Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 22.12.1992, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ II Meðferð skotelda Nú líður óðum að jólum og að venju fylgja áramótin í kjöl- farið. Þó alltaf sé hábölvað að slasa sig, er venju fremur sárt að skemma jóla- eða áramóta- gleðina með því. í síðasta pistli fjölluðum við um brunasár og stuttlega um brunavamir og eru það að sjálf- sögðu enn hlutir sem hugsa þarf um yfir hátíðamar. Um áramót bætist við enn ein slysahættan, skoteldar og blys, sem valdið hafa bruna og öðrum áverkum um hver áramót og þ.á.m. al- varlegum augnslysum. Eitt sem alltaf þarf að taka tillit til er áfengisneysla. Mér finnst reyndar ekki til mikils mælst, að fólk eyðileggi ekki jólagleðina fyrir sér og börn- unum með því að „detta í það“. Aftur á móti er ég ekki heilagari en það að ég „kíki í glas“ um áramótin, svo fremi sem ég er ckki á vakt. Þetta gerir senni- lega meiri hluti fullorðins fólks á svæðinu, en þá ber að hafa í huga, að dómgreind og við- bragðsflýtir er ekki upp á það besta. Flest alvarleg slys, þ.á.m. slys af skotcldum verða eftir að viðkomandi hefur neytt áfengis. Hafið það í liuga og takið ekki óþarfa áhættu, það er lítið vit í að missa sjón fyrir fljótræði og óvarkámi. Lesið leiðbeiningamar sem fylgja skoteldum og blysum, bogrið ekki yfir flugelda og gos meðan kveikt er í, forðið ykkur vel frá, haldið aldrei á blysum og slíku, nema slfkt sé leyft á leiðbeiningum, og eitt enn, há- værir hvellir nærri manni hafa ekki góð áhrif á heyrnina. Almennar reglur Blys og skotbökur á að hafa á sléttu undirlagi, flugelda í stöðugri undirstöðu. Alltaf tendra kveik með útréttri hendi og víkja strax frá. VARÚÐ: Ef ekki kviknar í eða eldur í kveikiþræði slokknar, má ekki snerta hann í langan tíma, því oft leynist glóð í kveiknum og skoteldurinn fuðrar upp þeg- ar minnst varir. Annað sem hafa ber í huga, er að hugsa fyrir skotbraut flugelda, halli má ekki vera svo mikill að næsta hús eða fólk sé í skotlínu. Ef að verður rok aldrei þessu vant, er rétt að hugsa að vindátt, þannig að eldglæringum og logakúlum rigni ekki yfir nágrannana. Það er fátt sem drepur eins niður stemminguna við að syngja „Nú árið er liðið“ úti á tröppum, eins og það að liggja undir skothríð jókerblysa og flug- elda. Geymi skotelda og blys þar sem börn ná ekki til. Geymið aldrei skotelda í vasa. Hanskar eða vettlingar vernda hendurnar. Kælið brunasár strax sbr. síðustu grein. Ef augnslys verður, setjið þurra og hreina dulu á augað og hafið strax samband við lækni. Bestu jóla- og nýárs- kveðjur frá SK, HSS og SVFÍ og við á slysamóttökunni ósk- um þess, að sem fæst ykkar þurfi á aðstoð okkar að halda yfir hátíðarnar. Hrafnkell Óskarsson SK. Opið á Porláksmessu frá 13-23. J Jólastemmning og allir geta gert góð kaup. Verkfærabásinn okkar gerir lukku. Hvergi ódýrari verkfæri. Gleðileg jól, þökkum viðskiptin og góðar viðtökur á árinu. Hittumst hress á nýju ári. ihjd 44 ó % s> A BILA5ALA - MARKAÐ5TBRG m a W W grín ■ gagnrýnl m ■ vangaveltur ■ umsjón: emil páll* Tíminn ó rétfum nótum Sem betur fer hefur skiln- ingur stóru fjölmiðlana gagn- vart okkur bæjar- og hér- aðsblöðunum batnað nokkuð á undanförnum mánuðum, og því hefur