Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016
Heilsa og hreyfing
Í
boði eru yfir 200 ferðir og ættu
allir að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi að sögn Páls Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra
hjá Ferðafélagi Íslands. „Þarna eru
bæði sígildar og sívinsælar ferðir og
eins nýjar ferðir inn á ný svæði. Það
sem er að gerast núna í upphafi árs
er að það eru að fara af stað fjögur
fjallaverkefni, eitt fjall á viku, eitt
fjall á mánuði, tvö fjöll á mánuði og
verkefni sem heitir „alla leið“. Eftir
ákveðinn tíma eru þessi verkefni
lokuð og sami hópurinn sem heldur
saman jafnvel út 6 mánuði eða allt
árið,“ segir Páll.
Byrjendur taka
fyrsta skrefið
Nýjung á þessu ári
er verkefni sem
nefnist „fyrsta
skrefið“ og er fyrir
byrjendur í fjalla-
mennsku. „Lögð er áhersla á að fara
mjög hægt og rólega á þægileg fjöll.
Það er stór hópur sem vill fara af
stað og þetta hentar vel fyrir þau,“
segir hann. Páll segir að enn sé opið
fyrir skráningu en að það séu 3-400
manns í áskrift. „Það er gríðarlega
mikil þátttaka og yfir árið eru þetta
á tólfta þúsund þátttakendur ef við
teljum alla saman sem eru að ganga
á þessi fjöll,“ segir hann. Einnig er
boðið upp á dagsferðir og helgar-
ferðir sem hægt er að skrá sig í en
fjallaverkefnin eru viðbót við þær.
Fyrir feita, flotta og frábæra
Í fyrra byrjaði Ferðafélagið með
nýtt lýðheilsuverkefni sem einnig er
í boði á þessu ári. „Þetta heitir Big-
gest Winner og er fyrir feita, flotta
og frábæra sem við köllum, eða fólk
í yfirvigt. Þar byrjum við mjög ró-
lega. Göngum stuttar vegalengdir á
jafnsléttu. Þetta er alveg gríðarlega
þakklátur hópur og þessir þátttak-
endur hafa sýnt sig vera mestu sig-
urvegararnir í okkar starfi. Þarna er
fólk sem kannski yfir 150-160 kíló
sem átti erfitt með að fara 100
metra en hefur endað með því að
fara að stunda fjallgöngur,“ segir
Páll en í hópnum í fyrra voru milli
50 og 60 manns og 20-30 manns eru
að klára annað árið. „Fólk er að
grenna sig þó það sé ekki beinlínis
markmið en fólk er að missa mörg
kíló og jafnvel tugi kílóa en mark-
miðið er að styrkja sig og efla þol
og þrek og bæta líðan,“ segir hann.
„Við höfum nálgast þetta á mjög já-
kvæðan hátt en þetta er mikið lang-
hlaup.“ Hópurinn hittist 2-4 sinnum
í viku og myndast hefur góður andi í
hópnum.
Fjallamennskan fyrir alla
Á milli 60 og 70 fararstjórar starfa í
Ferðafélaginu og eru flestir sjálf-
boðliðar með brennandi áhuga á
fjallamennsku. Í lengri verkefnum
eru launaðir fararstjórar en þeir
skuldbinda sig í vinnu allt árið.
Ferðafélagið er áhugamannna-
félag og þarf fólk að vera félagi í því
til að stunda ferðir á þess vegum.
Páll segir þau því ekki í neinni sam-
keppni við fyrirtæki í ferðamanna-
geiranum enda er félagið eingöngu
fyrir íslenska ríkisborgara. „Þetta er
fyrir alla, og þetta er í raun og veru
allra meina bót. Þeir sem byrja að
stunda fjallaferðir og útiveru, þeir
spyrja sig allir, af hverju byrjaði ég
ekki fyrr? Því að þarna ertu að
kynnast náttúrunni, að vera úti, fá
fjallaloft í lungun, vera í góðum fé-
lagsskap og fá holla og góða hreyf-
ingu. Hún fer vel með þig, ganga er
manninum eðlislæg. Þetta er líka
fyrir alla að því leytinu að þú byrjar
hægt og rólega út frá þinni getu.
Menn eru ótrúlega fljótir að byggja
upp þol og bara með því að fara í
3-4 gönguferðir í röð, finnur fólk
mun á sér. Þetta er mjög fljótt að
koma,“ segir Páll.
Félagslegur kraftur á fjöllum
Við fjallamennsku þarf að hafa í
huga að vera aldrei einn á ferð, hafa
búnað í lagi, kynna sér veðurspá,
láta vita af ferðum sínum og vera
með hlaðin farsíma að sögn Páls.
„Það er enginn einn hjá okkur og
stundum mjög stórir hópar. Það hef-
ur skapast mikill félagslegur kraft-
ur, það er einhver orka sem mynd-
ast af sjálfu sér í hópnum. Fólk er
að eignast þarna vini og félaga og
það fer að taka upp á því að gera
eitthvað saman. Það er mjög gott að
vera einn, eða tveir í náttúrunni en í
stórum hópi er annars konar upp-
lifun,“ segir hann en konur eru í
miklum meirihluta, eða um það bil
65% af þátttakendum. „Sem betur
fer eru líka margir karlmenn og
þeim er líka að fjölga.“
Páll segir að fólk þurfi ekki að
fjárfesta í dýrum búnaði en nauð-
synlegt er að eiga góða skó og al-
mennan hlífðarfatnað. „Byrja smátt,
bara byrja að eiga góða skó með
góðum stuðningi og góðum sóla. Svo
smám saman bætir fólk við bún-
aðinn,“ segir hann.
