Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Síða 43
17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
„Við kunnum að lifa með þessu í dag. Sem
betur fer erum við Alisdair afslöppuð að
upplagi og heimilið rólegt. Við búum langt
frá þjóðveginum og umhverfið er eins og
best verður á kosið fyrir hana. Hún er á
Waldorf-leikskóla í jafnrólegu umhverfi og
hér heima þar sem öll leikföng eru úr nátt-
úrulegum efnum, lífrænn matur og ekkert
óþarfa áreiti. Ég held stundum að okkur hafi
verið plantað hingað í sveitina áður en Ara-
bella kom í heiminn því London hefði ekki
alveg verið málið fyrir okkur fjölskylduna
undanfarin ár.“
Semur mikið fyrir aðra í Bretlandi
Það er þó ljóst að aðlaga þarf tónlistarfer-
ilinn að því að Arabellu líði sem best og tón-
leikaferðalög og útihátíðir eru ekki á dag-
skrá strax. En væri ekki auðveldara upp á
ferilinn að búa úti?
„Jú, spurðu bara umboðsmanninn minn!
Líka af því að ég menntaði mig úti og allt
mitt tengslanet er þar. Ég er enn svolítill út-
lendingur hérna eftir að hafa búið svona
lengi úti. En lífið fer með mann í áttir sem
maður sér ekki alltaf fyrir. Tónlistin er mér
mikilvæg en hún er samt sem áður vinnan
mín og þetta er lífið mitt.“
Er ekki sjaldgæft þegar tónlistarmenn
ganga í gegnum tíma þar sem þeir eiga erf-
itt með að sinna tónlist sinni að þeir nái að
halda samningi sínum ytra?
„Jú, líklega, en ég passaði mig að reyna að
semja fyrir aðra þegar ég gat. Þegar Ara-
bella átti góða klukkutíma gerði ég það og
hélt þannig höfundarréttarsamningi mínum
við Bucks Music Publishing. Slíkir samn-
ingar snúast um fyrirframgreiðslur fyrir tón-
listina sem þú semur.“ Þess má geta að mað-
urinn sem hálf heimsbyggðin syrgir, David
Bowie, var með sinn höfundarréttarsamning
á sama stað og Hafdís Huld.
„Ef maður semur ekki neitt endurnýja þeir
ekki samninginn við þig. Til að halda slíkum
samningi dugar oft að semja fyrir sjálfan sig
en þar sem ég var ekki að gera það að ráði
hjálpaði það mikið að semja lög fyrir aðra.
Meðal verkefna sem ég hef unnið fyrir Bucks
er útsetning og flutningur á titillagi jóla-
myndar BBC með Stephen Fry í aðalhlut-
verki, tónlist fyrir alþjóðlegar sjónvarps-
auglýsingar og popplög fyrir aðra listamenn.“
Fer hægt og rólega að betri heilsu
Hafdís Huld hefur, eftir að hún flutti heim,
gefið út tvær barnaplötur. Vögguvísur var sú
fyrri sem hún gerði á meðgöngu sinni og
kom út rétt áður en Arabella fæddist og
Barnavísur kom út fyrir síðustu jól. Arabellu
fannst foreldrar sínir að sjálfsögðu loksins
vera farin að gera eitthvað af viti þegar þau
fóru að syngja um lonníetturnar sem þú lést
á nefið.
Hafdís Huld er að vinna að því að ná
heilsu en segir það hálfskrítið að hafa allt í
einu tíma fyrir sjálfa sig og vinnuna eftir að
Arabella byrjaði á leikskóla í haust.
„Ég hef þurft að byrja þetta rólega þar
sem þrekið er lítið. Ég fór í létta leikfimi í
sundi á Reykjalundi þar sem ég verð fljótt
þreytt. Það eru mikil viðbrigði eftir að hafa
alltaf verið algjör orkubolti.
Ég er svo að sanka að mér sögum fyrir
næstu plötu og það gerist alls staðar. Ég
eignaðist til dæmis góðan vin í leikfiminni,
hann er líkleganær afa mínum í aldri en mér,
en hann sagði mér forvitnilega sögu af sér á
sínum yngri árum. Við vorum rétt svo að lyfta
höndunum og hreyfa þær rólega í hringi með-
an sögustundin var,“ segir Hafdís og hlær.
