Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í þjóðfélaginu er mikil tor- tryggni, þá ekki síst í garð alþingismanna. Til siðs er að setja út á útgerðarmenn og ef sami maðurinn er í báðum þessum hlut- verkum er ekki von á góðu,“ segir Páll Jóhann Pálsson, alþingis- maður Framsóknarflokksins. Ýmsir þeir sem sitja á Alþingi eru lítt áberandi í fjölmiðlum. Eigi að síður koma þeir að afgreiðslu fjöl- margra mála. Páll Jóhann er einn þessara þingmanna. Hann er úr Suðurkjördæmi, var kjörinn á Al- þingi árið 2013 og situr í fjárlaga- og atvinnuveganefndum þingsins. Útvegur eigi málsvara „Ég byrjaði minn stjórnmála- feril í bæjarmálunum í Grindavík fyrir sex árum. Lét svo tilleiðast í landsmálin þegar ljóst var að eng- inn úr sjávarútvegi væri á leiðinni inn á þing,“ segir Páll Jóhann sem með eiginkonu sinni hefur sl. þrettán ár gert út eigin smábát. Þá eiga þau hjón hlut í Vísi hf., sem er eitt af stærri sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins. „Tengsl mín við greinina hafa aldrei verið leyndarmál. Öllum var sömuleiðis ljóst þegar ég var kosinn á þing að ég ætlaði að miðla af reynslu minni í sjávarútvegi.“ Þegar sjávarútvegs- og byggðamál eru skoðuð í samhengi segir Páll Jóhann að ljóst megi vera að sjávarútvegurinn geti ekki bæði haldið uppi byggð út um land og einnig greitt há veiði- og auðlindagjöld. Þá megi benda á að í kvótakerfinu séu byggða- pottar með um 5,3% af heildinni sem nota megi til að styrkja byggð í landinu í samræmi við pólitísk markmið. „Gallinn við út- reikning veiðigjalda í dag er sá að hátækni í fiskvinnslunni sem hef- ur skilað greininni hagræðingu og hagnaði er ekki með í breyt- unni. Því er hætta á að þeir sem eingöngu eru í veiðum standi ekki undir veiðigjöldunum, sem þau fyrirtæki sem bæði eru í veiðum og vinnslu þola,“ segir Páll Jó- hann. Ljósleiðari á alla bæi Eitt þeirra verkefna sem Páll Jóhann hefur með höndum er þátttaka í starfshópi sem unnið hefur tillögur til úrbóta í fjar- skiptamálum. Undir eru um 3.500 sveitabæir um allt land. Mark- miðið þar er að 99,9% þeirra verði komin með ljósleiðaratengingu árið 2020. Í ár eru verkefni þessu eyrnamerktar 500 milljónir kr. og væntanlega verður meira sett í málið á næstu árum. „Fólk í dreifbýlinu leggur jafnvel meira upp úr ljósleið- arasambandi heim á bæi en upp úr vegum. Þetta er eitt mikilvæg- asta hagsmunamálið úti á landi. Ef fjarskipti eru í lagi getur þetta líka rennt stoðum undir ýmsa aðra starfsemi.“ Orkan nýtist innan bæjarmarkanna Grindavíkursvæðið hefur verið í fréttum að undanförnu vegna fyrirhugaðra leyfisveittra borana HS-orku í Eldvörpum. Þetta er þriggja kílómetra löng gígaröð vestan Bláa lónsins. „Samkvæmt auðlindastefnu Grindavíkurbæjar er viðmiðið að helmingur Svartsengisorku nýtist innan bæjarmarkanna. Þarna er mikið undir,“ segir Páll Jóhann. Hann bendir á að bæjarstjórn Grindavíkur hafi á sínum tíma samþykkt boranir við Eldvörp með ströngum skilyrðum eftir að Alþingi raðaði þeim í nýtingar- flokk. Á þeim grundvelli sé unnið nú. „Ólíkir hagsmunir geta farið saman. Bláa lónið nýtir affalls- vatn í Svartsengi og er einn fjöl- sóttasti ferðamannastaður lands- ins. Ef ekki hefði verið virkað í Svartsengi á sínum tími kæmi í dag ekki ein milljón ferðamanna til Grindavíkur á ári.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grindavík Viðmiðið að helmingur Svartsengisorku nýtist innan bæjarmarkanna, segir Páll Jóhann Pálsson. Tengsl mín við sjávarút- veg eru ekki leyndarmál  Páll Jóhann Pálsson fæddist árið 1957. Hann er vélfræð- ingur og skipstjórnarmaður að mennt og hefur alla sína tíð verið viðloðandi sjávarútveginn í ýmsum störfum.  Síðasta áratuginn hefur Páll Jóhann verið með eigin útgerð. Eiginkona hans er Guðmunda Kristjánsdóttir og börnin eru fimm. Hver er hann? Páll Jóhann Pálsson er þingmaður Framsóknarflokksins Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Samkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Staðan okkar hér í Holti er sérstök því við erum með hátt hlutfall af börn- um af erlendum uppruna,“ segir Hall- dóra Björg Gunnlaugsdóttir, leik- skólastjóri á leikskólanum Holti í Breiðholti, en hlutfall barna sem eru af erlendu bergi brotin er um 70%. Lögð er áhersla á málörvun í öllu starfi skólans en engin sérstök ís- lenskukennsla fer þar fram, frekar en í öðrum leikskólum borgarinnar. „Hjá mörgum af okkar börnum er þetta eina íslenska málumhverfið sem þau eru í þar sem íslenska er ekki