Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 15
gengu ekki alveg eftir því snemma í ferlinu fékk hún tennisolnboga, sem er auðvitað hvimleitt fyrir teiknara. Hún þurfti því að minnka álagið og réð með sér teiknarann Ca- leb Wood, sem hún segir hafa átt mjög vel við verkefnið. „Ég var búin að hanna allar teiknuðu sen- urnar og hann gerði síðan það sem ég bað um,“ segir Sara sem kann vel að meta flæð- andi stíl Wood. „Á endanum reyndist þetta blessun fyrir mig að fá hann með því mér fannst hann bæta einhverju við sem ég hefði ekki komið með sjálf.“ Sara er að jafna sig af tennisolnboganum, sem kom til vegna ofnotkunar á úlnliðnum. „Þetta var ákveðin lexía. Ég áttaði mig á því að það er ekki hægt að sitja við 10-12 tíma á dag og teikna. Þetta er búið að taka tvö og hálft ár.“ Núna hefur hún tamið sér að teygja áður en hún byrjar að teikna og komið hreyf- ingu inn í rútínuna. Að taka þátt í þessari mynd svo skömmu eftir útskrift hefur reynst góð reynsla fyrir Söru. „Ég var bara ótrúlega heppin. Það að myndin gengur svona vel hjálpar ótrúlega til að koma minni fyrstu mynd í fullri lengd á laggirnar. Það er gott að hafa reynsluna af svona stóru verkefni og vera búin að kynnast öllu framleiðsluferlinu,“ segir hún. Þetta er góður tími fyrir Söru þar sem bæði heimildarmyndir og ekki síður myndir sem eru teiknaðar eru í mikilli uppsveiflu. „Það er einhver sprenging í gangi. Það er að stórum hluta að þakka nýrri tækni. Áður þurfti svo mikið mannafl í teiknimyndir en núna eru margir listamenn að vinna sjálfstætt í teiknimyndum.“ Í verkum Söru er að finna ákveðna fantasíu en hún segir að hið töfrakennda eigi vel við teiknimyndir. „Ég er spenntari fyrir því þeg- ar það er raunveruleg ástæða til að nota teiknimyndir og að þær séu sitt eigið tungu- mál, frekar en þegar teiknimyndir eru not- aðar út af því að það eru ekki til myndir af einhverju,“ segir hún og útskýrir að teikni- myndir hafi oftar en ekki verið notaðar á þann hátt í heimildarmyndum. Þannig verður hið teiknaða frekar uppfyllingarefni en túlk- un. „Ég hef miklu meiri áhuga á því því að heiðra teiknimyndir fyrir að vera sitt eigið tungumál og að teikningarnar séu notaðar af því að þær segi eitthvað nýtt og bæti ein- hverju við.“ Með heimþrá Sara fann ástina í Kaliforníu en hún er gift Bandaríkjamanninum Ethan Clarke. Þau kynntust í skólanum en þau voru bekkjar- félagar og útskrifuðust saman. Þau voru bæði tilnefnd til Stúdentaóskarsins fyrir útskrift- armyndirnar sínar, hvort í sínum flokknum. Þau fluttu til New York vorið 2013 en Clark vinnur hjá Titmouse-stúdíóinu sem vinnur meðal annars teiknimyndaefni fyrir Disney og Dreamworks. Sara segir að það ríki ekki samkeppni á milli þeirra. „Nei, mér finnst ég bara rosa heppin og vel gift.“ Það hefur komið til tals hjá þeim að flytja til Íslands. „Ég hef verið með heimþrá en það gengur allt rosalega vel hérna hjá okkur,“ segir Sara sem býst við því að þau verði þarna eitthvað áfram. „En ég flyt einhvern tímann heim aftur.