Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ II Víkurfréttir 22. desember 1992 „Yndislegar minningar" -segir fegurðardrottning Suðurnesja um árið sem er að líða. • Fegurðardrottning Suðurnesja í „t'ullum skrúða“. Ljósm: Myndarfólk Nú er leitin að nýrri feg- uröardrottningu Suðurnesja hafin. Viðburðarríku ári er að ljúka hjá núverandi feg- urðardrottningu, Elínrósu Lín- dal, og af því tilefni ákváðum við að hitta hana að máli og spyrja hana aðeins út í keppnina og því sem henni fylgdi. Við spyrjum Elínrósu fyrst hvernig árið hefur verið. „Ef ég á að vera hreinskilin þá bjóst ég við að ég myndi liafa miklu meira að gera. Eg er ekki búin að hafa mjög mikið að gera árið sjálft, en auðvitað hefur maðurgert meira en væri maður ekki með þennan titil. Samt finnst mér hann ekki hafa verið notaður nógu vel, ég hef líka heyrt þetta frá stelpum sem hafa verið í keppninni áður. Krýn- ingarkvöldið sjálft var mjög yndislegt og minningarnar eru náttúrulega á sínum stað.“ -Þannig að þetta var kannski ekki eins annasamt og þú áttir von á? „Nei, alls ekki. En samt, þetta gefur manni mjög mörg tæki- færi. Maður lærði að ganga og koma fram og maður hefur fengið að vera með í tísku- sýningum sem kemur auðvitað til af þessari reynslu sem maður fékk þama.“ -Hvað varð til þess að þú tókst þátt í þessari keppni? „Eg var, eins og svo margir aðrir eru sem hafa ekki mjög mikið vit á þessum keppnum, frekar neikvæð gagnvart þessu. Eg hafði ekki kynnt mér þessa hluti. Eg hugsaði bara með mér „fegurð", ég hafði mjög á- kveðnar skoðanir um hvað feg- urð væri, fegurð er nokkuð sem kemur innan frá. Ef manneskja er greind þá er hún falleg á sinn hátt, og það hafa allir vissa feg- urð til að bera. Hún kemur öll innan frá og mér fannst ekkert hægt að dæma um þetta. Svo var hringt í mig og ég spurð hvort ég vildi taka þátt. Hún sagði mér frá öllu sem að manni býðst við að taka þátt í svona keppni. Þú færð líkamsþjálfun í tvo mán- uði, þú lærir að ganga og koma fram. Það er gert svo mikið fyrir þig, og það er það sem heillaði mig. Eg var bara í skóla og hafði Sýslumaðurinn í Keflavík GREIÐSLUASKORUN SÝSLUMAÐURINN í KEFLAVÍK skorar hér með á gjaldendur sem ekki hafa staðið skil á skipulagsgjaldi, álögðu 1992 og fyrr, að greiða það nú þegar og ekki síðan en innan 15 daga frá dag- setningu áskorunar þessarar. Jafnframt er skorað á gjaldendur að gera skil á virðisaukaskatti fyrir 32. tímabil 1992 með eindaga 5. okt. 1992 og 40. tímabil 1992 með eindaga 5. desember 1992. Tryggingagjald fyrir júlí, ágúst, september, október og nóvember með eindaga 15. ágúst, 15. september, 15. október, 15. nóvember og 15. desember 1992. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftir- stöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, 15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar. Keflavík, 18. desember 1992 SÝSLUMAÐURINN í KEFLAVÍK • Elínrós Líndal fékk „NÝTT ÚTLIT“ hjá Kristínu Couch í Nýtt útlit/Gloríu. Ljósm: Nýmynd ekkert efni á því að gera alla hluti sem ég vildi gera. Þarna bauðst mér tækifæri og þær stelpur sem fara í þessa keppni, fara allar til þess að vinna. Þetta er bara eins og að sækja um vinnu. En þettaermjög gefandi, að taka þátt í svona, þetta er keppni með tilgang. Þþú ferð héma í undankeppni, svo ferðu í