Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Page 42
Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 öllum stóru tónlistarhátíðunum sem hún hafði áður spilað á með GusGus. „Það var mikið frelsi að fá að vera í eins bleikum kjól og mig lysti án þess að fá athugasemdir og ég naut mín í botn. Tónlistin var eins langt frá því tæknivædda og unna og ég gat verið, öll platan tekin upp á einungis átta rásum en ég vildi hafa þetta eins minimalískt og ég gæti. Það var því mikil viðurkenning þegar plötudómarnir fóru að birtast.“ Niðurlægjandi athugasemdir um útlitið Næsta plata var Synchronised Swimmers og kom út 2009. Úti fékk platan dóma í sama lofsamlega dúr og fyrsta platan hafði fengið en það sem vakti athygli hérlendis og margir veltu sér upp úr var útlit Hafdísar Huldar á plötuumslaginu og tónlistarkonan fór ekki varhluta af því tali. „Ég hafði alltaf verið með brúnt sítt hár en þarna vildi svo til að ég var nýbúin að leika í sjónvarpsauglýsingu á Spáni fyrir Mercedes Benz. Ég hef stundum tekið að mér módelstörf – svona þegar það kemur ekki að sök að vera bara 155 cm á hæð! En þeir höfðu beðið mig um að lita hárið á mér alveg hvítt fyir auglýsinguna. Ég hugs- aði með mér að ég myndi eflaust líta út eins og diskóbarbí en svo vandist ég því bara. Þegar við vorum að taka myndina fyrir plöt- una var ég með þetta ljósa hár og hugsaði bara með mér að já, já, ég hefði þetta bara svona án þess að vera mikið að spá í það.“ Margir tóku þessu þannig að Hafdís Huld hefði farið í útpælda markaðstengda umbylt- ingu í útliti. „Fólk leyfði sér að vera ákaflega óvægið – tónlistin sjálf varð engan veginn fókusinn, þrátt fyrir að hún væri algjörlega beint framhald af því sem ég hafði verið að gera. Fókusinn á útlit kvenna í tónlist er mun meiri en á útlit karlkyns tónlistarmanna og það er ótrúlega sorglegt.“ Hafdís Huld segir að á svipuðum tíma hafi henni verið bent á umræðu heima fyrir á spjallþráðum á internetinu þar sem fólk tjáði sig nafnlaust um hana en Hafdís Huld greindi frá því neteinelti í Kastljósi fyrir um tveimur árum. „Þessar athugasemdir sem komu aðallega frá notendanafni Hildar Lilliendahl fékk ég fyrst sendar þegar ég var á tónleikaferðalagi í Þýskalandi, rétt áður en ég fór á svið fyrir fullu húsi. Systir mín sendi mér linkinn á umræðuna og sagðist vona að mamma mín sæi þetta ekki þar sem talað var um að drepa mig út af tónlistarmyndbandi. Það var svolítill skellur. Ég hélt ekki að fólk gæti lát- ið svona út úr sér um einhvern sem var bara að vinna vinnuna sína. Ég var ekki einu sinni á Íslandi og manngerð sem er frekar hlédræg þótt ég sé það kannski ekki á sviði. Ég man líka eftir umræðum í Fréttablaðinu um plötuumslög á þessum tíma þar sem bestu og verstu plötuumslög ársins voru val- in, þar á meðal mitt, og það var eiginlega skelfilegt að lesa það sem fólk leyfði sér að segja.“ Í umfjöllun Fréttablaðsins birtust ummæli sem ekki var hægt að rekja beint til viðmæl- enda blaðsins og voru því í raun nafnlaus. Hafdís Huld var í Fréttablaðinu kölluð „gervikrútt“. „Frá helvíti“. Hún væri á myndinni eins og aðþrengd eiginkona „sem er alltaf að reyna að vera MILF, en býr svo í úthverfi með fimm börn og mann sem held- ur framhjá. Og drekkur í laumi.“ (innsk. Þess má geta að MILF útleggst sem „Mot- her I’d like to fuck“ og er tungutak sem á rætur sínar í klámi.) „Fólk hafði jafnvel ekki hlustað á plötuna sem fékk skínandi dóma úti en það virtist ekki skipta máli.