Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 2
JOLABLAÐ II
Vikurfréttir
22. desember 1992
Örn Garðarsson, Glóðinni:
Rjúkandi
pizzur
rnmrnrn...
HALLÓ!
GARÐUR OG
SANDGERÐI
Við aukum þjónustuna
og sendum nú pizzur líka
í Garð og Sandgerði.
En einungis á fimmtu-
dögum, föstudögum,
laugardögum
og sunnudögum
á klukkustundarfresti.
Fyrsta sending kl. 18:00.
DÖNSK
LIFRARKÆFA
575 g svínalifur
350 g svínafita
1 st laukur
2 st egg
3 dl mjólk
I st kryddsíldarflak
0,5 tsk græn piparkorn
1 tsk fjórða kryddið
3 st mignottupipar
35 g smjör
2 msk hveiti
200 gr. sýrður rjómi
1.5 cíl kjötsoð
400 gr. fita
AÐFERÐ
Lifur, fita, laukur, síld er hakkað
mjög fínt ú meðan er smjörlíkið brætt
í potti, hveiti blandnað saman við og
mjólkinni, soðið og kælt. Þegar það
er kalt er eggjunum blandað saman
við. Lifrarmaukið er kryddað með
pipar, salti, mignottupipar og fjórða
kryddinu. Blandað varlega síðan
saman við sósuna. Sett í form sem
hefur verið þakið með fínt skorinni
svínafitu eða klæða fornt með deig-
inu.
ELDUN
Með fitu í vatnsbaði við 180 gráðu
hita í 90 mín. með aluminum pappír
yfir, síðan er hann tekinn af á meðan
það er að kólna, settur aftur á áður en
það er sett í kæli.
DEIGIÐ
500 g hveiti
250 g smjörlíki
10 g salt
l3/4dl volgt vatn
Ef það er bakað í dcigi er það sett
beint inní ofn í 20 mín við 200P C
síðan við 150° C í 40-60 mín.
FRAMREIÐSLA
Með rifsberjasultu eða Cumberland
sósu, grófu brauði, súrum agúrkum.
INNBAKAÐUR
LAMB AHRYGGK
ARVÖÐVI í
SALTDEIGI
i éSJ.
P»I*Z»Z*U»H*U»S
Hringbraut 92 - Keflavík - 'S' 11544 - 11545
HRÁEFNI
800 g lamba- eða kindahryggjavöðvi
2 hvítlauksgeirar skornir í strimla
SÓSAN
200 g. grænmeti, sellery, gulrót,
laukur
I I vatn, salt og pipar
2 dl rauðvín (bragðmikið)
4 st saxaðir sjarlottulaukar
1 msk + 50 gr. smjör
1 st nýmulin allspice
I st lárviðarlauf
1/2 msk maisínamjöl + 3 msk vatn
DEIGIÐ
350 g. gróft salt
400 g hveiti
I tsk rósmarin
1 tsk thyme
2 egg aðskilin, hvítur í deigið, rauður
til að pensla með
AÐFERÐ
Er úrbeinaður og fituhreinsaður, fit-
unni er hent en beinin af hryggjar-
vöðvanum, sinar og bein eru höggvin
smátt.
Síðan brúnað í potti í olíu, grænmetið
kryddað með salti og pipar, soðið
rólega í 20 mín. þá eru beinin veidd
uppúr og soðið látið sjóða áfram
niður um helming.
DEIGIÐ
Öllum þurrefnum er blandað saman,
síðan eggjahvitur og volgt vatn smátt
og smátt í einu.
Kjötið er stungið með hvítlauknum.
Deigið er flatt út í 1/2 cm. þykkt.
Kjötinu pakkað inn, penslað vel með
eggjarauðu sem hefur verið hrærð út
í vatni og salti.
Bakað við 200 gr. í 10 mín síðan við
150 gr. í 15-20 mín. Tíminn á eld-
uninni fer eftir hve mikið kjötið á að
vera eldað. Mjög gott er að lofa
kjötinu að standa aðeins í ca. 10 mín.
