Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Page 28
Uppskrift fyrir einn bolla af sinnepi 6 msk sinnepsfræ, u.þ.b. 50 g ½ bolli sinnepsduft (mustard powder), u.þ.b. 50 g ½ bolli vatn eða bjór 3 msk edik að eigin vali, t.d. hvítvíns- eða sérríedik 2 tsk salt Til að bragðbæta sinnepið bætið við einhverju af eftirfarandi kryddi: 1 tsk túrmerik, (gerir sinnepið mjög gult á litinn) 2 msk hunang, smakkið til og bætið meir ef þurfa þykir 1/4 bolli ferskar kryddjurtir að eigin vali SINNEP FRÁBÆRT Í MATARGERÐ Vinsælasta krydd í heimi SINNEP PASSAR VEL MEÐ KJÖTI, FISKI OG GRÆNMETI OG ER ÓSPART NOTAÐ VÍÐA UM HEIM. GOTT ER AÐ PRÓFA SIG ÁFRAM MEÐ ÞETTA VINSÆLA KRYDD ÞVÍ ÞAÐ ER EKKI BARA GOTT Á HAMBORGANN, SAMLOKUNA EÐA PYLSUNA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Mörgum finnst sinnep ómissandi og nota það óspart enþað er gjarnan notað með kjöti eða osti og er vin-sælt í samlokur, salöt, hamborgara og með pyslum.Sinnep er líka notað sem hráefni í dressingar, gljáa, sósur, súpur og maríneringar. Sem þykkni og korn er sinnep notað víða í Indlandi, Mið- jarðarhafslöndum, Norður-Evrópu og Suðaustur-Evrópu, Asíu, Ameríku og Afríku, sem þýðir að það er eitt vinsælasta krydd í heimi. Sinnepskornum blandað við vökva Sinnep eins og við þekkjum er búið til úr kornum sinnepsplönt- unnar og kemur í mörgum útgáfum eftir því hverju er blandað saman við fræin. Saman við kornin er blandað vatni, salti, sítrónusafa eða öðrum vökva, og stundum ýmsum bragðefnum og verður þá til þykkni sem getur verið gult eða brúnt á litinn. Mismunandi meðhöndlun kornanna gefur mismunandi áferð og bragð, en þau má annaðhvort nota heil, möluð, sprungin eða marin. Edik er gjarnan notað en einnig vín, bjór eða ávaxtasafi. Til að fá sætt sinnep er hunangi blandað saman við og fæst þá hið ameríska hunangssinnep. Passar vel við ýmis hráefni Sinnep sem krydd er notað með alls kyns hráefnum og virðist það passa vel með kjöti, fiski og grænmeti. Hér á síðunni má finna girnilegar uppskriftir sem allar innihalda sinnep. Þær eru misflóknar og ættu allir að geta prófað eitthvað. Njótið! 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 Matur og drykkir Þitt eigið sinnep! Malið sinnepsfræin í nokkrar sekúndur í kaffibaunakvörn eða myljið í mortéli. Þú vilt hafa þau að mestu heil því þú notar einnig sinnepsduftið. Helltu þessu í skál, bættu út í salti og sinnepsdufti og einhverju af hinu kryddinu sem er á listanum að eigin vali. Helltu vatni eða bjór saman við og hrærðu vandlega. Láttu þetta svo bíða í ca. 10 mínútur. Helltu þá edikinu saman við. Helltu þessu í krukku og settu inn í ísskáp. Þetta er frekar þunnt til að byrja með en þykknar yfir nótt. Bíddu a.m.k. í 12 tíma áður en þú notar það. Geymist í kæli í eitt ár.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.