Morgunblaðið - 03.02.2016, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.02.2016, Qupperneq 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 Eftir margra ára rannsóknir hafa sérfræðingar skorið úr um að lítið málverk á viðarplötu, sem hefur lungann af síðustu öld verið í geymslu í litlu listasafni í Kansas í Bandaríkjunum, sé eftir hollenska endurreisnarmeistarann Hierony- mus Bosch (1450-1516) en ekki ein- hvern nemanda hans eins og áður var talið. Bætist málverkið þar við lista þekktra verka Bosch en á hon- um eru einungis um 25 málverk og nokkrir tugir teikninga. Málverkið sýnir hvar heilags Ant- óníusar er freistað og var líklega upphaflega hluti af þrískiptri alt- aristöflu. Talið er að það hafi verið málað á árunum 1500 til 1510. Bosch er frægur fyrir súrreal- ískar lýsingar á himnaríki, helvíti og hreinsunareldinum á jörðinni þar á milli. Í þessum heimi eru allskyns dríslar og kynjaskepnur og á þessu litla málverki getur meðal annars að líta fljúgandi mataráhöld sem sjást einnig í öðrum verka hans. Málverkið hafði áður verið eignað vinnustofu eða áhanganda Bosch og fyrir vikið ekki verið haldið fram í safninu í Kansas en það eignaðist málverkið á fjórða áratug síðustu aldar. Þessi nýja greining, að verkið sé í raun eftir meistarann, byggist á rannsóknum á lögum málverksins, samanburði á myndefnum og ýms- um smáatriðum verksins, þar á með- al pensilstrokum í verkum sem vitað er að séu án efa eftir hann. Rann- sóknin tók nokkur ár og kostaði um- talsvert fjármagn, samkvæmt New York Times, en sérstök rannsókn- arnefnd var sett í það að skoða öll verk eftir Bosch og fylgismenn og átti verkinu að ljúka í ár, fimm hundruð árum eftir dauða hans. Kostaði heildarrannsóknin rúmlega fjögur hundruð milljónir króna. Málverkið, „Freisting heilags Antóníusar“, verður á sýningu sem verður opnuð í heimabæ Bosch í Hollandi, s-Hertogenbosch, 13. febr- úar næstkomandi. Þar verða sýnd 20 af hinum 25 einstöku málverkum hans auk 19 teikninga. Verkið í geymslunni eftir Bosch AFP Verðmætt Málverk Bosch frá því um 1500 í höndum safnstjóra Nelson- Atkins Museum of Art í Kansas þar sem það hefur verið í geymslu í áratugi. Reykjavik Swing Syndi- cate kemur fram á tón- leikum Jazz- klúbbsins Múl- ans í kvöld, miðvikudags- kvöld. Tónleik- arnir hefjast klukkan 21 á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu. Reykjavik Swing Syndicate leikur tónlist frá bannárum síðustu aldar. Tónlist sem meðal annarra Lester Young og Django Reinhardt gerðu góð skil, sinn hvorum megin við At- landshafið. Meðlimir sveitarinnar eru Haukur Gröndal á saxófónn og klarínett, Gunnar Hilmarsson og Jó- hann Guðmundsson sem leika á gít- ara og bassaleikarinn Leifur Gunn- arsson. Múlinn er nú á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn er nefndur eftir Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlist- arsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Haukur Gröndal Swing Syndicate verður á Múla Hin vinsæla dægurlagasöngkona Adele hefur mótmælt því að hinn umdeildi frambjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkj- unum, Donald Trump, skyldi leika eitt laga hennar á framboðsfundum. „Adele hefur ekki gefið leyfi fyrir því að nein laga hennar séu leikin í pólitískri baráttu,“ segir í yfirlýs- ingu. En hún er ekki fyrsti tónlist- armaðurinn sem er óánægður með val Trumps á tónlist þeirra. Lög- menn söngvara Aerosmith, Stevens Tylers, mótmæltu því í fyrra að Trump léki lag með sveitinni á fund- um. Trump svaraði að með flutn- ingnum hefði Tyler fengið meiri at- hygli en undanfarin tíu ár. Neil Young hafði áður bannað Trump að leika lag sitt „Rockin’ in the Free World“, og lýsti yfir stuðn- ingi við demókratann Bernie Sand- ers. Þá var lag með hljómsveitinni REM leikið í staðinn. Michael Stipe, söngvari sveitarinnar, reiddist og bannaði í harðorðri yfirlýsingu Trump að láta lög þeirra eða rödd sína heyrast í „þessari fáránlegu svokölluðu kosningaherferð“. AFP Mótmælir Adele er ekki sátt við að Trump noti lögin sín í pólitískum tilgangi. Adele mótmælir lagavali Trumps KJARNA SULTUR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA FRÁ 1984

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.