Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 Fyrrverandi heimilum tveggja heimskunnra íbúa Lundúnaborgar sem kunnir eru fyrir tónlist, barokk- tónskáldsins Georgs Friedrichs Händels (1685-1759) og rokkgít- arleikarans Jimis Hendrix (1942- 1970), hefur verið steypt í sameig- inlegt safn um listamennina, Handel & Hendrix. Þótt aldir hafi skilið þá bjuggu þeir sér heimili í samliggj- andi húsum í Mayfair-hverfinu og þar verður opnað á miðvikudag safn um þá en framkvæmdirnar eru sagðar hafa kostað hátt í fimm hundruð milljónir króna. Samkvæmt The Art Newspaper notaði starfsfólkið í hinu gamla safni um tónskálið, Handel House, svefn- herbergi Hendrix sem skrifstofu. En fyrir tilstilli fyrrverandi unnustu gít- arleikarans, Kathy Etchingham, var ráðist í að stækka safnið inn í þann hluta og tileinka það þeim báðum. Þegar herbergjum Hendrix var breytt í upphaflega mynd var meðal annars stuðst við ljósmyndir en gít- arleikarinn veitti iðulega viðtöl þar sem hann lá í rúminu. Í safninu verður nýtt sýningar- rými auk lítils tónleikasalar, þar sem tónlist frá 6. áratug 20. aldar mætir tónlist frá fyrrihluta þeirrar 18. Breska Lottóið greiddi helming kostnaðar. Gítarstjarnan Jimis Hendrix verður minnst í nýju safni en einnig tónskálds- ins og nágranna hans, tveimur öldum fyrr, Georgs Friedrichs Händels. Händel og Hendrix saman undir einu þaki Það kom vegfar- endum á leið um St. Pancras- lestarstöðina í London á föstu- dagsmorguninn ekki lítið á óvart að sjá nýju og glansandi píanói ýtt inn á stöðv- argólfið og popp- goðið Elton John setjast við það glaðbeitt og taka að leika lagasyrpu. Fjöldi manna þyrptist að og myndaði hring um hljóðfærið og að leik loknum árit- aði John hljóðfærið með orðunum: „Njótið þessa píanós. Það er gjöf. Ástarkveðja, Elton John.“ John gefur píanó Tónleikarnir á heimasíðu Johns. » Meðal helstu viðburða Safnanætur á föstudags-kvöldið var opnun á afar viðamikilli sýningu á Kjarvalsstöðum með málverkum og teikningum eftir Jóhannes S. Kjarval. Sýningin nefnist „Hugur og heimur“ og á henni gefur að líta úrval verka úr merku en fáséðu einkasafni Þorvaldar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, og úr safni Listasafns Reykjavíkur – Kjarvalssafni. Viðamikil sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals opnuð Hugur og heimur Á sýningunni á Kjarvalsstöðum er úrval verka Jóhannesar S. Kjarvals úr fáséðu einkasafni og úr safni Listasafns Reykjavíkur. Glaðir gestir Katrín Jakobsdóttir og Birgir Ármannsson. Kát feðgin Helena Hjörvar, Helgi Hjörvar og María Hjörvar. Morgunblaðið/Eggert - vinnufatnaður ogöryggisskór. Vertuvel til fara í vinnunni! 10.472kr. 13.831kr. 8.143kr. 7.661kr. 10.039kr. 11.831kr. 17.846kr. 8.143kr. 10.472kr. 21.193kr. 17.650kr. THE CHOICE 8, 10:20 ALVIN & ÍKORNARNIR 5:50 ÍSL.TAL THE BOY 8, 10:10 THE REVENANT 5:50, 9 RIDE ALONG 2 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.