verið minna um ritstuld þar sem þeir taka efni úr okkar blöðum án þess að geta heim- ilda. DV hefur verið nokkuð duglegt undanfarin ár að geta heimilda þegar skrifað er úr blöðunum í Sandkomi, eins er með Pressuna og er það af hinu góða. Einn er þó fjölmiðill á landsmælikvarða sem öllu slær út, en það er dagblaðið Tíminn. Enginn fjölmiðill hér á landi gerir bæjar- og héraðsfrétta- blöðunum betri skil og fyrir það fá þeir þakkir. Tvískinnungur SSS... Bókun stjómar SSS gegn Víkurfréttum á dögunum var nokkuð rædd á fundi bæjar- stjómar Keflavíkur í síðustu viku. Sem kunnugt er tók bæj- arstjóm Sandgerðis málið óstinnt upp eins og stjórn SSS, Garðmenn tóku vægara á mál- inu og Njarðvíkingar end- urskoðuðu afstöðu sína til málsins. Frá öðrum sveit- arfélögum hefur ekkert heyrst um málið. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri hóf umræðu um málið í bæjarstjóm Keflavíkur í síðustu viku. Sagði hann að bókun stjórnar SSS væri dæmi um tvískinnung og í raun ó- trúlegt að stjórnin skuli í sömu bókun taka harkalega á gagn- rýni og mótmæla þeim sem hafa aðra skoðun á málinu og kvarta síðan yfir því að Suð- urnesjamenn skuli ekki sýna samstöðu, sem sé þörf til að sigrast á erfiðleikum þeim sem nú eru í atvinnulífi. Þá taldi hann MOLA-höfund hafa gengið of langt í orðavali um líflát, en búið væri að biðja af- sökunar á því. ... eða þolir stjórnin ekki gagnrýni Guðfinnur Sigurvinsson, skaut inn í að þetta væri rétt hjá Ellert, auk þess sem sú umræða sem fram fór í blaðinu hefði verið sú sama og var á fundi bæjarstjómar Keflavíkur á sín- um tíma. Vilhjálmur Ketilsson var einnig sammála og sagði það skrýtið að þessir sömu menn töluðu um að áhrifamenn væru að nota aðstöðu sína til að grafa undan samstöðu Suð- umesjamanna. Gaman væri að vita hverjir þessir áhrifamenn væru? Jónína Guðmundsdóttir, sem er fulltrúi Keflvíkinga í stjórn SSS sagði lítið um málið, nema að ef til vill hefði því verið tekið of illa af hálfu stjórnar santbandsins. Sorglegt eða siðleysi Það er sorglegt að menn skuli komast upp með að skulda stórar upphæðir og stofna síðan ný fyrirtæki og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Slíkt er siðleysi sem ekki á að líða .það á heldur ekki að líða að for svarsmenn fyrirtækja skuli eftir gjaldþrotameðferð þar sem skilinn er eftir sig langur skuldalisti geta spilað sig áfram stóra karla, ekið um á góðum ökutækjum og skroppið eða sent fjölskyldumeðlimi í skemmti- eða verslunarferðir til útlanda. A meðan standa menn sem hafa átt viðskipti við við- komandi með sárt ennið og tekjur sem ekki koma inn, fyrir það eitt að hafa treyst við- komandi. Þessa menn sem haga sér svona og sýna enga sið- ferðislega bresti, á umsvifalaust að taka úr umferð sem af- brotamenn. Því þeir reyna ekk- ert að gera til að greiða fyrir það tjón sem þeir hafa valdið, sem er því hreinn og klár þjófnaður. Andvana fœtt Nýverið var sagt frá því hér í MOLUM að Hermann Ragn- arsson væri búinn að stofna fyrirtæki undir nafninu Quick- pack og hafi þegar fengið út- hlutað flutningum á búslóðum Vamarliðsmanna. Nú segja menn hins vegar að fyrirtæki þetta hafi verið andvana fætt, ekkert verði úr rekstrinum. Að- aleigandi hafi verið skráð Hauður