töl- uð inni á heimilunum,“ segir Halldóra, en geta barnanna í íslensku sé afar misjöfn. Notast er við túlkaþjónustu í boði Reykjavíkurborgar í ákveðnum þáttum starfsins eins og þegar boða þarf foreldra barna sem ekki hafa vald á íslenskri tungu í viðtöl. „Skóla- og frístundasvið úthlutar fjármagni í þetta og það er ómetanlegt að hafa það í þessum aðstæðum,“ segir Hall- dóra. Boðaður hefur verið niðurskurður á skóla- og frístundasviði en talið er að það bitni hvað mest á börnum með sérþarfir. „Sérkennsla og fjölmenning er tvennt ólíkt og því myndi íslensku- kennsla til barna sem eru af erlendu bergi brotin aldrei falla undir sér- kennsluviðmið,“ segir Halldóra og því sé óvíst hvort niðurskurðarkrafan hafi bein áhrif á málörvun leikskólabarna. Fjármagn vegna barna af erlendum uppruna „Við erum að gera okkar besta með það sem við höfum en mig vantar fyrst og fremst fleiri leikskólakenn- ara,“ segir hún en þannig fáist betri þjálfun fyrir börnin við að nota ís- lenska tungu. „Leikskólar í Reykjavík fá úthlutað fjármagni vegna barna af erlendum uppruna en þegar hlutfallið er orðið eins hátt og hjá okkur dugar það ekki til að sinna þessum fjölda – þá sérstaklega þegar við höfum ekki leikskólakennara til að sinna því.“ Ekki sé hægt að ráða fleiri starfs- menn af erlendu bergi brotna til vinnu í leikskólanum þar sem leggja þurfi meiri áherslu á íslenskuna. „Það þrengir þó verulega valið þegar kem- ur að starfsmönnum.“ Börnin á leikskólanum Holti ná vel saman í leik og starfi þrátt fyrir að tala mismunandi tungumál. „Þau bara finna út úr því og ná að leika sér hvort sem það er með látbragði, augn- sambandi eða leikrænni tjáningu,“ segir Halldóra en leikskólinn gæti einnig að því að hafa myndrænt skipulag uppi á vegg fyrir börnin. Um 70% barn- anna á Holti af erlendu bergi  Lögð áhersla á málörvun í leikskól- anum  Ekki sérstök íslenskukennsla Stjórn þingflokks sjálfstæðismanna hefur ákveðið nokkrar breytingar á skipan fulltrúa flokksins í alþjóða- nefndum Alþing- is. Hanna Birna Kristjánsdóttir verður varafor- maður Íslands- deildar Evrópu- ráðsþingsins. Brynjar Níelsson verður fulltrúi í Norðurlandaráði í stað Elínar Hirst. Elín hefur lýst yf- ir óánægju með að þurfa að víkja úr sæti sínu. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, for- maður þingflokksins, segir að kapall- inn hefjist vegna þess að skipta þurfi um fulltrúa í Íslandsdeild Evrópu- ráðsþingsins. Unnur Brá Konráðs- dóttir var kosin varaformaður á síð- asta ári í stað Brynjars Níelssonar til þess að fullnægja reglum ráðsins um kynjakvóta. Íslendingar höfðu kosið þrjá karlmenn í deildina. Athugasemdir frá Evrópu Unnur Brá er einnig formaður Vestnorræna ráðsins og hefur átt erf- itt með að sinna báðum störfunum. Brynjar sem er varamaður hennar í Evrópuráðsdeildinni hefur að mestu sinnt skyldum hennar. Ragnheiður segir að athugasemdir hafi borist vegna þess frá Evrópuráðinu. Unnur Brá hefur hins vegar ekki getað vikið formlega sem varaformaður vegna reglna ráðsins um kynjakvóta. Við þetta bætist að Hanna Birna Krist- jánsdóttir sem kosin var formaður utanríkismálanefndar á síðasta ári er ekki í neinni alþjóðanefnd á vegum þingsins. Hefð er fyrir því að formað- urinn hafi slík störf með höndum. Ragnheiður segir að Hanna Birna taki sæti Unnar sem verður vara- maður. Jafnframt hefur verið ákveðið að Brynjar taki sæti í Norðurlanda- ráði þar sem Elín Hirst er fyrir en hún verður varamaður. Elín Hirst óánægð Ragnheiður segir að hrókering- arnar hafi átt sér nokkurn aðdrag- anda. Stjórn þingflokksins hafi ákveðið þær í samráði við formann. Hún skipi þingmönnum í fasta- nefndir og alþjóðanefndir, í samráði við formann, og einnig þegar breyt- ingar verði. Venjan er að tilkynna breytingar í þingflokknum og segir Ragnheiður að það verði gert þegar þing komi saman í næstu viku. Henni þykir miður að málið hafi farið í fjöl- miðla um helgina. Segir Ragnheiður að Elín Hirst hafi lýst yfir óánægju með að þurfa að víkja sem aðalmaður í Norður- landaráði. Svo verði að vera. Hún segir ekki hægt að verða við óskum allra þingmanna. Þeir sem eru fram- ar á lista gangi fyrir þegar verið sé að tilnefna í embætti og nefndir. helgi@mbl.is Skipt um fulltrúa í alþjóðanefndum  Hanna Birna verður varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins  Brynjar í Norðurlandaráð Ragnheiður Ríkharðsdóttir Elín Hirst Brynjar Níelsson Unnur Brá Konráðsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.