Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 11
11
JOLABLAÐ II
VÍkurfnittii
Yfirstjórn sveitarfélaga VERSLUM
á Suöurnesjum: HEIMA -sköpum atvinnu á Suöurnesjum
DÝRUSl w 1
• • VÍkui'fréttir
HOFNUM
Hjónaklúbbur Keflavíkur
Eigurn til rniða á jóla- og áramóta-
dansleik sem verður haldinn í Stapa
laugardaginn 2. janúar og hefst kl. 19.30.
Upplýsingar í símum 11146 (Aðalbergur)
og 11046 (Valgeir).
Drífa Sigfúsdóttir, forseti
bæjarstjómar Keflavíkur birtir í
grein sinni í Jólablaði Suð-
umess, blaði Framsóknarmanna
í Keflavík úr ný útkominni
Handbók sveitarstjómarmanna.
Þar kemur m.a. fram sam-
anburður á því hvað yfirstjórn
sveitarfélaganna á Suðumesjum
kostar miðað við íbúa.
,.í Keflavík er lægstur kostn-
aður við yfirstjórn eða 6.819 kr.
á íbúa, næst kemur Grindavík
með 8.333, þá Njarðvík með
9.643, Garður með 10.656,
Sandgerði með 12.322 og síðast
Hafnahreppur með 43.334, en
engar upplýsingar voru um
Vatnsleysustrandarhrepp."
Miðað við þetta er engin
furða þó sumir vilji sameiningu,
því þetta sýnir ótvírætt hvað
hægt er að spara ntikla fjámiuni
í yfirstjórninni og að sjálfsögðu
mörgu öðru.
Kaupa Keflvíkingar
hlut í Heilsufélaginu?
Að undanförnu hafa átt sér
stað viðræður milli Hitaveitu
Suðumesja og forsvarsmanna
Heilsufélagsins við Bláa lónið.
Hefur stjórn Hitaveitunnar
samþykkt samning við félagið
um tilraunarekstur og vísinda-
rannsóknir varðandi heilsuböð,
svo og rannsóknir, vöruþróun
og tilraunaframleiðslu á heilsu-
og fegrunarvörum úr hráefnum
tengdum Bláa lóninu o.fl.
Er málið var kynnt á fundi
bæjarstjómar Keflavíkur í síð-
ustu viku lagði Garðar Odd-
geirsson, fulltrúi Keflvíkinga í
stjóm HS til að Keflavíkurbær
keypti hlut í Heilsufélaginu.
Sagði hann að hér væri á ferð-
inni gott mál. Engin umfjöllun
varð um málið á bæjarstjómar-
fundinum né afgreiðsla á til-
lögunni, enda ekki um skriflega
tillögu að ræða.
• Frá undirritun samningsins við Landsbanka íslands. F.v.
Jóhanna Óskarsdóttir frá LI, Hjörvar Jensson, umdæmisst jóri
LI og Hannes Ragnarsson f.h. körfuboltans.
w
Samningur við IBK
undirritaður
Landsbanki íslands og
körfuknattleiksdeild ÍBK und-
irrituðu fonnlega þriggja ára
auglýsingasamning sl. föstu-
dag. Samningurinn verður ekki
geftnn uppi efnislega, en hann
felst nt.a. í að auglýsingar
Landsbanka Islands verða á
búningum meistaraflokks-
manna. Þá mun körfuknatt-
leiksdeild ÍBK annast frant-
kvæmd ýntissa uppákoma fyrir
Landsbankann, eins og t.d. hið
árlega Landsbankahlaup. Leik-
menn eru einnig með viðskipti
við bankann og er falið að út-
vega bankanunt fleiri við-
skiptavini.
Það var Hjörvar Jensson,
umdæmisstjóri Landsbanka ís-
lands á Suðumesjum sem und-
irritaði samninginn fyrir hönd
bankans, en Hannes Ragnars-
son. fonnaður körfuknattleiks-
deildarinnar skrifaði undir
samninginn fyrir IBK.
/s-
/S.’&L • <• <•<•/>
Tökum að ókkur alls kyns fjármálaráðgjÖf
fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Einnig önnumst við rekstrarráðgjöf fyrir
einstaklinga, smærri rekstraraðila og fyrirtæki.
Við veitum einnig bókhalds-
og skrifstofuaðstoð efir þörfum hvers og eins.
Upplýsingar og tímapantanir veittar hjá Fast-
eignaþjónustu Suðurnesja hf. að Tjarnargötu 2,
Keflavík og í síma 13722 frá kl.10-18 daglega.
Besta úrval í bœnum.
Verð við allra hœfi.
Jólakveðjur!
Apótek
Keflavíkur