Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Sun 21/2 kl. 15:00 Aukasýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..." Um það bil (Kassinn) Sun 14/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 15.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn "...ein af bestu sýningum þessa leikárs." Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fim 11/2 kl. 19:30 18.sýn Fös 26/2 kl. 22:30 19.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn Lau 27/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn Lau 20/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 28/2 kl. 13:00 6.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 13/2 kl. 11:00 aukasýn Lau 13/2 kl. 13:00 aukasýn Síðustu sýningar! Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fim 11/2 kl. 20:00 24.sýn Lau 13/2 kl. 22:30 28.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 32.sýn Fös 12/2 kl. 20:00 25.sýn Fim 18/2 kl. 20:00 29.sýn Lau 20/2 kl. 22:30 33.sýn Fös 12/2 kl. 22:30 26.sýn Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn Lau 13/2 kl. 20:00 27.sýn Fös 19/2 kl. 22:30 31.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 10/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 17/2 kl. 19:30 3.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Njála (Stóra sviðið) Fim 11/2 kl. 20:00 17.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 21.sýn Lau 27/2 kl. 20:00 25.sýn Sun 14/2 kl. 20:00 18.sýn Mið 24/2 kl. 20:00 22.sýn Fös 4/3 kl. 20:00 26.sýn Mið 17/2 kl. 20:00 19.sýn Fim 25/2 kl. 20:00 23.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 27.sýn Fös 19/2 kl. 20:00 20.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 24.sýn Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (Nýja sviðið) Mið 10/2 kl. 20:00 Lau 13/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 13.k Fim 18/2 kl. 20:00 Fös 12/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00 Sýningum lýkur í febrúar Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 12/2 kl. 19:00 104.sýn Lau 13/2 kl. 14:00 aukas. Lau 13/2 kl. 19:00 síð.sýn. Allra síðustu sýningar Flóð (Litla sviðið) Fim 11/2 kl. 20:00 8.sýn Sun 14/2 kl. 20:00 9.sýn Sun 28/2 kl. 20:00 10.sýn Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 14/2 kl. 13:00 102.sýn Allra síðustu sýningar Vegbúar (Litla sviðið) Lau 13/2 kl. 20:00 29.sýn Fim 25/2 kl. 20:00 31.sýn Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 32.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 12/2 kl. 20:00 102.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 103.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Fim 18/2 kl. 20:00 Frums. Mið 24/2 kl. 20:00 4.k. Sun 6/3 kl. 20:00 Sun 21/2 kl. 20:00 2.k Lau 27/2 kl. 20:00 5.k Fim 10/3 kl. 20:00 Þri 23/2 kl. 20:00 3.k. Fös 4/3 kl. 20:00 6.k Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Lau 13/2 kl. 13:00 Lau 20/2 kl. 13:00 Sun 14/2 kl. 13:00 Sun 21/2 kl. 13:00 Nýtt 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mán 22/2 kl. 13:00 Þri 23/2 kl. 13:00 Mið 24/2 kl. 13:00 Þri 23/2 kl. 10:00 Mið 24/2 kl. 10:00 Þri 23/2 kl. 11:30 Mið 24/2 kl. 11:30 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. Njála – „Unaðslegt leikhús“ – ★★★★ , S.J. Fbl. tónlistinni en ég hef alltaf haft áhuga á vísna- og þjóðlagatónlist og svo bættist djassinn við. Tón- listin hefur því alltaf verið hluti af útgáfustarfinu og í byrjun var lagt upp með það tvíeyki. Útgáfuna stofnaði ég svo ásamt konunni minni heitinni, Önnu Pálínu Árna- dóttur, vorið 1992,“ segir hann og bætir við að útgáfan hafi aldrei átt að vera stór. „Ég var ekki viss um hvort ráðist yrði í frekari útgáfu en gaf fyrirtækinu engu að síður nafnið Dimma, svona til öryggis.“ Í dag rekur Aðalsteinn útgáfuna í kjallaranum hjá sér og passar að umfang hennar verði aldrei meira en hann ræður við og aldrei svo að hann geti ekki sinnt eigin skrifum. „Útgáfan er áhugamálið mitt. Hún veitir mér vissulega einhverja vinnu en ekki of mikla. Ég hef sniðið henni slíkan stakk og passa að ekki komi til þess að hún taki yfir meira af mínum tíma en ég þoli og vil. Ég hef nefnilega verið svo lánsamur að hafa alltaf getað gert það sem mig langar að gera og fyrst og fremst langar mig til að geta unnið að eigin verkum þótt útgáfumálin séu að sönnu mjög skemmtileg líka. Ég reyni að skipta þessu upp með því að halda útgáfunni niðri í kjallara en hugar- fluginu uppi á lofti og svo mætist þetta tvennt á miðhæðinni, ásamt ótal mörgu öðru. Það er örugglega flókið að umgangast mig, en konan mín, Jóhanna Björk, hefur sem betur fer mikinn áhuga á því sem ég er að stússa og kippir sér sjald- an upp við það þegar skáldið skipt- ir um ham og breytist í hagsýnan útgefanda á augabragði, kannski bara yfir kaffibolla í eldhúsinu eða á meðan við erum að elda kvöld- matinn. Þannig tvinnast þetta allt saman og stundum veit ég auðvit- að ekki hvort er áhugamálið og hvort er vinnan, en það er líka allt í lagi.