Islandskeppnina og þá er þetta orðin alveg rosaleg harka. Þarna eru manneskjur sem fara með því hugarfari að þær séu að sækja um vinnu, vegna þess að ef þú kemst áfram eitthvað er- lendis þá ertu í heilt ár í vinnu við að safna peningum fyrir börn, sem er náttúrulega mjög góður málstaður." -Þannig að þú hcfur séð markmið með þessu? „Fyrst voru það hlutirnir sem voru í boði, að læra að koma fram, ganga og komast í topp- form. Eg æfði ballett í tíu ár, en ég hef aldrei komist í eins gott form eins og þama. Þetta heill- aði fyrst, en svo komst maður að því að þetta er mikil keppni." -Hvernig var keppnisandinn í keppninni hér? „Andinn hér í Keflavík var miklu persónulegri lieldur en í Reykjavík. Og það held ég að sé gott fyrir mann áður en maður heldur í keppnina í Reykjavík. Þama eignaðist rnaður átta yndislegar vinkonur, allt var svo náið. þarna gat maður fengið stuðning frá öðrum. Anna Lea og Agústa voru ó- gleymanlegar, maður gat sagt þeim allt og þær voru svo góðar við mann. En auðvitað varðstu að standa fyrir þínu. Þegar í Reykjavík var komið var þetta rosalegt. Eg gæti líkt þessu við ballettinn, það voru allir að troða sér fram og allir ætluðu að komast áfram, þá er miklu ineiri alvara, enda fékk ég algert áfall. En samt gott fyrir mann, þetta var lífsreynsla út af fyrir sig. Þetta var mjög ópersónulegt, og það hjálpaði mann enginn, en allir sem unnu að keppninni sjálfri stóðu sig mjög vel.“ -Nú er niikill áhugi fvrir svona keppnum hér á Suð- urnesjum, fannstu fvrir því að fólk væri að liorfa á þig úti á götu eða koma að máli við þig? „Jú, ég tók sérstaklega eftir litlu krökkunum. Þau vom að koma og tala við mann og fannst þetta svo æðislegt. Þau gáfu manni mikla athygli. Auðvitað er þetta lítill bær og allir fylgjast vel með öllum, og ég fór ekkert út í búð ógreiddur og ógeðslegur því fólk var að fylgjast vel með manni. Hins vegar áður en ég fór í keppnina voru mjög margir neikvæðir. Auðvitað hefur maður alltaf vissar skoðanir á öllum hlutum, en mér finnst að fólk eigi að kynna sér hlutina fyrst. Fegurðin að utan er kannski 20 prósent, per- sónuleikinn 30 prósent og svo hvernig þú kemur fram. Þetta er ekkert bara einn hlutur. Feg- urðardrottning þarf númer eitt, tvö og þrjú að hafa fallegan persónuleika. Það er fegurð. Ég hef breyst mjög mikið frá því að ég tók þátt í þessu, en ég tel ekki að það hufi verið til hins verra. Ég tel að allt sem maður upplifir í lífinu móti mann sem ein- stakling. Ég hef ekki ofmetnast eða neitt svoleiðis, en ég tel að fegurðardrottningar verði að hafa mjög sterkan persónuleika, vera ákveðin og vita hvað hún vill. Þær sem taka þátt í svona keppni verða að ætla sér að komast langt, það er eina leiðin, ekki bara vera með, heldur ætla sér alveg á toppinn." -Þú mælir semsagt með þátt- töku í svona keppnum? „Já, sérstaklega fyrir þær stúlkur sem hafa áhuga á sýn- ingastörfum og öðru slíku. Þetta gerir engum nema gott, þú kemst í toppform og það er mjög margt jákvætt við þetta, en þetta á kannski ekki við alla.“ -Sérðu fyrir þér einhverjar stúlkur sem konia til greina í keppnina? „Já, fullt. Alveg fullt af stelpum. Sérstaklega ungum stelpum sem geta farið í þetta eftir tvö, þrjú, ár. Svo það er björt framtíð í þessu!“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.