Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Blaðsíða 47
Ég dáist að sjálfsögðu að tónlist hansenda þótt ég sé ekki nógu mikill sér-fræðingur til að leggja mat á gæðihennar. Skilaboð hans til minnar kyn-
slóðar, sem fæddist skömmu eftir lok seinna
stríðs, voru á hinn bóginn mjög mikilvæg. Þau
voru einföld: Verið nógu sterk til að vera þið
sjálf. Það voru skýr skilaboð sem skiptu
sköpum fyrir mína kynslóð.“
Þessi orð koma líklega úr óvæntri átt en
það er til marks um samfélagsleg áhrif Dav-
ids Bowies að fyrsta spurningin sem Arsène
Wenger, knattspyrnustjóri enska úrvals-
deildarfélagsins Arsenal, fékk á blaða-
mannafundi í vikunni var um söngv-
arann sáluga. Allir þekktu Bowie,
allir höfðu skoðun á honum og
svo virðist sem allir hafi borið
virðingu fyrir honum, burtséð
frá því hvort þeir „fíluðu“ tón-
sköpun hans eður ei.
Bowie lést sem kunnugt er
um liðna helgi, nýorðinn 69
ára, eftir glímu við krabba-
mein. Hann sló alla tíð skjald-
borg um einkalíf sitt og hafði
tekist að fela veikindi sín vel
fyrir umheiminum. Þess vegna
kom fráfall hans flestum í opna
skjöldu en aðeins tveimur dög-
um áður, á 69 ára afmælinu, hafði
Bowie sent frá sér svanasönginn, Blackstar.
Reyndist það réttnefndur óður til dauðans.
Utan alfaraleiðar
Bowie hélt tónleika á Íslandi fyrir tveimur áratug-
um. Af því tilefni ræddi Sindri Freysson, blaða-
maður Morgunblaðsins, við hann. Fróðlegt er að
grípa niður í vangaveltur söngvarans um listina.
„Ég býst við að af þeim sökum semji ég tónlist
og máli, því ef ég væri meiri völundur með orð
gæti ég sett hugðarefni mín fram á bókmennta-
lega vísu með meiri skýrleika en ella. En þetta
snýst meira um samsetningu og tilfinningu og þau
svið tilveru okkar sem valda óróleika vekja ein-
lægan áhuga minn. Þetta tengist hugmyndinni um
hið einsleita, meðalveginn, því þegar alþýðumenn-
ingin nær inn á miðjuna missi ég áhugann á henni,
hún verður bragðlítil, auðmelt og svo aðgengileg
að allt það sem var hnýsilegt í henni gufar upp.
Til að eitthvað sé móttækilegt fyrir fjöldann
verður að dauðhreinsa það svo aðeins léttvægu
eðlisþættirnir sitji eftir.
Maður sér hins vegar það sem er í aðsigi utan
alfaraleiðar, því menning okkar hefur tilhneigingu
til að byggjast upp á því sem þrífst utan garðs.
Og ef maður hristir saman nokkrar eigindir sem
svo er háttað um, er hægt að öðlast ágæta mynd
af því sem djarfar fyrir í framtíð okkar. Óhjá-
kvæmilega gengur þetta þannig fyrir sig að hlut-
irnir, eða hvaða athöfn sem vera skal á útjaðr-
inum, stefnir alltaf að miðju.
Hversu öfuguggalegir eða furðulegir sem þeir
virðast á þeim tíma, verður búið að gerilsneyða
þá um það leyti sem þeir ná miðju. Fyrirbærin
fara einfaldlega í gegnum einhvers konar hreinsi-
ferli eða sigti á leiðinni þangað, en inntak fram-
tíðar okkar er í meginatriðum á röngunni.
Allar rannsóknir mínar, hvort sem er í lífinu
eða listum, og smekkur minn á myndlist, bók-
menntum og tónlist, hallast þannig að því sem
þræðir fáfarna stigu. Ég er náungi af því tagi sem
kaupir nýju Scott Walker-plötuna meðan allir
hinir biðja um Elastica.“
Bowie bregður á leik í ræðu sem hann hélt í Berklee-háskólanum
í Boston 1999. Hann ræddi þar um vináttu sína við John Lennon.
Reuters
AFP
Bowie dularfullur og sultuslakur á tónleikum í La Courneuve sumarið 1987.
AFP
Hópur aðdáenda hefur í vikunni lagt leið sína á Haupt-
strasse 155 í Berlín, þar sem Bowie var um tíma til húsa,
til að votta goðinu virðingu sína.
AFP
Fólk kemur saman til að dást að veggmynd af Bowie eftir ástralska götulistamanninn
James Cochran, eða Jimmy C, í Brixton-hverfinu í suðurhluta Lundúnaborgar.
AFP
Bowie í Laugardalshöllinni 20. júní 1996. Honum var fagnað vel
og lengi af íslenskum aðdáendum sínum.
Morgunblaðið/Golli
Aðdáendur Bowies voru snöggir að bregðast við og strax á mánudaginn voru
komin blóm, kerti og ljósmyndir fyrir utan íbúð þeirra hjóna í New York
AFP
Reuters
Maður margra andlita. Forsíður bresku blaðanna voru að vonum
helgaðar Bowie daginn eftir að tilkynnt var um andlát hans.
17.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47