“ Sérstakur viðskiptamaður Aðalsteinn passar einkennilega inn í viðskiptalífið enda einn þeirra fyrirtækjaeigenda sem er það ekki keppikefli að sækjast sérstaklega eftir ofurgróða eða örum vexti. Hann viðurkennir þó að aukinn peningur opni dyr aukinna tæki- færa. „Árið 1998 gáfum við Anna Pál- ína út barnaplötuna Berrössuð á tánum, sem seldist mjög vel og allt í einu átti Dimma dálítið af pen- ingum afgangs. Þá skapaðist tæki- færi til að skipta um gír og hjólin fóru að snúast aðeins hraðar. En ég hef engu að síður alltaf verið trúr uppruna fyrirtækisins og vil helst haga rekstrinum þannig að hann vaxi ekki frá mér. Mig lang- aði hins vegar að gefa út meiri tónlist og setti meiri kraft í tónlist- ardeildina,“ segir hann sposkur á svip. „Þetta er nú varla deild, en samt nokkrir frábærir listamenn sem ég hef átt gott og gefandi samstarf við í gegnum tíðina. Fyrstur inn var Gunnar Gunnarsson, píanisti og organisti, en í kjölfarið komu svo Guðrún Gunnarsdóttir og Sig- urður Flosason. Þá var líka runnin upp önnur öld og um tíma varð tónlistin ráðandi útgáfuafl í Dimmu. Þannig safnaðist inn í þetta litla kompaní hópur af úrvals tónlistarmönnum úr djassgeir- anum, Andrés Þór gítarleikari, Kristjana Stefáns söngkona og Agnar Már Magnússon píanóleik- ari eru þeirra á meðal. Og svo til að rétta aðeins kúrsinn og koma vísna- og þjóðlagatónlistinni aftur kom söngvaskáldið Svavar Knútur inn og er á meðal þeirra lista- manna sem Dimma státar af í dag.“ Ráðgefandi vinna fyrir Blindra- félagið leiddi Aðalstein á sínum tíma að hljóðbókinni, en hjá Dimmu hefur komið út fjöldi hljóð- bóka og flestar fyrir börn. Núna er svo hafinn nýr kafli í útgáfunni, því fyrir rúmlega tveimur árum var samið við Gyrði Elíasson rit- höfund um útgáfu verka hans og segir Aðalsteinn áherslubreyting- arnar eðlilegan lið í rekstrinum. „Þetta vegur salt, þegar einn hluti fer á flug minnkar áherslan á annan en grunnurinn er alltaf sá sami. Ég stofnaði Dimmu til að gefa út það sem mér fannst aðrir útgefendur ekki vera að sinna og þannig hafa t.d. alltaf komið út ljóðabækur og þýðingar með reglulegu millibili. Þegar Gyrðir kom að máli við mig fyrir nærri þremur árum þurfti ég að spá í spilin og horfa fram á veginn því það breytti óneitanlega talsverðu að taka við höfundi á borð við hann. En hann hafði fullan hug á að Dimma tæki verkefnið að sér og ég vildi mjög gjarna verða út- gefandinn hans.“ Íhaldssemi formsins Tækninni fleygir fram og meðan tónlistarheimurinn tekur stöðugum breytingum ásamt nýjum áherslum í dreifingu efnis, bæði tónlistar og sjónvarpsefnis, telur Aðalsteinn að bókin muni lifa í sínu formi lengur. „Ég átti ekkert endilega von á því að ég yrði viðloðandi bókaút- gáfu í hinu hefðbundna formi þeg- ar ég var að byrja minn feril. Fyr- ir tuttugu árum voru alltaf einhverjir spekingar að spá enda- lokum bókarinnar á pappír og margir héldu að rafrænan tæki við af fullum þunga. En bókin sem prentgripur hefur svo margt við sig og þar skilur á milli rafrænu og hins áþreifanlega. Hljóðbækur eru til dæmis allt annað form, hvorki verra né betra, bara annað. Þær bjóða upp á ýmislegt sem prentútgáfuna skortir og öfugt. Og ég hef þá trú að bókin eigi bjarta framtíð fyrir sér, en það er líka pláss fyrir önnur útgáfusnið við hlið hennar.“ Aðalsteinn gaf nýlega út ljóða- þýðingar sínar Nýsnævi sem er ní- unda bók hans með ljóðaþýðingum. „Mér finnst mikilvægt að við einangrumst ekki í ljóðlistinni á Íslandi. Þýðingar hafa alltaf skipt okkur máli, ekki síst í þeim geira. Og við sem lítum oftar en ekki svolítið stórt á okkur og köllum okkur bókmenntaþjóð megum ekki falla í þá gryfju að einangrast. Við verðum alltaf að vinna að því að stækka sjóndeildarhringinn og hafa augun opin fyrir umheim- inum. Hluti af því er að íslenska erlendar bókmenntir og þar er af nógu að taka, ekki síst í heimi ljóð- listarinnar. Og það er líka ákveðin víxlverkun sem á sér stað. Nýir straumar berast hingað, ná landi og hafa áhrif sem erfitt er að greina en koma svo í ljós löngu seinna þegar íslensk skáld horfa út og hyggja að nýjum landvinn- ingum með ljóð í farteskinu. Fyrir mig hefur það reynst lærdómsríkt og krefjandi að fá að þýða á annað hundrað ljóð eftir skáldin 15 sem eiga efni í Nýsnævi. Ég hef líka áður sagt að það sé góð aðferð til að skilja heiminn og byggja brýr á milli menningarsvæða að finna ljóðlistinni nýja farvegi. Ég stend við þau orð og held áfram þeirri vegferð.“ mitt“ Morgunblaðið/Golli Bókin lifir Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson, rit- höfundur og út- gefandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.