Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Side 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2016, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2016 Bækur S káldsagan Þegar kóngur kom eftir Helga Ingólfsson vakti mikla at- hygli á sínum tíma og hlaut meðal annars verðlaun sem besta ís- lenska glæpasagan árið 2010, en bókin lýsir glæp sem framinn er um það leyti sem Kristján IX. Danakonungur heim- sækir Ísland. Frá þeim tíma hefur Helgi skrifað ýmislegar bækur en snýr nú aftur á svipaðar slóðir í skáldsögunni Þegar Gestur fór sem gerist fimmtán árum síðar en Þegar kóngur kom. Sumum sömu persónum bregð- ur fyrir, en nú er Gestur Pálsson í aðal- hlutverki. Við lestur á Þegar Gestur fór blasir við hve Helgi hefur lagt mikla vinnu í að end- urskapa íslenskan veruleika undir lok nítjándu aldar, að draga upp mynd af bæj- arlífinu í Reykjavík, fólkinu sem þar var á ferli, því sem var efst á baugi og því sem menn ræddu á förnum vegi og undir fjögur augu og ekki bara með lýsingum heldur líka með krassandi orðfæri. Helgi tekur undir það að orðfæri í bókinni sé skrautlegt, en leggur áherslu á að það sé frá þessum tíma, „en ég nota í raun engin orð sem sem ég finn ekki í bók eða í bréfi frá Hafnarstúdentum eða úr sendibréfum hér innanlands eftir atvikum. Orðfærið er ekki alltaf mitt eða mitt tildur heldur er það komið úr samtímanum þó það hafi verið svo- lítið uppskrúfað þá“. Það gefur augaleið að mikil vinna hefur farið í heimildasöfnun og rannsóknir og Helgi segir að tvö sumur hafi farið í verkið, enda séu ritstörf hans aðallega sumarvinna. „Ég rannsakaði hvar menn bjuggu, hvað menn voru og hvar menn hefðu mögulega getað hist. Sem dæmi þá fletti ég upp í sókn- armannalýsingum í Reykjavík, en þar koma fram heimilisföng manna. Ég vissi til dæmis að Gestur hafði búið niðri í Kirkjustræti, en þegar ég fletti því upp sá ég að það átti ekki við um þessi ár þannig að ég þurfti að elta alls konar smáatriði um búsetu manna. Vinnan fólst þó fyrst og fremst í því að lesa og lesa. Á einhverju stigi vinnunnar reyndi ég að búa til einhvers konar heim- ildaskrá yfir það hvað ég hafði notað og þetta var óendanlegur fjöldi; ég held að ég hafi lesið nánast allar ævisögur þessara frægu karla. Þannig las ég allt eftir Benedikt Gröndal, allt eftir Matthías Jochumsson sem ég komst í og ævisögu líka, allt eftir og um Steingrím Thorsteinsson og Gest Pálsson og ýmsa aðra. Síðan notaði ég dagblöð frá þess- um tíma mjög mikið, lá yfir Ísafold og Þjóð- ólfi og Fjallkonunni og meira að segja því lítt þekkta riti Good-Templar sem kemur við sögu í bókinni. Það verður líka dálítið áber- andi því þeir tveir menn sem tengjast því ná- ið, Gestur Pálsson annars vegar og Jón Ólafsson hins vegar, voru báðir það sem kalla má örlagabyttur og þeir eru alltaf að reyna að reisa sjálfa sig við.“ Gestur Pálsson er í aðalhlutverki í bókinni og var mjög vinsæll á þeim tíma sem hún gerist að sögn Helga, „hann var að vissu leyti fyrsta poppstjarna Íslands, naut mikilla vinsælda og hélt upplestra fyrir fullu húsi“. – Svo hefur hann verið kallaður hálslengsti maður Íslandssögunnar. „Já, það er kannski þess vegna sem hann safnaði þessu yfirskeggi sem sjá má á mynd- inni á kápu bókarinnar, það er mjög breitt og áberandi, hann minnir á Ben Turpin sem var gamanleikari í upphafi tuttugustu aldar. Kannski var það til að draga athyglina frá hálslengdinni,“ segir Helgi og hlær. – Hvað var það sem heillaði þig við Gest Pálsson. „Það er kannski fyrst og fremst það að mér hefur þótt Gestur hafa verið dálítið ut- angarðs í íslenskum bókmenntum. Ég er ekki að segja að hann hafi verið stór höf- undur en hann er áhrifamikill í sínum sam- tíma og mjög frægur en svo eignast hann aldrei eiginkonu og börn og því enginn ætt- bogi frá honum kominn þannig að ég er að vissu leyti að heiðra minningu Gests Páls- sonar – það gerir það enginn annar.