Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Page 31
17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31
Leikhópurinn Lotta býður Dórotheu úr Galdrakarlin-
um í Oz í heimsókn á Kex hostel þar sem hún mun
segja frá ævintýrum sínum og syngja lög úr leikritinu.
Dagskráin hefst klukkan 13 sunnudaginn 17. janúar.
Heimsókn frá Dóróteu*Mistök eru hluti af lífinu. Það eru við-brögðin við mistökum sem skipta máli.
Nikki Giovanni
Sigríður Halldórsdóttir svarar
spurningum um eftirlæti fjölskyld-
unnar þessa vikuna.
Fjölskyldumeðlimir eru:
Sigríður Halldórsdóttir, dag-
skrárgerðarmaður á RÚV, Jón
Ragnar Ragnarsson, kennari við
Menntaskólann við Hamrahlíð, Urð-
ur Ása Jónsdóttir, 5 ára, og annað
barn á leiðinni á allra næstu dögum.
Þátturinn sem allir geta horft á?
Rætur á RÚV! Allir vitlausir í
þann þátt á þessu heimili.
Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öll-
um?
Allt sem ég elda. Það kemst enginn
upp með neitt múður!
Skemmtilegast að gera saman?
Okkur finnst mjög gaman að fara í
sund saman, þótt það sé nú ósköp hvers-
dagslegt. En þá er líka algjört skilyrði að fara í úti-
klefann og skjálfa inn að beini! Það er svo hressandi.
Borðið þið morgunmat saman?
Já, það er mikilvæg stund í okkar fjölskyldu. Þar
förum við yfir heppilegt magn rúsína í meðalstórum
Cheerios-skálum, Urður krefur okkur um svör
við því hvers vegna hún fái (næstum því) aldrei
jarðarber út á Cheeriosið eins og á myndinni á
pakkanum. Heldur bara rúsínur, eða í besta
falli banana. Og svo færum við rök fyrir mis-
munandi skoðunum okkar á æskilegri þykkt
hafragrauts. Við erum óðum að þokast í átt að
samkomulagi.
Hvað gerið þið saman heima ykkur til
dægrastyttingar?
Tölum og spilum og stöndum á haus. Svo erum við öll sannir áhuga-
menn um Legó. Það kann að vera að við foreldrarnir höfum stundum
keypt nýjan og spennandi Legó-kassa meira fyrir okkur sjálf en dóttur-
ina. Það gæti hafa gerst. Án þess að ég fullyrði neitt.
Svo er í miklu uppáhaldi að skrifa vel valin orð á ísskápinn með segla-
stöfum. Það þjónar ekki bara tilgangi við það að kenna frumburðinum að
lesa og skrifa, heldur er það líka frábær leið til þess að koma aulabrönd-
urum á framfæri (sjá mynd).
EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR
Aulabrandarar með
seglastöfum
Ný bresk vefsíða, BuyMeOnce.com,
hefur það markmið að benda fólki á
gæðahluti sem endast. Tilgangurinn
er að minnka neysluhyggju og rusl á
heimilum. Ennfremur er skorað á
framleiðendur að leita leiða til að
framleiða hluti sem endast.
Vörurnar eru valdar með því að
spyrja eftirfarandi spurninga: Á
hluturinn eftir að endast lengur en
sambærilegar vörur? Er fram-
leiðslan siðræn og, ef mögulegt er,
sjálfbær? Er auðveldlega hægt að
laga hlutinn? Fylgir trygging? Eru
góð kaup í hlutnum? Er hann fal-
legur? Ef svarið er jafnan já þá á
varan erindi á þessari síðu.
Mælt er með hlutum í átta flokk-
um sem eru: Föt, skór, eldhús, hús-
gögn, leikföng, fylgihlutir, verkfæri
og fegurð.
Tara Button rekur vefsíðuna sem
var opnuð í upphafi árs. Hún fékk
hugmyndina frá Le Creuset-
pottunum sínum. „Ég hugsaði með
mér dag einn þegar ég var að vaska
upp: ég á eftir að eiga þetta alla tíð.
