Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 Ólína Þorvarðardóttir, þingmað-ur Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrir- spurnartíma í liðinni viku, ræddi vanda sjávarbyggða og vildi fá að vita hvað sjávar- útvegsráðherra hygðist gera í þeim efnum.    Ekki þurfti aðkoma á óvart að Ólína hnýtti í kvótakerfið og fann því flest til foráttu, við því er að bú- ast þegar þingmaður Samfylkingar- innar er annars vegar.    En það er samt alltaf jafn sér-kennilegt að hlusta á þing- menn Samfylkingarinnar og sam- bærilegra flokka fjalla um vanda byggðanna í kringum landið eins og þeir hafi lagt eitthvað sérstakt af mörkum til að tryggja stöðu þeirra.    Stefna Samfylkingarinnar í sjáv-arútvegsmálum er í megin- atriðum sú að leggja ofurskatt á sjávarútveginn sem er í raun ofur- skattur á landsbyggðina.    Afleiðingin er að þrengja að sjáv-arbyggðunum, en þá er lausn Ólínu og félaga sú að búa til flókið kerfi til að reyna að bæta tjónið sem stefna flokksins hefur valdið.    Sjávarútvegurinn og sjávar-byggðirnar þurfa ekki á sýndarsamúð Samfylkingarinnar að halda.    Stefna flokksins hefur valdið næg-um skaða.    Réttast væri að flokkurinn við-urkenndi mistök sín í sjávar- útvegsmálum og hætti fjand- skapnum í garð greinarinnar. Ólína Þorvarðardóttir Hvað um að hætta fjandskapnum? STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.2., kl. 09.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík 0 súld Akureyri -2 alskýjað Nuuk -7 alskýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 0 alskýjað Kaupmannahöfn 5 þoka Stokkhólmur 1 alskýjað Helsinki -7 skýjað Lúxemborg 3 þoka Brussel 8 skýjað Dublin 5 skúrir Glasgow 5 upplýsingar bárust ekki London 10 léttskýjað París 7 alskýjað Amsterdam 8 skýjað Hamborg 8 skýjað Berlín 6 skýjað Vín 0 léttskýjað Moskva -1 snjóél Algarve 15 léttskýjað Madríd -1 léttskýjað Barcelona 7 skýjað Mallorca 7 léttskýjað Róm 5 heiðskírt Aþena 5 skýjað Winnipeg -7 alskýjað Montreal -5 léttskýjað New York 0 heiðskírt Chicago -2 skýjað Orlando 10 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:51 17:34 ÍSAFJÖRÐUR 10:10 17:25 SIGLUFJÖRÐUR 9:53 17:07 DJÚPIVOGUR 9:24 16:59 MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? NÝ SENDING AF UMGJÖRÐUM Traust og góð þjónusta í 19 ár Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200 Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14 Sveinn Halldór Ragn- arsson, fyrrverandi fé- lagsmálastjóri í Reykja- vík, lést síðastliðinn föstudag, 5. febrúar 2016, 88 ára að aldri. Sveinn var fæddur í Reykjavík 25. júní 1927 og bjó í borginni alla tíð. Sveinn lauk stúdents- prófi frá MR árið 1946 og innritaðist svo í laga- deild Háskóla Íslands og auk þaðan prófi árið 1953. Það ár hóf hann störf hjá Reykjavíkurborg hvar hann starfaði allan sinn starfsferil. Var fyrst fulltrúi á skrifstofu borgarstjóra, þá húsnæðisfulltrúi og seinna skrifstofu- stjóri félags- og framfærslumála. Lengst var hann félagmálastjóri, það er frá árinu 1963 og til starfsloka árið 1994. Á þeim tíma lagði hann með öðr- um grunn að þeirri velferðarþjónustu í borginni sem nú er. Sveinn starfaði mikið með Knattspyrnufélag- inu Fram og innan íþróttahreyfingarinnar. Hann var heiðursfélagi Fram og lék með hand- knattleiksliði félagsins sem tryggði félaginu sinn fyrsta Íslands- meistaratitil árið 1950. Þá var hann lengi þjálf- ari og liðsstjóri hjá Fram auk þess sem hann sat í stjórn félags- ins og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Einnig sinnti Sveinn ýmsum trún- aðarstörfum vegna starfs síns. Má þar nefna smíði laga um félagsþjónustu fatlaðra, félagsþjónustu sveitarfélaga og fleira. Eiginkona Sveins var Halldóra Elí- asdóttir sem lést árið 2005. Sonur þeirra er Sveinn Andri, viðskiptafræð- ingur í Garðabæ. Andlát Sveinn H. Ragnarsson Háskólinn á Bifröst hefur nú fengið gæði skólans staðfest af hálfu gæðaráðs íslenskra háskóla. Traust er borið til gæða prófgráða í bráð og lengd og námsumhverfis nemenda skólans, segir í frétt frá skólanum. Með þessari niðurstöðu lýkur út- tekt gæðaráðs á Háskólanum á Bif- röst sem hófst með skýrslu frá skól- anum og heimsókn úttektarnefndar gæðaráðs í mars á síðastliðnu ári. Í úttektarnefndinni sátu fjórir er- lendir sérfræðingar og einn nem- endafulltrúi. Í september síðastliðnum sendi gæðaráðið frá sér skýrslu um gæði Háskólans á Bifröst og lýsti þar trausti á námsumhverfi nemenda og á gæðum prófgráða til lengri tíma litið. Bent var á fimm atriði sem bæta þótti mega og lúta að stöðu skólans til að tryggja gæði próf- gráða í bráð. Háskólinn á Bifröst hefur tekið á öllum þeim atriðum. Söfnun tölulegra gagna og úr- vinnsla þeirra til að nýta við stjórn- un og stefnumótun hefur verið stór- aukin, skýr stefna til næstu ára hefur verið sett fram, úttekt á stjórnskipulagi og hlutverkaskipt- ingu í skólanum var hleypt af stokk- unum, nýjar reglur hafa verið sett- ar um fastráðningu akademískra starfsmanna og fjárhagsleg staða skólans verið bætt. Gagnlegt og lærdómsríkt Í fréttatilkynningu er haft eftir Vilhjálmi Egilssyni, rektor Háskól- ans á Bifröst, að úttektarferli gæða- ráðs hafi reynst bæði gagnlegt og lærdómsríkt fyrir Háskólann á Bif- röst og styrkt stöðu hans. Allar þær breytingar sem orðið hafi á starfs- háttum skólans í ferlinu muni styrkja hann enn frekar. Í gæðaráði íslenskra háskóla sitja fimm erlend- ir sérfræðingar skipaðir af mennta- og menningarmálaráðherra. Staðfesta gæði Háskólans á Bifröst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.