„Þegar hann sagði mér undan og ofan af
sínu lífi fór lag að hljóma í hausnum á mér
og ætli lagið verði ekki á næstu plötu. Svona
hefur tónlistin mín alltaf þróast – fyrst koma
sögurnar. Svo lögin. Og það er yfirleitt fólk í
kringum mig sem segir mér sögur sem rúlla
þessu öllu af stað.“
Við erum búin að fara yfir víðan völl og
lífshlaup Hafdísar Huldar er talsvert ólíkt
því sem blaðamaður hafði ímyndað sér þeg-
ar hann arkaði snjóinn upp að bleika húsinu
hennar Við Suðurá í Mosfellssveit. Reyndar
þurfti að leggja bílnum aðeins frá húsinu
þar sem það var ófært síðasta spölinn en
svo tók við sveitin, með hænum í garðinum,
hundi og nokkurra vikna gömlum kettlingi.
En eftir að hafa verið 20 ár í bransanum
mátti búast við að Hafdís Huld hefði frá
nægu að segja.
Hafdís hefur lítið talað um hvernig við-
brögð hún fékk þegar hún steig fram í Kast-
ljósinu og sagði frá neteineltinu.
„Ég upplifði stuðning og fékk skilaboð
sem mér þótti ákaflega vænt um frá fullt af
fólki sem ég þekkti ekki neitt og þá líka
fólki sem hafði upplifað eitthvað svipað. Ég
viðurkenni samt að ég var skíthrædd við að
gera þetta, ég vildi bara leita til lögregl-
unnar og svo búið. Ég hálfpartinn treysti
mér ekki í svona hringiðu og vildi ekki fara
í viðtal þar sem fólk héldi jafnvel að ég
væri að plögga plötuna mína eða eitthvað
álíka. En þegar það fóru að koma við-
urkenningar frá Stígamótum og UN Wo-
men handa konunni sem hafði átt upptökin
að þessu öllu var réttlætiskennd minni mis-
boðið, mér fannst að þetta yrði að vera uppi
á borði.“
Dolly Parton aðdáandi
Hafdísar Huldar
Ef þú gætir sagt eitthvað við þitt yngra sjálf
– þegar þú varst að hefja feril þinn – hvað
myndirðu segja?
„Ég myndi hvetja mig til að velja mín eig-
in leið fyrr. Og að láta ekki hvernig öllu lauk
með GusGus hafa svona mikil áhrif á mig og
skemma fyrir mér í mörg ár. Það leið of
langur tími þar til ég fékk kjarkinn til þess
að gera mína eigin tónlist. Draugarnir voru
þarna enn til staðar þegar ég byrjaði í nám-
inu. Þrátt fyrir að ég hefði gert helling af
hlutum á þessum fyrstu árum ytra.“
Blaðamaður rekur augun í mynd af Dolly
Parton uppi á vegg hjá Hafdísi Huld á leið-
inni út. Hún er árituð af söngkonunni til
Hafdísar. Hafdís segist alltaf hafa dáðst að
frú Parton.
„Hún er frábær lagahöfundur, algjörlega
alltaf í þessu á eigin forsendum og lætur
ekki tal um útlit sitt hafa áhrif. Ég átti að
spila á sömu hátíð og hún í Texas fyrir
nokkrum árum en Dolly Parton var þá veik
og komst ekki. Uppi á sviði sagði ég að ég
tryði þessu ekki, ég hafði hlakkað svo til að
syngja á sama sviði og hún. Einhver í áhorf-
endaskaranum tók þetta upp og sendi um-
boðsmanneskju söngkonunnar.
Þegar Hafdís Huld var komin aftur heim í
Mosfellsdalinn nokkrum vikun seinna fékk
hún stórt brúnt umslag í pósti og með fylgdi
bréf sem á stóð:
„Hæ, Hafdís. Ég er umboðsmaður Dolly
Parton og hún bað mig að segja þér að hún
veit alveg hver þú ert og veit að þú hefur
vitnað í hana í viðtölum. Hún fílar tónlistina
þína og óskar þér alls hins besta.“
Á myndinni stendur: Good luck, Hafdís.“
Höfum það lokaorðin.
Hafdís Huld á Hulstfred festival í Svíþjóð. Árið áður en hún eignaðist Arabellu spilaði hún á 150 tónleikum en
ári síðar voru þeir fernir og Hafdís gat lítið sinnt tónleikahaldi í 2 og ½ ár.
Í New York borg árið 2011 þegar Hafdís Huld var að kynna Synchronised Swimmers.Hafdís Huld í live upptöku fyrir bandarísku stöðina KEXP á Airwaves.
Hafdís Huld við tökur á auglýsingu á Spáni fyrir Mercedes Benz en hún var beðin um að lita ljóst
sitt nær hvítt fyrir tökuna. Söngkonan var mynduð fyrir plötuumslag annarrar breiðskífu sinnar
stuttu seinna og héldu margir að hún hefði farið í útpældar útlitsbreytingar fyrir plötuna.
GusGus vakti fljótt athygli erlendis og
birtist á forsíðum nokkurra tímarita.