Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti |Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 Sorg er eðlileg í kjölfar ástvinamissis en oft gerist það að sá sem syrgir á erfitt með að vinna sig til sáttar í sorgarferlinu. Sorgin hefur ólíkar birtingarmyndir en einkenni geta verið líkamleg, tilfinningaleg, hugræn og félagsleg. Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að draga úr vanlíðan sem fylgir sorginni og finna leiðir til að auka jákvæð bjargráð í erfiðum aðstæðum. Lögð verður áhersla á fræðslu og leiðir til að vinna með sorgina, heildræna nálgun, slökun og hugleiðslu. Að auki verður boðið upp á hæfilega hreyfingu og útivist í fallegu umhverfi. Innifalið er gisting, hollur og góður matur, aðgangur að líkamsrækt, sundlaugum og baðhúsinu Kjarnalundi. Umsjón er í höndum Bryndísar Einarsdóttur sálfræðings ásamt hópi fagfólks Heilsustofnunar. Verð á mann: 130.000 kr. (123.500 í tvíbýli) Sorgin og lífið Vikudvöl fyrir þá sem hafa orðið fyrir ástvinamissi dagana 21.-28. febrúar eða 17.-24. apríl 2016. Grænumörk 10 - Hveragerði - heilsustofnun.is Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða heilsa@heilsustofnun.is Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands ● Yngve Slyng- stad, stjórnandi Norska olíu- sjóðsins, segir að í ljósi hrunsins sem varð árið 2008 sé óverjandi að bankar skuli ekki halda skyldum stjórn- arformanns og for- stjóra/bankastjóra aðgreindum. Greinir FT frá þessu. Sjóðurinn vill að bandarísk fyrirtæki láti af þeim sið að sameina starf for- stjóra/bankastjóra og stjórnarfor- manns og beinir tilmælunum ekki síst til stóru bandarísku bankanna. Á síð- asta ári kaus sjóðurinn gegn hug- myndum um að sameina stöðu for- stjóra og stjórnarformanns hjá bönkum á borð við JP Morgan, Bank of Am- erica og Goldman Sachs. ai@mbl.is Yngve Slyngstad Olíusjóðurinn vill verka- skiptingu á toppinum ● Neytendur í Evrópu gætu þurft að borga 20% hærra verð fyrir ólífur og ólífuvörur næstu misserin. Óheppi- legt veðurfar og skæð bakteríusýking hafa komið illa við ólífubændur á Spáni og Ítalíu. Þessi tvö lönd hafa lengi verið stærstu ólífuframleiðendur heims en hafa núna dregist aftur úr Túnis þar sem uppskeran hefur verið með besta móti. Dróst ólífuframleiðsla Spánar og Ítalíu saman um nærri helming á uppskeruárinu 2014-15. Nú hafa aðstæður skánað á Spáni og Ítalíu og ætti uppskeran að taka við sér á þessu ári. Í Túnis má búast við minnkandi framleiðslu þar sem ólífutré geta ekki skilað góðri uppskeru tvö ár í röð, að sögn Financial Times. ai@mbl.is Ólífuverð á uppleið vegna dræmrar uppskeru Grænar Túnis hefur látið að sér kveða á ólífumarkaði. STUTTAR FRÉTTIR ... eins og áður hafði verið búist við. Í viðskiptum utan opnunartíma mark- aða lækkuðu hlutabréf LinkedIn mik- ið og þegar kauphöllunum var lokað á föstudag var lækkunin orðin 43%. Er þessi lækkun sú mesta sem orðið hef- ur á hlutabréfum LinkedIn síðan fyr- irtækið fór á markað árið 2011 og rýrnaði markaðsvirði fyrirtækisins um hér um bil 10 milljarða dala. Einnig þykir eftirtektarvert að hlutabréf fyrirtækisins Salesforce, sem selur samnefndan viðskiptahug- búnað, lækkuðu um 12% á föstudag án þess að nokkrar fréttir bærust úr rekstrinum. Viðkvæmir fyrir frávikum Hagnaðartölur tæknifyrirtækja hafa valdið vonbrigðum að undan- förnu og virðist sem fjárfestar séu farnir að hafa varann á sér. Hluta- bréfaverð í tæknigeira byggist að miklu leyti á væntingum um öran vöxt og virðist tilvik LinkedIn sýna að ekki þarf mikið að koma til svo að verðið lækki mikið. Segir FT að margt bendi til að „samdráttar-hugs- unarháttur“ hafi skotið rótum hjá fjárfestum og hætt við harkalegum viðbrögðum ef tæknifyrirtæki mis- stíga sig jafnvel bara lítillega. Bandarísk tækni- hlutabréf lækka AFP Skellur Net- og tæknifyrirtæki lækkuðu mörg á föstudag. Fjárfestar brugð- ust mjög illa við lækkaðri tekjuspá LinkedIn. Miðlari að störfum á NYSE.  