Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 15
15
JÓLABLAÐ II
Vikurfréttir
22. desember 1992
Lítið dæmi um kvótasvindl
Ég hef róið á eigin trillu sfðan
1985. Þegar settur var kvóti á
báta undir 10 tonnum, gátu bát-
ar undir sex tonnum valið hvort
Jreir tækju krókaleyft eða kvóta.
A þessum viðmiðunarárum var
ég með, 40 tonn og var mér sagt
að ég fengi 34 tonn eftir breyt-
inguna. Ég bar það undir menn
í ráðuneytinu og fleiri sem voru
kunnugir þessum málum, svo
sem eins og hjá Smá-
bátafélaginu. Þeir ráðlögðu mér
að taka kvótann.
Hjá ráðuneytinu sögðu þeir
ntér að eftir þrjú ár yrði settur
kvóti á alla báta og það voru að
annað þúsund bátar undir 6
tonnum, (eins og minn bátur er)
sem þyrftu að vinna sér inn
veiðireynslu á næstu þrentur
árum, úr um 5 þúsund tonna
heildarkvóta, semsagt 4-5 tonn
að meðallagi á bát. Þeir sögðu
einnig í ráðuneytinu að þeir sem
væru nógu harðir að róa og
fiska gætu unnið sér inn úr
þessum heildarkvóta nokkuð
meira heldur en þetta meðaltal
gæfi til kynna, því það væru það
margir í þessum stóra flota sem
réru kannski ekki mikið. Það
væru helst ungir og harðir
menn, sem gætu unnið sér inn
einhvern kvóta að gagni. En ég
væri að verða eldri maður (er á
sextugasta og sjöunda aldurs
ári) ætti ekki að vera að keppa
við þessa ungu menn. Ég var á
sama máli og fannst dæmið líta
þannig út að ég valdi að taka
kvótann.
I dag lítur dæmið þannig út
að, maður haft valið vitlaust,
því að öllum líkindum verður
krókaleyfirð aldrei tekið af.
Þegar ég fékk kvótann fyrst
fékk ég ekki 34 tonn eins og
mér var sagt heldur 32 tonn.
Síðan hefur þetta alltaf verið að
minnka og á næsta ári eru
veiðiheimildir um 18 tonn. I
nóvember fékk ég yfirlit yfir
síðasta ár og átti ég þá óveidd
89 kg. af þorski, rúm 100 kg. af
ýsu og svipað af ufsa. Hef ég
reynt að halda mig réttu megin
við strikið til að þurfa ekki að
borga sekt.
Annan desember fæ ég bréf
frá Fiskistofu þar sem segir að
það vanti að gera grein fyrir því,
sem ég hafi flutt út. Ég skildi
ekki hvað þeir voru að tala um,
svo ég fór inn á Fiskistofu og
bið um viðtal við þann sem hafi
með kvótamálin að gera. Eftir
dálitla bið er ntér vísað til
manns sem hefur með þessi mál
að gera. Hann spyr mig hvort
eitthvað sé að. Þið segið það,
segi ég, „hvað er það segir
hann“. Nú þið segið að það
vanti að gera grein fyrir því sem
ég hafi flutt úr, en ég hef ekki
flutt neitt út. „Hefurðu selt á
markaði", spyr hann. Jú, ég hef
selt þann afla sem ég hef fengið
á Fiskmarkað Suðumesja. „Þá
er það komið“ segir Itann, nú
hvemig spyr ég.
„Það er keypt á markaðnum
og flutt svo út á nafni báts þíns“.
Getur kaupandi flutt þetta svona
út án samþykkis bátsins. „Já, þú
átt að hafa það eins og hún
Guðrún í Hafnarfirði, láta þá á
markaðnum skrifa undir að það
megi ekki flytja það út sem þú
selur á markaðnum nema
með þínu leyfi". Fæ ég þá 20%
skerðingu á það sem flutt er
svona út. „Já við verðunt að
skrá það á bátinn sem gefinn er
upp“. En það er kaupandinn en
ekki ég sem er að flytja þetta út
og hahn er þá að stela 20%
kvóta af mér. Hann segir „þú átt
endurkröfu rétt á ltann". Hvað
er þetta mikið sem hefur verið
flutt svona út á nafni míns báts?
