Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 6
6 Víkurfréttir 22. desember 1992 Aðalfundur Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja verður haldinn í golfskálanum í Leiru sunnudaginn 10. janúar nk. og hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Stjórnin Kefla víkurflug völlur: Þak flettist af nýja flugskýlinu Ljóst er að mikið tjón varð á þaki nýja flugskýlisins í ná- grenni Leifsstöðvar í hvass- viðrinu er gekk yfir aðfaranótt sunnudagsins. Vegna þess hve hæð hússins er mikil var heild- artjónið ekki ljóst um hádegi á sunnudag, en þó var sjáanlegt nokkuð tjón, þar sem jám hafði ýmist losnað á þakkanti og rúll- ast upp, eða fokið burt. Einnig hafði rúða brotnað. • Augljóst er aíí járn á þakinu liefur skemmst töluvert. Ljósm.: epj. Sparaðu þér tíma og fyrirhöfn Flugfélag Norðurlands flýgur frá Keflavík til Akureyrar fjórum sinnum í viku. Farpantanir hjá umboðsskrifstofu Helga Hólm, Hafnargötu 31, sími 15660. HELGI HÓLM B B B B " Ilffl fluqfélaq noróurlands hf'. Simi 96-27900 ■ Fax 96-12106 sími 92-68526 Opið verður um jól og áramót: Þorláksmessa 23. des....kl. 10.00-16.00 Aðfangadagur 24. des.....kl. 10.00-14.00 Jóladagur 25. des.......kl. 13.00-18.00 Annar í jólum 26. des...kl. 10.00-18.00 Gamlársdagur 31. des....kl. 10.00-14.00 Nýársdagur 1. jan.......kl. 13.00-18.00 Lokað vegna viðgerða 4.-6. jan. 1993. Oskum öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. Þökhum viðskiptin á árinu sem er að líða. UMBOÐSSKRIFSTOFA ^flavík agakf a7,A7.a5 lóaga ia9&KL \ 7-A5 jdagaW- * 35 manns endurráðnir hjá Njarðvíkurslipp: Gætu þurft að vera at- vinnulausir í 30 daga Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur gert sanikomulag um að draga til baka uppsagnir á 35 starfsmönnum út frá ákvæði í lögum um atvinnuleysisbætur. Auk þessara 35 eru fimm starfsmenn sem þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu ákvæði. Að sögn Stefáns Sigurðs- sonar, skrifstofustjóra fyrirtæk- isins tekur ákvæði þetta til starfsemi þar sem samdráttur er getur hver starfsmaður sem fullnægir rétti til atvinnu- leysibóta tekið slíkar bætur út í allt að 30 daga á ári. Þetta ákvæði svo og samkoniulag starfsmanna við fyrirtækið er þó uppsegjanlegt, með þriggja mánaða fyrirvara samkvæmt samkomulagi þar um. Hafa viðkomandi starfsmenn sætt sig við fyrirkomulag þetta með undirskrift á samningi. Samkvæmt túlkun er því hægt að láta viðkomandi starfsmenn fara á atvinnuleysisskrá, þá daga sem verkefni eru ekki fyrir hendi, þó ekki oftar en í 30 daga á ári. • Miklar skemnidir urðu vegna vatnsins í íbúðinni. Ljósm.: epj. Keflavík: Vatn flæddi inn í íbúð Þó nokkurt tjón varð í kjall- araíbúð við Smáratún að morgni sunnudagsins, er yfir- borðsvatn flæddi inn í íbúðina. Urðu íbúar vatnsins varir er þeir stigu út úr svefnherberginu um morguninn, en þá var um 10 sentimetra vatnslag yfir öllum gólfum nema í svefnherberg- inu. Fólkið sem býr í íbúðinni flutti inn fyrir nokkrum vikum og var ekki tryggt fyrir slfku tjóni. Ljóst er að tjón af völdum vatnsins er mikið á parketi. gólfdúk og innanstokksmun- um. Var þegar fengið aðstoð við að dæla vatninu burt. ni.a. frá Brunavörnum Suðumesja.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.