Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 9
a, JÓLABLAÐ II • Skátar framan við skátahúsið í Njarðvík mcð bílaflotann og bát. Hjálparsveit skáta Njarövík: Flugeldasala framundan Þá fer 24. starfsári Hjálp- arsveitar skáta í Njarðvík senn að ljúka. A líðandi ári hefur H.S.N. tekið þátt í ýntsum störfum í þágu Suðurnesja- manna. Má þar nefna útkall vegna óveðurs í byrjun ársins, leit að týndum manni í Sand- gerði og leit vegna týndrar flugvélar á síðastliðnu sumri. Nokkur útköll frá almanna- vömum á Suðumesjum vegna flugvéla í vandræðum, stórum sem smáum í aðflugi að Kefla- víkurflugvelli. Hér er stiklað á stóru í útköllum H.S.N. á líðandi ári. Hjálparsveitin hefur tekið þátt í skipulögðum sem og ó- skipulögðum æfingum um land allt í þeim tilgangi að þjálfa og gefa meðlimum reynslu áður en til alvörunnar kentur. Suður- landsskjálfti hefur verið nefndur í gegnum árin, í því sambandi er ekki spurt hvort af honum verði, heldur hvenær.. Félagslífið í H.S.N. er bæði gott og mikið, um 40 meðlimir eru á útkallslista og við þann lista bætast 30 eldri félagar. En á þessu ári var stofnað félag eldri félaga í H.S.N. Hjálparsveitin tók formlega í notkun björgunarbátinn Njörð á árinu. Fyrirhugað er að reisa bátaskýli við höfnina í Njarðvík í þeim tilgangi að báturinn verði sjósettur á sem skemmstum tíma ef til útkalls kemur. Flugeldasalan er aðal- fjáröflun Hjálparsveitanna. H.S.N. hefur mikla reynslu í sölu flugelda. Við höfum kapp- kostað að hafa vandaða vöru á boðstólum svo og reynda sölu- menn. Að gefnu tilefni viljum við í Hjálparsveit Skáta Njarð vík taka það fram að í ár verður ekki samstarf við Björg- unarsveitina Stakk í Keflavík, þó að samstarfið sé gott á öðrunt sviðum. Sölustaðir Hjálparsveitar- innar verða tveir í ár: Söluskúr á Samkaupssvæðinu, (þar sem Krossinn var) í söluskúr við Fíabúð og í Hjálparsveitar- húsinu að Holtsgötu 51. Að lokum viljum við senda öllum velunnurum Hjálpar- sveitarSkáta Njarðvík bestu jóla og nýársóskir um leið og við hvetjum alla til að fara varlega með flugeldana. Stefán Ólafsson Formaður H.S.N. Jólagjafir sem marga dreymir um AMERISKU baðmottusettin 1 og handklæði í sömu litum. 'jI Nytsöm jólagjöf. Glæsileg SATÍN sængurverasett. ' Mjög gott úrval af bómullarsettum frá kr. 1090,- SATÍN náttserkir, náttföt og sloppar. Jólagjöfín hennar Jóladúkar í úrvali DraumaLana HAFNARGOTU 23 - SIMI 13855 • Sigurður Valur Asbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði og Sverrir Hermannsson, bankastjóri I.andsbanka íslands, undirrita sam- komulagið. Ljósm.: hbb Sandgerðisbær: Samkomulag við Landsbanka Sandgerðisbær og Landsbanki Islands hafa gert með sér sam- komulag unt fjármögnun vegna byggingar 10 íbúða fyrir aldraða í Sandgerði ásamt þjónustukjama. Samkomulagið var undin itað 16. desembersl. Sandgerðisbærhefur þegar samið við Húsanes hf. um allar framkvæmdir, eins og ný- verið var greint frá hér í blaðinu. Samningur þessi er að mörgu leyti hliðstæður samningum þeim sem Landsbankinn hefur gert við ýmis hagsmunasamtök vegna bygginga íbúða fyrir aldraða í Reykjavtk og á Akureyri. Svenir Hermannson, bankastjóri Lands- banka íslands. gat þess að þarna væri um það umfangsmikinn samning að ræða að fjármagn til verksins yrði að koma frá höf- uðstöðvum bankans í Reykjavík. Sigurður Valur Ásbjamarson, bæjarstjóri í Sandgerði sagði: „Að það væri hverju bæjarfélagi kappsmál að tryggja öldruðum íbúum þjónustu á efri árum og samningur þessi væri stór á- fangi í þessa átt“. Heildarkostnaður við íbúðirnar tíu er á núverandi verðlagi 106,5 núlljónir króna, en íbúðimar verða auglýstar formlega til sölu síðar í þessum mánuði. Heilsu- gæslustöð Suðurnesja hefur þegar fest kaup á einni íbúð. Ibúðimar eru afhentar fullfrágengnar að öllu leyti, ásamt sameign inni sem úti og fullfrágenginni lóð. Gert er ráð fyrir að afhending verði 15. desember 1993. Það er Utibú Landsbankans í Sandgerði sem mun annast fram- kvæmd samningsins, en í því felst að annast faglegt og hlutlægt mat á greiðslugetu kaupenda og veita kaupendum ráðgjöf um hvemig hagkvæmt sé að standa að eigna- tilfærslu. Samningana und- irrituðu Sigurður Valur Ás- bjamarson. bæjarstjóri fyrir Sandgerðisbæ og Sverrir Her- mannsson fyrir Landsbanka Is- lands. Gleðileg jól \í kurfréttir VERSLUM HEIMR tryggjum atvinnu A T,~z. r > , , . Suðurnesjum! Vl KUTxTC LLlT JÓLASVEINA- SKEIÐIN eftir Eggert Guðmundsson - Gluggagægir og Stekkjastaur. kr. 3.900,- JolagjafLr i urvali • Dömuúr, herraúr, skólaúr, veggklukkur, skrautklukkur, eld- húsklukkur og vekjaraklukkur. • Gjafavörur úr kristal, sér- smíðaðir silfurskartgripir, skart- gripakassar. • Demantshringir í úrvali. Demantsskartgripir og herraskartgripir. skartgripa- & gjafavöruverslun Hafnargötu 61 - Sími 11011

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.