„Það eru 300 kg. af ýsu og 970
kg. af þorski, þetta er það lítið
að þú færð enga sekt , þú ferð
svona 100 kg. fram yfír kvót-
ann í þorskinum og ekkert í ýs-
unni". Já, en ég missi þama í
kvóta 100 kg. af þorski plús
þessi 89 kg. sem ég átti eftir frá
fyrra ári, plús 60 kg. af ýsu þ.e.
samtals 250 kg„ er það ekki
rétt? Hann játar því.
Þér finnst kannski lítið að
láta stela af þér 10 þúsund
krónum, því það er það verð
sem ég þarf að borga fyrir þessi
250 kg. af kvóta, ef ég kaupi í
staðinn fyrir þetta. Svo hlýt ég
aðgeta fengið að vita hver er að
flytja þetta út á nafni míns báts.
„Já, það er Vísir hf.“ Ég spyr
hvort margir séu að flytja svona
út, hann segir það ekki vera.
„Það séu aðallega tvö fyrirtæki,
Vísir og fyrirtæki f Reykjavík
sem flytji mest út skarkola". Ég
segi honum að þessa ýsu haft
hann ekki getað keypt hjá mér
því ég haft ekki fengið nema
eitthvað á annað hundrað kg. af
ýsu á þessu fiskveiðiári. Var
bara með handfæri og ýsan
veiddist lítið á þau.
Hann segist ætla að vísa mér
til hans Þórðar, hann geti sagt
mér allt um það hvernig þetta er
flutt út, hann sjái um gámana.
Ég fer til hans og hann gefur
mér upp hvenær þetta hafi verið
flutt út, ýsan var flutt út 21 /5 og
þorskurinn 6/4. Þorskurinn var
veiddur í net, sé ég á ljósritinu
sem tekið er af skjánum og ýsan
í troll. Þegar lagt er upp á
markað fær maður útskrift á,
hverjum sé selt og fyrir hvaða
verð. Þegar ég kom heim fór ég
að skoða hvað ég hafi fengið af
ýsu og hverjir kaupendumir
voru. Eg hafði ekki fengið nenta
129 kg. af ýsu á fiskveiðiárinu.
Vísir kaupir af mér 32 kg. af ýsu
19/5 en flytur út 300 kg. 21/5 á
nafni míns báts. Síðan fór ég að
athuga þorskinn og fór yfir allt
árið og athugaði hvað Vísir
hafði keypt af mér. Það eina
sem hann hafði keypt af mér
voru 197 kg. af þorski þann
31/3. En hann flytur út 970 kg.
af þorski 6/4 á nafni míns báts.
Ég hef rakið hér smá dærni
sem ég kalla kvótasvindl. Ég
hef hér að framan notað orðið
að stela, en það þykir víst
nokkuð gróft og gamaldags orð
í dag. I dag heitir þetta víst á
kvótamáli, „að vera að bjarga
sér“.
Keflavfk 12. desember
Emil Þórðarson
Bláa lóniö:
Stækkun
bað-
hússins
í far-
vatninu
Grindavíkurbær hefur kynnt
fyrir stjóm Hitaveitu Suð-
umesja hugmyndir um stækkun
á baðklefum og veitingaaðstöðu
við Bláa lónið. Unt er að ræða
byggingu sent yrði færanleg, en
yrði kornin upp fyrir næsta
suinar.
Sýndi Garðar Oddgeirsson.
fulltrúi Keflavíkurbæjar í stjórn
HS teikningar af byggingunni á
fundi bæjarstjórnar Keflavíkur
í síðustu viku. Er hér um að
ræða umtalsverða stækkun við
núverandi baðhús.
Þrettánda-
hátíð
Skorum á alla aö mæta á
þrettándahátíö viö Iðavelli,
koma í skrúögönguna og hitta
álfa, púka og annaö
skemmtilegt fólk.
Garöyrkjudeild
Keflavíkurbæjar
JÓLATRÉ5SALA
Kiwanisklúbbsins Keilis
Sölustaður í Áhaldahúsi Keflavíkurbæjar
Júlatrá -
Krassar
Baráskraut
Jálatrés
fætur
Kiwanisklúbburinn Keilir
□pnunartími
sem hár segir:
EE. des. 17-EE
E3. des. 14-EE
E4. des. 1D-1E