Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 16
16 JÓLABLAÐ II Vikurfréttir 22. desember 1992 Pizzur heilsufæði Anton Narvaés er orðinn kunnur á Suðumesjum fyrir hreint út sagt frábærar pizzur. Hann rekur MammaMía pizzahús við Hring- braul í Keflavík og gerir það bara nokkuð gott. Hann má líka vera ánægður því nýverið fékk hann niðurstöður úr matvælarannsókn þar sem tvær pizzur frá honum voru „skoðaðar niður í kjölinn“. Nið- urstöðurnar voru mjög góðar og m.a. má nú auglýsa pizzuna sem heitir MammaMía sem heilsufæði, þar sem í henni er engin fita. „Þetta er ekkert rusl sem fólk er að kaupa. Ég er mjög kröfuharður á hráefni. Það þýðir ekki bara að hugsa um verðið á hráefninu, það verður líka að hugsa um gæðin,“ sagði Anton í samtali við blaða- mann. Hann vinnur dag og nótt við að koma upp fleiri og stærri bök- unarofnum, til þess að geta bakað fleiri pizzur á klukkustund. A mestu álagstímum hefur fólk þurft að bíða upp undir klukkustund eftir pizzunni, en það mun heyra sögunni til. Þegar nýju ofnamir eru komnir í gagnið munu Garðmenn og Sand- gerðingar einnig fá að njóta heim- sendingarþjónustunnar, sem er mjög vinsæl. MammaMía pizzahús hefur ný- verið tekið upp þá nýung að baka svokallaðar pönnupizzur, sem eru mun efnismeiri en þær sem fyrir eru á matseðlinum og þykir mörgum þær vera meira en nóg í maga. „Þetta er viss hópur sem kaupir pönnu-pizzumar aftur og aftur og líkar bara vel,“ sagði Anton. Pönnupizzumar eru líka mun ódýrari en t.d. í Reykjavík. Pönnupizza sem kostar 1700 krónur í höfuðborginni, kostar 1000-1100 krónur á MammaMía. Anton Narvaéz segist ekki hræðast samkeppni, en nú berast fréttir af því að pizzastöðum kunni að fjölga. Hann segist eiga sína traustu viðskiptavini og hann gerir vel við þá með nýjungum á mat- seðlinum og hraðari afgreislu og minni biðtíma með nýjum bök- unarofnum. „Fólk hefur tekið mér mjög vel og kann að meta pizzumar frá MammaMía og ég mun halda áfram að búa til góðar pizzur," sagði Ant- on Narvaéz að endingu. • Pizzafjölskyldan með Anton Narvaéz í broddi fylkingar. Staðurinn opnaði 8. maí sl. og hefur verið í stöðugri sókn. Ljósm.: hbb • Halldór Pálsson, formaður Iðnsveinafélags Suðurnesja, nælir gullmerki í barm fyrsta gjaldkera og heiðursfélaga félagsins, Jóns B. Pálssonar. Vegleg afmælishátíð Iðns veinafélags Suðurnesja Jón B. Pálsson fyrsti heiðursfélagi Haldið var upp á fimmtíu ára afmæli Iðnsveinafélags Suð- urnesja á laugardag. Auk ræðu- lialda var boðið upp á skemmti- legar tónlista- og dansuppá- komur. Eini eftirlifandi stofnandi fé- lagsins og fyrsti gjaldkeri þessi Jón B. Pálsson, húsasmiður var heiðraður sérstaklega við þetta tækifæri. Varhonum veitt fyrsta gullmerki félagsins og gerður að fyrsta heiðursfélaga auk fleiri viðurkenninga. Þá barst fé- laginu tjöldi gjafa við þetta tækifæri. Var fundarsalur Fjölbrauta- skóla Suðumesja þéttsetin af félögum Iðnsveinafélagsins, fjölskyldum þeirra, svo og gestum. KÆRULEYSI GETUR SPILLT HÁTÍÐINNI Hitaveita Suöurnesja óskar þér gleðilegrar jólahátíðar. Hún vill jafnframt minna á að kæruleysi í meðferð rafmagns getur spillt hátíðinni. Láttu það ekki koma fyrir þig. Ennfremur er það mikilvægt að raforkunotkun sé dreift sem jafnast á aðfangadegi og gamlársdegi. Með því tryggjum við að allir fái hátíðarsteikina. Hitaveita 0!U Suðurnesja • Félagar úr Léttsveit Tónlistaskóla Keflavíkur léku nokkur lög. Ljósm: hbb KVyjtv.'V FISKMARKAÐUR suðurnesjahf v ITW Kt: 530787 - 1769 0 VSK nr: 8529 óskar Suðurnesjamönnum gleðilegrajóia og farsœldar á nyju ári. Sendum Suðumesjamönnum bestu jóla- og nýárskveðjur meðþökkjyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Davíd Pitt og Co.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.