Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 21
Getty Images/Pixland Field Trip er app frá Google sem sníðir ferða- lagið algjörlega að þínum áhugamálum en vinn- ur án þess að þú þurfir að spá mikið í það. Þannig merkir þú við í upphafi ferðalagsins hverju þú hefur áhuga á og appið sendir meld- ingar í hvert skipti sem þú ert í námunda við stað, safn, garð, verslun eða hvað sem er sem tengist áhugamálinu. Appið sendir þá mynd á skjá símans og gefur upp nákvæma staðsetn- ingu og upplýsingar um viðkomandi stað. Ef þú ert í bíl og ert með Bluetooth- tengingu gefur appið frá sér hljóð í hljómflutn- ingstækjunum í bílnum. Appið er aðgengilegt fyrir iOS- og Android-stýrikerfin. ÁHUGAVERÐU STAÐIRNIR 17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Það er ekki hægt að gera grein um ferðasmáforrit án þess að minnast á eitt það allra vinsælasta, hérlendis sem úti; Tripadvisor. Hægt er að finna hótel, flug, veitingastaði og bílaleigubíl í gegnum forritið en ekki síst er þetta frá- bær upplýsingagjöf fyrir þá sem vilja vita hvernig umsagn- ir viðkomandi fyrirtæki og þjónustuaðilar eru að fá frá fyrri viðskiptavinum. Það má fullyrða að þær lýsingar eru hreinskilnar og hægt að fá nákvæma útlistum af hverju fólk var ánægt eða óánægt. Búið er að safna þeim um- sögnum saman í gagnabanka og hægt að sjá lista yfir það í hvaða sæti hótel og veitingastaðir eru miðað við önnur í viðkomandi borg eða svæði. ÞAÐ VINSÆLASTA Af rúmlega 1.200 afþreyingarmöguleikum sem Tripadvi- sor gefur einkunn er British Museum í fyrsta sæti. Packing Pro er eitt það besta sem smáforritunarheimurinn býður upp á en appið kennir alls kyns pökkunartækni fyrir smærri og stærri ferða- lög. Þeir sem síðan segja að það séu lítil vísinda að henda ofan í ferða- tösku munu aldrei endurtaka slíkt aftur eftir að hafa nýtt sér appið. Auk þess að kenna hvernig best er að brjóta fötin saman er hægt að skrifa í appið hvert ferðinni er heitið og hvað þú ætlar að dvelja lengi og appið segir þér hvað er algjörleg nauðsyn að hafa með í ferðalagið, hverju má sleppa og líka hvað þarf alltaf að passa að hafa í öll ferðalög. Þá er hægt að slá inn hversu margir eru að fara í ferðalagið og á hvaða aldri þeir eru og appið hefur svör á reiðum höndum hvað einn fimm ára og önnur 10 ára þurfa að hafa með sér. Appið er fyrir iOS en fyrir Android-síma má benda á annað ágætt app sem heitir Packing List. LÁTTU APPIÐ PAKKA Packing Pro fær frábæra dóma á öllum helstu ferðasíðum heims. Getty Images/iStockphoto Triposo er nauðsynlegt forrit ef þú ert hræddur um að missa netsamband, slíkt getur gerst í djúpum fjalladölum og víðar. Triposo býður upp á að þú getir fyrirfram hlaðið niður kort- um af þeim stöðum sem þú ert á og svo geturðu haldið af stað og kallað fram þessi kort hvenær sem er án þess að tengjast. Appið lætur þig líka vita hversu mikið pláss kortin taka á símanum. Aðgengilegt fyrir Android og iOS. KORT ÁN NETTENGINGAR Það er vont að eyða löngum tíma í að vera tíndur og Triposo kemur í veg fyrir að slíkt gerist. Þau eru þónokkur öppin sem finna bestu veitinga- staðina á þeim stöðum sem ferðast er til en smáfor- ritið Foodspotting gerir það og meira til. Ef þú finnur fyrir ákafri þörf fyrir að fá eitthvað ákveðið; getur ekki hætt að hugsa um paellu, eggjaköku, osta- samloku, risarækjur á spjóti eða hvað sem er, getur forritið fundið staði sem bjóða upp á þá rétti sem þig langar svona ógurlega í og sagt þér hvernig fyrri við- skiptavinum hefur líkað maturinn. Aðgengilegt fyrir iOS og Android. ÞEGAR ÞÚ VERÐUR AÐ FÁ PAELLU Ferðamenn á Spáni geta nottið appið Foodspotting til að finna hina fullkomnu Paellu. HearPlanet er praktískt app sem þeir, sem leiðist að rýna í kort og ferðabækur, munu kunna að meta. Appið les fyrir þig upplýsingar um þá staði sem þig vantar upplýsingar um og því hægt að ganga um strætin með heyrnartól í eyr- unum og hlusta á upplýsingar sem eru til dæmis lesnar upp af Wikipediu og einnig úr eigin gagnagrunni forritsins. Þetta hentar kannski betur þeim sem ferðast einir eða að minnsta kosti án barna. Þetta er svolítið eins og leiðsögn sem hægt er að kaupa á söfnum og hlusta á í gegnum heyrnartól. Appið er aðgengilegt fyrir Android og iOS. UPPLÝSINGARNAR BEINT Í EYRAÐ Appið HearPlanet gerir fólki kleift að skoða um- hverfið og fræðast um leið án lesturs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.