“ SKÁLDSÖGULEGUR GLÆPUR Gestur, Jón og glæpurinn Helgi Ingólfsson segist vera að heiðra minningu Gests Pálssonar að vissu leyti í skáldsögunni Þegar Gestur fór. Morgunblaðið/Eggert SKÁLDSAGAN ÞEGAR GESTUR FÓR EFTIR HELGA INGÓLFSSON GERIST UNDIR LOK NÍTJÁNDU ALDAR OG Í HENNI BREGÐUR FYRIR MÖRGUM HELSTU FYRIR- OG MENNTA- MÖNNUM LANDSINS Á ÞEIM TÍMA Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Á einhverju stigivinnunnar reyndi égað búa til einhvers konar heimildaskrá yfir það hvað ég hafði notað og þetta var óendanlegur fjöldi H éðinn Finnsson er umsvifa- mikill í bókaútgáfu þó útgáfan fari kannski ekki ýkja hátt, en á síðasta ári gaf forlag sem hann stýrir út þrjár bækur, Ljótur á tánum, Hettumáfur lærir á litina og Um þúfur, og stefnir að því að gefa út þrjár til viðbótar á þessu ári. Héðinn er menntaður myndlistarmaður og hann hefur unnið myndskreytingar fyrir ýmsa og gerði þannig umslög á Úslands plöturöð- inni, tólf umslög alls. Hann fæst einnig við tónlist og nafnið Íbbagoggur varð einmitt til þegar Héðinn var að fást við tónlist, óhljóða- og bardúnstónlist. „Eins og svo margir í þeirri gerð tónlistar þá ákvað ég að búa mér til listamannsnafn og notaði þetta af einhverri ástæðu. Þegar ég byrjaði svo að gera þessar bækur fannst mér fínt að halda nafninu, enda er það skrýtið ef tónlistarmenn geta valið sér listamannsnöfn, en ekki myndlistarmenn,“ segir Héðinn. Út- gefandi á bókunum er forlagið Rasspotín, sem Héðinn segist hafa stofnað með félögun sínum og rak við fjórða mann framan af, en síðan urðu þeir þrír. „Fyrsta bókin kom út 2012, hét Eðlunar, svo komu Myrkur, Klofvega, Þögnin á eftir, Tvær ólíkar sögur, Undir breðanum, Undir breðanum og Ljótur á tánum og svo komu ní- unda og tíunda bókin á síðasta ári. Fyrstu bókina gerðum við fjórir, fjórar myndir á mann, svo kom bók sem var tvær myndir á mann og svo hef ég gert bækurnar einn, nema í Tvær ólíkar sögur vorum við tveir.“ Eins og getið er gaf Rasspotín þrjár bækur út á árinu og þrjár eru væntanlegar á þessu ári. „Næsta bók er örsagnabók eftir Jónas Ólafsson sem heita mun Lífsýni. Ég er að myndskreyta hana núna og hún kemur út í febrúar. Annað verkefni sem heitir Nátt- úrubörn, myndaröð sem ég gef út sem bók, er líka í vinnslu og svo jólabók sem heitir Loðinn á tánum og er framhald á Ljótur á tánum. Héðinn er myndlistarmaður og tónlistar- maður og í Mengi er hægt að kaupa plötuna Kvartett/Onívatni/Orgel sem er líka aðgengi- leg á Bandcamp. Tónlistin hefur þó þurft að sitja á hakanum undanfarið því það er svo mikið að gera í myndlist og bókaútgáfu. „Þeg- ar ég fæ leiða á að teikna þá fer ég í tónlist- ina í stað þess að leggjast í eitthvert volæði.“ BÓKALIST Íbbagoggur ybbir gogg hjá Rasspotín Listamannsnafnið Íbbagoggur varð til þegar Héðinn Finnsson var að fást við tónlist. Morgunblaðið/Eggert BÓKAFORLAGIÐ RASSPOTÍN SENDI FRÁ SÉR ÞRJÁR BÆKUR Á SÍÐASTA ÁRI OG VÆNTANLEGAR ERU ÞRJÁR TIL Á ÞESSU ÁRI. MEÐAL STÝRIMANNA Í ÚT- GÁFUNNI ER MYNDLISTAR- OG TÓNLISTARMAÐURINN HÉÐINN FINNSSON Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.