áður en það er skorið niður. Endinn
er skorinn af og kjötið er dregið út
skorið í þunnar sneiðar.
SÓSAN
Seinustu 10 mínútumar er maisínu-
mjölinu blandað saman við og síðan
er sigtað á meðan er í öðrum potti
brætt smjör, fíntsöxuðum sjar-
lottulaukunum bætt út í létt brúnaðir,
þá er allspice sett út í kraumað að-
eins, síðan rauðvínu. Soðið niður til
helminga þá er soðið sett út í, soðið
í 10 mín þétt 50 gr af smöri út í eftir
það má sósan ekki sjóða.
Framleitt með steiktum kartöflum og
nýsoðnu grænmeti svo sem
spergilkáli. gulrótum o. 11.
JÓLA-
KJÚKLINGA-
BRINGUR
Handa fjórum
Vinnutími 30 mín
Eldun í 30-45 mín
8 st kjúklingabringur
5 sn franskt brauð skorið í teninga
2 st saxaður rauðlaukur
150 gr bráðið smjör
1 stöng saxað sellery
1 msk poultry sesoning
0,5 msk salvía (gróf)
1 st heilt egg
2-3 dl mjólk
salt og pipar úr myllu
SÓSAN
150 gr. sveppir, skornir í fernt
1 msk grænn pipar í legi
1 peli rjómi
1 ds cambels sveppasúpa
3 msk brandy
2 msk grand mamier
1 tsk kjúklinga kraftur
AÐFERÐ
Brauð, laukur sellery, kryddi, egg,
mjólk og smjöri er blandað saman í
skál. Eldfast skál eða fat er smurt
með smjöri. BrauðmixiÖ sett í.
Kjúklingabringunum raðað ofan á,
kryddað með salti og pipar. Steikt í
ofni við 180° c í um 30 mín. Fram-
reitt með steiktum kartöflum og
grænmeti.
Ekki nauðsynlegt. en má setja yfir
sósuna smávegis rifinn ost og baka í
15 mín.
SHERRY
TRIFFLE
Handa se.x
Vinnutími 20-30 min.
3 st heil egg
2 st eggjarauða
5 msk sykur
0,5 1 rjómi
5 bl matarlím
0,25 bl sherry
0,5 bl rifið suðusúkkulaði
1 bk makkarónukökur
0,5 bl sherry
1 bl sveskju eða rabarbarasulta eða
grautur, rjómi til skreytinga.
AÐFERÐ
Rjóminn er svo til stífþeyttur. Egg og
sykur þeytt saman uns það er orðin
þykk froða, svo til hvítt. Matarlím er
lagt í bleyti í kalt vatn í 10 mín.
Makkarónuk. eru muldar gróft í
skálar eða í eina stóra skál. Bleyttar
upp í sherríinu. Sultunni hellt jafnt
yfir. Matarlímið leyst upp í glasi í
vatnsbaði eða örbylgjuofni ásamt
sherryinu. Eggin eru stífþeytt, bland-
að saman við eggin, rjómanum
súkkulaðinu og sherryinu með sleif.
Hrærir síðan varlega matarlíminu
saman við í langri bunu með sleif eða
sleikju.
Smakkað og sherry bætt út í ef þarf,
annars hellt í skálar og látið stífna í
4-6 tíma. Skreytt. Geymist í kæli í 4-
6 daga.
Útgefandi: Víkurfréttir hf. — —■
Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717, 15717. Box 125, 230 Kefiavík. Póstfax nr. 12777.
-Ritstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bflas. 985-25917. Páll Ketilsson, heimas. 13707, bflas. 985- 33717.
-Fréttadeild: Emil Páll Jónsson, Hilmar Bragi Bárðarson og Hulda G. Geirsdóttir. -Auglýsingadeild: Páll Ketilsson.
-íþróttir: Hulda G. Geirsdóttir. -Prófarkalestur: Garðar Vilhjálmsson -Upplag: 6200 eintök sem dreift er ókeypis um öll
Suðurnes. - Aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóðritun,
notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Umbrot, filmuvinna og prentun: GRAGAS hf.