“ Dæmi um skemmtilegt útlit myndarinnar. Búningurinn er teiknaður að hluta og ljær þessu sýruatriði í myndinni flottan blæ. Sara hannaði þetta plötuumslag en tónlistin úr myndinni kom út á vínyl. * Ég hef miklu meiriáhuga á því því aðheiðra teiknimyndir fyrir að vera sitt eigið tungu- mál og að teikningarnar séu notaðar af því að þær segi eitthvað nýtt og bæti einhverju við. 17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Lokaverkefni Söru frá CalArts var tíu mínútna teiknuð stuttmynd með viðtölum, sem nefnist Sjóræningi ástarinnar eða The Pirate of Love. „Þetta er mynd byggð á flökkusögu, þannig að það er rík fant- asía í henni, sem hentar mjög vel fyrir teiknimynd,“ segir Sara. Hún tók viðtöl fyrir myndina heima á Íslandi þegar hún var í árs- leyfi frá skólanum og gat því farið á fullt við að teikna þegar hún kom út aftur. Sara útskýrir að það hafi verið dularfullar sögusagnir kringum geisladisk sem fór manna á milli í Reykjavík. Þessi diskur inniheldur 15 lög, mestallt ástarljóð til stúlku sem heitir Sherry. Orðrómurinn var sá að disknum hefði verið stolið af rúmenskum trukkabílstjóra sem gekk undir nafninu Daníel C. Persóna tónlistarmannsins var með öllu ókunn en sögur fóru af því að hann hefði flutt til Kanada. Sara lauk við myndina í maí 2012 og hefur hún verið sýnd á kvik- myndahátíðum um allan heim, m.a. á Telluride, American Film Insti- tute Film Fest og New Directors New Films í MoMA og Lincoln Center í New York. Hún segir að það sé heimagerður tónn á þessari plötu og hægt hafi verið að ímynda sér að tónlistarmaðurinn hafi gert plötuna til þess að játa ást sína en að hann hafi ekki ætlað að sýna neinum öðrum hana. Allir voru sammála um að þetta hlyti að hafa endað illa. Þessi diskur hefur „költ“-stöðu á meðal ákveðinna hópa í Kan- ada og náði að berast til Reykjavíkur. Ári eftir að myndin fór á netið fékk hún skilaboð frá afgreiðslu- stjóra í vörubílafyrirtæki í Mississippi sem sagði henni að einn af bíl- stjórunum hans, Daniel Ciocan, hefði samið tónlistina. Maðurinn var vissulega rúmenskur trukkabílstjóri sem flúði landið til Kanada. Sara sá að þarna væri efni í eitthvað meira og fór og ræddi við Ciocan, sem býr í Mississippi, er núna kvæntur Sherry, sem hann syngur um á plötunni, og á tvö börn en þau kynntust á stefnumóta- síðu fyrir sjöunda dags aðventista. „Ég er að þróa þetta verkefni í heimildarmynd í fullri lengd ásamt Árna Sveinssyni og Grímari Jónssyni. Árni ætlar að vera meðleik- stjóri og Grímar framleiðir. Við Árni erum búin að vera að vinna í handriti og erum að byrja á fjármögnun,“ segir Sara. Stefnan er að myndin verði um 40% teiknimynd en til viðbótar verða viðtöl og leikið efni. Sara komst að því að Daniel C. gerði diskinn snemma á tíunda áratugnum og bjó til nokkur eintök til að senda á útgefendur. En hvað fannst honum um að vera umfjöllunarefni í stuttmynd eftir íslenska konu? „Ég held að hann hafi bara verið mjög kátur með þetta. Hann vissi ekki að það væru eintök af disknum á flakki þarna úti. Mig grunaði aldrei þegar ég var að gera þessa mynd að hann myndi finn- ast,“ segir Sara. Heimildarmyndin verður að hluta til fantasía aðdáenda tónlistar- innar. „Til þess að teikna upp þá hlið sögunnar langar mig að fá ólíka sjálfstæða teiknara til að teikna upp einn kafla hvern,“ útskýrir Sara en hún, Árni og Grímar hafa ennfremur hug á því að fara og tala meira við manninn í vor. Útkoman getur varla orðið annað en spennandi. Sjóræningi ástarinnar Túlkun Söru á Daniel C. og Sherry.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.