNSSYNI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Teiknuð útgáfa aðalsöguhetjunnar Minnie sem Bel Powley leikur. Sara hefur búið í Bandaríkjunum síðustu ár. Viðtal 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 Söru er margt til lista lagt en hún hefur saumað út frá því hún var í LHÍ. „Ég hef svo verið að sauma meira út síðustu ár og þá útsaum í bland við málningu. Ég tek þetta upp inn á milli verkefna og þegar mér finnst ég þurfa hvíld frá teikningu,“ segir Sara og rifjar upp að móðir hennar og amma hafi kennt henni krosssaum sem barn. Hún segist aðeins sauma flatsaum í dag. „Útsaumsmyndirnar eru bara teikn- ingar sem mér finnst henta vel til út- saums. Ég geri stundum teikningu bara til að sauma hana út,“ segir Sara og útskýrir að það sé alltaf teikning í grunninn hvort sem um er að ræða útsaumsmynd eða myndband. Hvíld í útsaumi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.