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ HJÁ FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS
Fjallgöngur
eru allra
meina bót
Að ganga á fjöll er holl og góð
hreyfing sem flestir geta stundað.
Skemmtilegt er að njóta ferska
fjallaloftsins í hópi skemmtilegra
göngugarpa.
Morgunblaðið/Eyþór
FJALLAMENNSKA ER FYRIR ALLA SEM VILJA SAMEINA ÚTI-
VERU OG HREYFINGU OG KYNNAST BETUR ÍSLENSKRI
NÁTTÚRU. MARGIR FÁ BAKTERÍUNA OG KOMA ÁR EFTIR
ÁR OG VINASAMBÖND MYNDAST GJARNAN.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Páll Guðmundsson
Ef halda á af stað í fjallgöngu þarf að huga vel að fatnaði. Undir góðum hlífðarfatnaði er gott að
vera í hlýjum nær- og undirfötum sem ekki eru rakadræg; dry-fit eða ull er langbest. Bómull
hentar ekki vel því hún blotnar af svita við áreynslu og setur þá að manni kuldahroll í pásum.
Ullarfatnaður bregst ekki í dagsferðum því ullin heldur á manni hita þótt hún blotni.
Ullin best á fjöllum
„Við byrjaðum af krafti að
stunda fjallgöngur í verkefninu
52 fjöll árið 2012,“ segir Haukur
en þau höfðu ekki stundað fjall-
göngur að neinu ráði í áratugi
eða síðan þau voru milli tvítugs
og þrítugs. Haukur segir að það
hafi verið kjörið tækifæri að taka
aftur upp þráðinn þegar boðið
var upp á verkefnið 52 fjöll hjá
Ferðafélagi Íslands. „Við létum
slag standa og klifum flest 52
fjöllin. Þetta var gríðarlega góður
grunnur. Við kynntumst nýjum
toppum og nýjum gönguleiðum
og fengum ákveðið uppeldi í
fjallamennsku og góð ráð. Smám
saman glæddist áhuginn. Svo
kynntist maður prýðisgóðu fólki
sem var í hópnum,“ segir Hauk-
ur.
Framhaldslíf í hópnum
Að ári loknu hélt sami hópur
áfram og hét þá Framhaldslíf og
var farið í færri ferðir en erfið-
ari. „Þessi tvö ár voru ákveðin
uppeldisár að læra gönguleiðir,
kynnast aðferðum, meta veður og
klæða sig eftir því og margt
fleira. Þetta er eins konar skóli
sem ég er ævarandi þakklátur
Ferðafélaginu fyrir,“ segir hann.
Þegar Framhaldslífsárinu lauk
stofnuðu þau og félagar þeirra
sjálfstæðan fjallgönguhóp sem
ber nafnið Sófistar.
Sófistar bralla margt
Nafnið vísar ekki til þess að sitja
heima í sófa heldur stendur fyrir
Samtök óháðra fjallamanna, með
skírskotun til fornu grísku spek-
inganna, en hópurinn telur um 40
virka meðlimi og hittast þeir
reglulega. „Við förum í eina
langa ferð í mánuði og vikulega
er farið í borgargöngur eða
styttri göngur utan bæjarmarka
auk annarra ferða sem meðlimir
hópsins stinga upp á og standa
fyrir. Á sumrin er farið í lengri
ferðir og svo bröllum við ým-
islegt saman, t.d. er hefð komin á
aðventuboð,“ segir Haukur. „Í
kvöld erum við að fara á göngu-
skíðanámskeið í Bláfjöllum sem
einn úr hópnum stendur fyrir og
svona rúllar boltinn áfram.“
Hreyfing og félagsskapur
Haukur segir að fjallamennskan
sé bæði góð fyrir líkama og sál.
„Ég var ekki í nógu góðu formi í
byrjun og þetta styrkir mann og
svo eflir þetta með manni þá
hugsun að þurfa að hreyfa sig
enn frekar, til að vera í nógu
góðu formi fyrir fjallgöngurnar,“
segir Haukur. „Hreyfingin, nátt-
úran og hinn frábæri félags-
skapur hefur gríðarlega mikið að
segja,“ segir Haukur. „Ég hef
kynnst stórum og góðum hópi
fólks sem eru góðir vinir og
kunningjar mínir í dag,“ segir
hann og mælir með að byrja í
fjallamennsku hjá Ferðafélaginu.
„Ég hvet alla eindregið til að
taka þátt í verkefnum á borð við
52 fjöll. Maður þarf að finna sér
hóp og verkefni við líkamlegt
hæfi og eftir því hvað maður hef-
ur mikinn tíma,“ segir hann. „En
þegar áhuginn vex fer maður að
gefa sér meiri tíma í þetta.“
Hjónin Haukur Hjaltason og Þóra Steingrímsdóttir byrjuðu að stunda fjall-
göngur árið 2012 og hafa verið óstöðvandi síðan.
Með fjallabakteríuna
HAUKUR HJALTASON LÆKNIR FÉKK FJALLABAKTERÍUNA FYRIR NOKKRUM ÁRUM EN
VIÐ HENNI ER ENGIN LÆKNING. HANN SEGIR FJALLGÖNGUR GÓÐAR FYRIR LÍKAMA
OG SÁL OG RÁÐLEGGUR FÓLKI AÐ FINNA SÉR HÓP OG VERKEFNI VIÐ HÆFI.
HAUKUR OG EIGINKONA HANS, ÞÓRA STEINGRÍMSDÓTTIR, BYRJUÐU HJÁ FERÐA-
FÉLAGINU EN TILHEYRA NÚ SJÁLFSTÆÐA FJALLAHÓPNUM SÓFISTUM.