Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 1
STÆRSTA FRETTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM LftNDSBOKftSftFN SftFNftHÚSINU hverfisbötu !01 REYKJAVi 1 argangur Gleði- lega hátíð Viliurfréttir Sungið fyrir viðskiptavini! Félagar Karlakórs Keflavíkur fjölmenntu í Sparisjóðinn í Keflavík sl. föstudag og sungu þar nokkur jólalög fyrir viðskiptavini undir stjórn Sigvalda Kaldalóns. Ljósm.: hbb Islenskir aðalverktakar: Árni Grétar stjórnarformaður? Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er talið líklegt að Davíð Oddsson, forsætis- ráðiierra skipi Árna Grétar Finnsson, lögfræðing í Hafn- arfirði sem næsta stjóm- arformann Islenskra að- alverktaka sf. Eins og frani kemur í MOLUM í dag höfðu Suðurnesjamenn gert sér vonir um að Suð- urnesjamaður yrði skipaður í stöðu þessa. Auk Árna Grétars verða fulltrúar ríkisins þeir Jón Sveinsson og Ragnar Hall- dórsson. Fulltrúar Sam- einaðra verktaka verða áfram þeir Ingólfur Finnbogason og Haraldur Einarsson. Síð- an átti Sambandið einn full- trúa í gegnum Regin hf„ en nú er það Landsbankinn sem skipar þann fulltrúa. sem talið er að verði Jakob Bjamason. Framkvæmastjórar verða eins og áður Slefán Frið- finnsson og Gunnar Gunn- arsson. RússmHskur til Sandgerðis Tvö rússnesk skip komu unr síöustu helgi með fisk- famia til Sandgerðis til vinnslu. Annars vegar v;ir um að ræða fiutningaskip með um 300 tonn og hinsvegar veiðiskip með um eitt hund- rað tonn. Að sögn heimildarmanna blaðsins hefur að undanfömu verið mikið fratnboð af fiski úr erlendunt veiðiskipum og þá sérstaklega frá Austur- Evrópu. Er m.a. vitað um þriðja skipið sent vildi fá að landa í Sandgerði. Nú reynir á samstöðu Verslum í heimabyggö Verslanir á Suðurnesjum verða opnar til kl. 23:00 á Þorláksmessu og á aðfangadag verða flestar þeirra opnar til kl. 12:00, en nokkrar lengur. Jólaverslunin hefur aukist jafnt og þétt síðustu daga og nær hániarki á morgun, Þorláksmessu. Ekki er annað að heyra á kaupmönnuni en að þeir séu ánægðir með versl- unina fvrir þessi jól, þó svo víðast hvar sé samdráttur frá því í fvrra. Um leið og við á Víkurfréttum óskum ykkur gleðilegrar hátíðar, hvetjum við til þess að fólk sýni samstöðu og versli heima og tryggi þannig atvinnu á Suðurnesjum. Full búð af jóla- fötum og ýmsu í mjúku pakkana afsláttur af öllum vörum - okkar innlegg í „ástandið“ PÓSEIDON Hafnargötu 19 - Keflavík - Sími 12973

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.