Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Side 29
Getty Images/iStockphoto
17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Appelsínugljáðar
grísakótilettur með
sinnepi og rósmaríni
Fyrir 4
5 grísakótilettur með beini
safi úr tveimur stórum appelsínum (u.þ.b. 2 dl)
2 msk appelsínumarmelaði
2 msk grófkorna sinnep
1 hvítlauksrif, smátt saxað eða rifið á rifjárni
3-4 ferskar rósmaríngreinar eða 2 tsk þurrkað rós-
marín
salt og pipar
Hitið ofn í 180°C. Pískið saman í skál appelsínusafa, marmelaði,
sinnep og hvítlauk og kryddið með smá salti og pipar og 1 tsk af
söxuðu rósmaríni. Kryddið kjötið með salti og pipar og steikið
á vel heitri pönnu þar til vel brúnað. Færið kjötið yfir á disk.
Hafið pönnuna á meðalháum hita og hellið vökvanum á. Hleypið
suðunni upp og leyfið að sjóða í fimm mínútur eða þar til sósan
hefur aðeins þykknað. Leggið kjötið þá aftur á pönnuna og velt-
ið vel upp úr sósunni. Leggið rósmaríngreinar ofan á og bakið í
ofni í 8-10 mínútur eða þar til kjötið er eldað í gegn. Berið fram
með fersku salati. Uppskrift frá eldhusperlur.com.
Fyrir 2
4 stykki lax (ca 300-400 g)
½ tsk gróft salt (má setja meir eftir smekk)
½ tsk túrmerik
½ tsk cayennepipar
1 msk sinnepsduft (mustard powder)
2 msk ólífuolía
1⁄4 tsk brún sinnepsfræ (brown mustard seeds)
1⁄4 tsk kummínfræ (cumin seeds)
1⁄4 tsk fennelfræ
2 serrano-chili, skorin í helminga eftir endilöngu
Nuddaðu fiskinn á alla kanta úr helmingnum af salti, túrmeriki og
cayennepipar og settu til hliðar. Hrærðu afganginn saman við sinnepsduftið
og ½ bolla af vatni, hrærðu og geymdu á kantinum.
Hitaðu olíu á pönnu á miðlungshita, settu út í sinnepsfræin og eldaðu í
1-2 mínútur. Bættu við fennelfræjum og kummíni og eldaðu í þrjár sek-
úndur, settu það þá út í blönduna ásamt chilipipar.
Settu laxinn á pönnuna og með skeið þekurðu fiskinn vel með blöndunni
og steikir þar til tilbúinn eða í 10-12 mínútur.
Berðu fram með basmatihrísgrjónum og gufusoðnu grænmeti eða góðu
salati.
Lax í Bengali-
sinnepssósu
4 kjúklingabringur
½ bolli (100 ml) dijonsinnep
1⁄4 bolli hlynsíróp
1 msk rauðvínsedik
salt og pipar
rósmarín, ferskt eða þurrkað
Stillið ofninn á 220°C. Blandið
saman sinnepi, sírópi og ediki,
smakkið til. Ef ykkur finnst of mikið
sinnepsbragð bætið þá meira af sír-
ópi saman við.
Setjið kjúklinginn í eldfast mót og
hellið blöndunni yfir hann.
Saltið og piprið. Látið inn í ofn-
inn í 30-40 mínútur eða þar til
kjúklingurinn er fulleldaður.
Stráið yfir söxuðu rósmaríni.
Gott að bera kjúklinginn fram
með hrísgrjónum og góðu salati.
Niðurstaðan er mjúkur, safaríkur
og ótrúlega bragðgóður kjúklingur
með sætu sinnepsbragði. Hentar
vel bæði hversdags sem og um
helgar. Frábær máltíð með stóru
F-i! Frá gulur, rauður, grænn og
salt. grgs.is
Heimsins besti kjúklingur
¼ bolli majónes
1 msk sterkt sinnep
1 msk hunang
½ msk sítrónusafi
Blandið öllu saman í skál og
látið standa í kæli áður en sett
út á salat.
Hunangs-
sinneps-
salatsósa