Væri ekki frábært að fleira í eldhús-
inu mínu væri eins? Eitthvað sem
þyrfti aðeins að kaupa einu sinni og
aldrei aftur,“ sagði hún í viðtali við
Telegraph.
VEFSÍÐAN BUYMEONCE.COM
Pottarnir frá Le Creuset eru oft nefndir sem dæmi um hluti sem endast lengi.
Leiðarvísir um gæðahluti
Leikskólum sem taka við börnum
utan hefðbundins dagvinnutíma og
jafnvel allan sólarhringinn fer fjölg-
andi í Bretlandi til að mæta þörfum
foreldra sem vinna vaktavinnu.
Breska blaðið Daily Mail ræðir við
foreldra sem þurfa að notfæra sér
þessa þjónustu vegnu vinnu sinnar.
Wajhi Abdullah, 32 ára, er læknir á
bráðamóttöku en tveggja ára dóttir
hennar er á leikskóla frá sjö á
morgnana til átta á kvöldin. Hún
segist ekki eiga annarra kosta völ
þar sem hún eigi ekki kost á níu til
fimm starfi á þessum tímapunkti á
ferli sínum. Maður hennar vinnur
sem öryggisvörður frá 7-19.
Börn sem sækja Bay Tree
House-leikskólann í suðausturhluta
London geta sofið þar. Leikskólinn
býður upp á þetta fyrir fólk sem
vinnur næturvaktir. Blaðið segir
frá Naomi sem mætti klukkan fjög-
ur síðdegis í leikskólann og dvelur
þar í sextán tíma þar til hún er sótt
klukkan átta morguninn eftir.
Bretland hefur hæsta hlutfall
næturvinnufólks í Evrópusamband-
inu og til viðbótar hefur ráðning-
arsamningum fjölgað þar sem fólk
þarf að mæta til vinnu með
skömmum fyrirvara á öllum tímum
sólarhringsins.
„Það búa mjög margir í þessum
hluta borgarinnar sem hafa ekki
fjölskyldu í kringum sig til að
hjálpa sér,“ segir Janet Hogman,
eigandi Bay Tree House-leikskól-
ans. Leikskólinn lengdi fyrst þann
tíma sem opið er árið 2012 og er
núna opinn allan sólarhringinn alla
daga vikunnar. Foreldrar geta
komið með börnin frá sex á morgn-
ana og börn sem er ekki búið að
sækja á miðnætti eyða nóttinni í
leikskólanum.
Íslensk börn búa ekki við þennan
veruleika en til viðmiðunar eru
leikskólar Reykjavíkurborgar opnir
frá kl. 7.30 til 17 og börn geta verið
í leikskólanum í 4-9,5 klukkustund-
ir á dag. Dýrustu klukkutímarnir
eru þegar komið er fram yfir átta
tíma. Gjald fyrir átta tíma á dag
kostar fyrir hjón 25.275 kr. á með-
an níu og hálfur tími kostar 44.805
kr.
Í fyrra var styttur sá tími sem
opið er á leikskólunum styttur frá
17.30 til 17 í sparnaðarskyni en að-
eins þrjú af sex þúsund leik-
skólabörnum nýttu þennan auka
hálftíma að fullu.
BÖRNIN GISTA Á STAÐNUM
Leikskólar fyrir
næturvinnufólk
Bretland hefur hæsta hlutfall næturvinnufólks í Evrópusambandinu.
Getty Images
Í BRETLANDI ERU BARNAHEIMILI EKKI AÐEINS DAGVISTANIR HELDUR LÍKA NÆTURVIST-
ANIR EN LEIKSKÓLUM SEM TAKA VIÐ BÖRNUM ALLAN SÓLARHRINGINN FER FJÖLGANDI
TIL AÐ MÆTA ÞÖRFUM FORELDRA SEM VINNA Á ÖLLUM TÍMUM SÓLARHRINGSINS.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
Þorrinn
SÉRBLAÐ
Eitt og annað sem tengist þorranum verður
til umfjöllunar í blaðinu s.s:
Matur, menning,
hefðir, söngur,
bjór, sögur
og viðtöl.
Þann 22. janúar gefur
Morgunblaðið út sérblað
tileinkað þorranum
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. janúar.
Nánari upplýsingar gefur:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is