Stefánsdóttir, sam- býliskona Hermanns og hún sé búin að flytja lögheimili sitt aftur í Kópavog og því hafi hér ekki verið um Suðumesja- fyrirtæki að ræða. Það mun þó ekki vera aðalástæðan fyrir dauða fyrirtækisins, heldur fjárhagsstaða Hermanns o.fl. er að honum lýtur. Myrkrana ó milli Það er með fjölmiðlamenn sem og verslunarmenn og ýms- ar aðrar stéttir að mikið vinnu- álag er í desember. Ein út- varpsstöðin gat þess að sökum þessa hefði ákveðinn dag- skrárgerðarmaður tekið sé frí til að hvíla sig því hann hefði unnið myrkrana á milli nú í desember. Eitt er víst að ekki vildu MOLAR hafa þann mann í vinnu, því myrkrana á milli í þessum ntánuði þegar dagurinn er stystur er aðeins 3-4 klukku- stundir, rétt yfir há daginn. Vel ó 2. hundrað milljónir Úr Pressunni: „Nýlega lauk skiptum í þrotabúi Frístundar - Rafeindatækja sf. Samtals voru lýstar kröfur kr. 77.531.819. Upp í forgangskröfur sem voru 4,3 milljónir greiddist 11 pró- sent. Fyrirtæki þetta var í eigu Astþórs Bjama Sigurðssonar sem einnig hefur verið í gjald- þrotameðferð með fyrirtæki sitt Frístund hf. og persónulega. Er ljóst að heildarkröfur vegna gjaldþrota í kring um Astþór eru komnar vel á annað hundr- að milljónir króna...“ Vínveifingar í miðbœnum Að undanfömu hefur um- sókn frá veitingastaðnum Strikinu, að Hafnargötu 37 í Keflavík um vínveitingaleyfi verið til afgreiðslu hjá bæj Vikurfréttir 22. desember 1992 Jólagjöfin er: Ekkert RUGL FRÍAR afruglara- viðgerðir í desember - samdægurs (ath. efni ekki innif.) ÁRS ÁBYRGÐ RAFEINDATÆKNI Radíóverslun Viðgerðir - Verkstœði Tjarilargölll 7 Sínii 12866 aryfirvöldum í Keflavík. Fá- ist leyfi þetta er brotið blað í vínmálum Keflavíkur, þar sem bæjaryfirvöld hafa verið fremur treg með að veita fleirum vín- veitingaleyfi, auk þess sem staður þessi á m.a. að selja skyndirétti. Þegar Langbest sótti eftir vínveitingaleyfi með skyndibitasölu sinni stóð það mjög lengi í bæjaryfirvöldum að veita slíkt. Sundrung kaupmanna Á undanfömum árum hefur samstaða meðal kaupmanna í Keflavík oft verið ntun meiri en nú. Þeir hafa sameiginlega staðið að áróðri um heima- verslun og staðið fyrir upp- ákomum s.s. að fá jólasveina í miðbæinn og víða. Nú virðist ekkert slíkt sameiginlegt vera í gangi til að draga fólk í versl- anir hér heima og það þó vitað sé að góð stemming skapi yf- irleitt aukna verslun. Virðist Ijóst að ein af ástæðunum er innrás þriðja Suðumesja- fjölmiðilsins á auglýsinga- markaðinn sem olli sundrung þessari og er það miður. Því versluninni veitir ekki af sam- stöðu á þessum tímum. Fóum við Suðurnesjafulltrúa Fréttir berast nú að því að mikil togstreita sé milli íhaldsforystunnar á Suðurnesj- um og þeirrar sem ræður í land- inu um fulltrúa í stjórn Islenskra aðalverktaka í stað Thors heit- ins Thors. Skiptir það miklu fyrir Suðumesjamenn að fá heimamann þama inn því stjómarformaðurinn hefur tvö atkvæði. meðan aðrir stjóm- armenn hafa eitt atkvæði hver. Jóla- og nýórskveðja MOLAR senda lesendum sínum til lands og sjávar hug- heilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir það liðna. Sjá- umst aftur á nýja árinu þ.e degi eftir þrettánda og síðasta dag jóla.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.