“ Plata þrátt fyrir grát í 2 og ½ ár Hafdís Huld fluttist heim árið 2010, í Mos- fellsdalinn, en draumurinn hafði alltaf verið að komast í rólegt umhverfi úr stórborginni London. „Ég er enn að hitta fólk sem heldur jafn- vel að ég búi ennþá úti og það er ekkert skrýtið. Fyrstu tvö árin var ég næstum meira úti en hér heima vegna vinnunnar en ég er með höfundarréttarsamning, plötufyr- irtæki og umboðsmann úti. Svo eignaðist ég dóttur mína Arabellu og hún var mjög óvær fyrstu árin þannig að við gátum ekki haft hana í neinni dagvistun og vorum alveg bundin heima. Það kom ekki í ljós hvað hrjáði hana fyrr en hún gat farið að tjá sig við okkur, rúm- lega tveggja ára gömul. Það var þannig að hún grét, öskraði er kannski réttara að segja, allt upp í 18 klukkustundir á sólar- hring. Læknarnir sögðu mér að það fæddust kannski þrjú börn á ári sem væru svona rosalega óvær, sem betur fer, því ég myndi ekki óska neinum þess að þurfa að upplifa þetta. Eftir á að hyggja finnst okkur og umboðs- manni mínum ótrúlegt að það hafi tekist að gera sólóplötuna Home á þessum tíma. En sú plata er líka allt öðruvísi og lituð af þessu tímabili.“ Þau Alisdair gerðu hana bara tvö því ekk- ert annað var í boði í þessum aðstæðum. „Ég fékk þó að vísu heimsókn sem mér þótti ákaflega vænt um, frá Boo Hewerdine. Hann hringdi í mig og sagði að við hefðum alltaf gert lög saman á plöturnar mínar og það yrði engin breyting þar á. Hann flaug til landsins og á einum og hálfum sólarhring gerðum við tvö lög. Og þetta er maður sem hefur nóg að gera og þarf ekki að skreppa í svona snúninga. Þetta er eitt af þessum augnablikum í lífinu sem manni þykir alltaf vænt um.“ Hafdís Huld segir að hún hefði aldrei sent frá sér Home nema að vera ánægð með hana og finnast hún jafnframbærileg og fyrri plöt- ur. Fjölskylda hennar hjálpaðist að og gekk um með Arabellu til að þau Alisdair gætu fengið sér og borða og skroppið í sturtu. Slíkt var ástandið. „Home er alveg jafn vönduð og fyrri plöt- urnar sem ég vann við mun auðveldari að- stæður en um leið get ég líka sagt að það er annar hljómur í henni út af þessu. Ég heyri það þegar ég hlusta á hana í dag. Ætli hún sé ekki rólegri og alvarlegri. Ég veit að næsta plata verður öðruvísi enda er ég á öðrum stað en ég var þarna.“ Home fékk prýðisdóma í blöðum á borð við Sunday Times og Folk Radio UK valdi þetta plötu mánaðarins. Tónleikarnir fóru úr 150 í fjóra Árið áður en Arabella fæddist spiluðu Hafdís Huld og Alisdair á yfir 150 tónleikum, ári síðar voru þeir tónleikar fernir. „Ég komst einfaldlega ekki að heiman og við brugðum á það ráð að halda tónleika í gegnum internetið héðan af heimilinu. Það var fjölskyldan sem skiptist á að sinna Ara- bellu á meðan á tónleikunum stóð og þegar hún lét í sér heyra var farið með hana út fyrir og svo aftur inn – og út – til skiptis. Þetta verða sögurnar manns í framtíðinni en mér fannst þetta vissulega ekkert fyndið þá, með bauga niður á hné og aftur greind með áfallastreitu. Þetta var algjör ofkeyrsla and- lega og líkamlega.“ Þessi umskipti á lífinu kölluðu á að fresta þurfti fjórðu plötunni en nú hefur Arabella notið góðrar heilsu í hálft ár og platan er væntanleg á markað í haust. „Ég man að ég talaði við umboðsmanninn minn og var þá að aflýsa Glastonbury og Big Chill og sagði að allt það skipti engu máli í samanburði við það sem ég var að díla við. Ég vissi ekki einu sinni hvað var að hrjá barnið og við óttuðumst það versta.“ Hafdís Huld segir það hafa verið létti lífsins þegar loksins fannst út hvað hrjáði Arabellu. Hún er með meðfædda tauga- röskun sem veldur ofurnæmni. Arabella upplifir allt áreiti í umhverfinu margfalt; birtu, hávaða, hita og kulda til að mynda. Það er afar erfitt að greina slíkt þegar börn eru lítil og þar að auki er þetta afar sjald- gæft. Inni á spítalanum veinaði Arabella því enn meira en heima því þar eru ljósin svo skær. „Ég man líka eftir umræðum í Frétta- blaðinu um plötuumslög á þessum tíma þar sem bestu og verstu plötu- umslög ársins voru valin, þar á meðal mitt, og það var eiginlega skelfilegt að lesa það sem fólk leyfði sér að segja,“ um óvægnar athugasemdir sem birtust hérlendis eftir að önnur sólóplata hennar kom út í Bretlandi. Morgunblaðið/Eggert * Skólinn varð upphaf að nýrri og bættrisjálfmynd minni. Ég var kannski ekki svonaglötuð eftir allt saman. Það tók mig dálítinn tíma að vinna úr kvíða og áfallastreituröskun eftir GusGus. Þegar maður er svona ungur og margir á móti einum upplifirðu þetta eins og einelti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.