LinkedIn lækkaði um 43% á einum degi vegna tekjuspár FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á föstudag lækkaði Nasdaq Compo- site-vísitalan um 3,3% og nam viku- lækkunin 5,4%. Yfir vikuna lækkaði Dow Jones-vísitalan um 1,6% á með- an S&P 500 vísitalan missti 3,5%. Financial Times rekur lækkun bandarískra hlutabréfa á föstudag meðal annars til nýjustu mælinga á vinnumarkaðinum þar í landi. Urðu til 151.000 ný störf í janúar, að land- búnaðargeira undanskildum, og er sú tala töluvert undir væntingum. Hækkaði tímakaup að meðaltali um 0,5% í mánuðinum og vinnustundum fjölgaði. Þykir þessi þróun styðja við þá stefnu bandaríska seðlabankans að hækka stýrivexti. Hvekktir tæknifjárfestar Þá virðist eins og eitthvað sé í loft- inu í tækningeiranum en Nasdaq-vísi- talan samanstendur að stórum hluta af net- og tæknifyrirtækjum. Apple lækkaði um 3,25% á föstudag, Ama- zon um 6,36% og Facebook um 5,81%, að því er CNBC greinir frá. Langtum meiri var lækkun LinkedIn, vefsíð- unnar sem stundum er kölluð Face- book fagfólksins. LinkedIn er ekki hluti af Nasdaq-vísitölunni en FT segir að viðbrögð markaðarins við lækkaðri tekjuspá LinkedIn séu til marks um breyttan þankagang hjá fjárfestum. Birti LinkedIn nýjar tölur úr rekstrinum seint á fimmtudag sem sýndu að frammistaðan var í sam- ræmi við væntingar, nema hvað að fyrirtækið spáir því nú að tekjur muni aukast um 22% á þessu ári í stað 30% Janúarmánuður var sá þriðji í röðinni sem gjaldeyrisforði Kína fór minnk- andi. Í mánuðinum dróst forðinn saman um 99,47 milljarða dala. Nem- ur gjaldeyrisforðinn nú samtals um 3.231 milljarði dala, að því er segir í fréttatilkynningu sem kínverski seðlabankinn sendi frá sér á laugar- dag. Í desember minnkaði forðinn um 107,9 milljarða dala og var það nýtt met, að sögn MarketWatch. Hefur gjaldeyrisforðinn ekki verið minni í þrjú ár. Selur seðlabanki Kína bandaríkja- dali til að forða gengi kínverska gjald- miðilsins frá hraðri lækkun. Seðla- bankinn glímir við mikinn fjár- magnsflótta þar sem spilar inn í veiking renminbísins og hækkandi vextir í Bandaríkjunum. Fjármagns- flóttinn er líka drifinn áfram af verð- lækkun ýmissa eignaflokka innan- lands og virðast fjárfestar leita í auknum mæli í eignir sem verðlagðar eru í dollurum, jafnt heima fyrir sem erlendis. Á fundi með hagfræðingum á föstudag sagði Li Keqiang, forsætis- ráðherra Kína, að stjórnvöld hygðust m.a. bregðast við vandanum með frekari markaðsumbótum og enn meiri opnun hagkerfisins. Kvaðst hann vera þess fullviss að áframhald- andi þróun í þá átt muni forða kín- verska hagkerfinu frá „harkalegri lendingu“ og koma í veg fyrir mikla veikingu gjaldmiðilsins. ai@mbl.is AFP Bjartsýnn Li Keqiang bindur vonir við frekari markaðsumbætur. Kína heldur áfram að blæða dollurum  Forðinn 99,47 milljörðum dala minni ● Könnun sem Reuters lagði fyrir hóp hagfræðinga bendir til þess að hægt hafi á hag- vexti á Indlandi. Gerist það þrátt fyr- ir að indverski seðlabankinn, sem Raghuram Rajan stýrir, hafi lækkað vexti í fjórgang á síðasta ári til að reyna að örva hagkerfið. Útflutningur í desember var 14,75% minni en í sama mánuði fyrir ári og skýr- ist það m.a. af færri pöntunum frá Evr- ópu og Bandaríkjunum og veikingu ren- minbísins sem bætir samkeppnisstöðu kínverskra framleiðenda. Samkvæmt Reuters er hagvöxtur á Indlandi nú 7,3% en mældist 7,4% á síðasta fjórðungi. ai@mbl.is Indverska hagkerfið missir dampinn Raghuram Rajan Kenneth Feinberg sem stýrir bóta- sjóði þýska bílaframleiðandans seg- ir að rausnarlegar bætur verði greiddar til um 600.000 eigenda Volkswagen-bifreiða í Bandaríkj- unum. Ekki fæst þó uppgefið hver upphæð bótanna mun verða, eða hvort bæturnar verða í formi pen- ingagreiðslu, viðgerða, uppkaupa á ökutækjum eða skiptum á eldri bíl- um fyrir nýja. Feinberg lét þessi ummæli falla í viðtali við Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung sem birt var um helgina. Feinberg hefur áður stýrt bótagreiðslum til fórnarlamba hryðjuverkaárásanna 11. sept- ember 2001 og til þeirra sem urðu fyrir tjóni af völdum lekans úr bor- holu BP í Mexíkóflóa árið 2010. Á föstudag frestaði Volkswagen birtingu uppgjörs síðasta árs og sló einnig á frest árlegum hluthafa- fundi. Segir Reuters þetta gert til að leggja megi nákvæmara mat á kostnaðinn af útblásturshneykslinu sem skók fyrirtækið fyrr í vetur. ai@mbl.is Volkswagen hyggst greiða „rausnarlegar“ bætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.