Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is MAZDA 3 02/2004, ekinn 132 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.090.000. TILBOÐ 890.000. 100% kortalán. Raðnr.286849 áwww.BILO.is VOLVO S60 TURBO 20V 05/2003, ekinn 212 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður, lúga o.fl.Verð 1.290.000. TILBOÐ 850.000. 100% kortalán. Raðnr.254160 áwww.BILO.is VW Sharan 1.8T COMFORTLINE 04/2005, ekinn 170 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Ný tímareimognýheilsársdekk.Verð 1.190.000 TILBOÐ 890.000. 100%kortalán. Raðnr.254677 KIA SORENTO EX LUXURY 01/2006, ekinn 205 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður.Verð 1.790.000. Raðnr.252050 áwww.BILO.is HYUNDAI GETZ GLS 06/2005, ekinn 154 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 790.000. TILBOÐ 690.000. 100% kortalán. Raðnr.254740 áwww.BILO.is Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Marco Rubio, öldungadeildar- þingmaður frá Flórída, átti í vök að verjast í fyrrakvöld þegar sjö fram- bjóðendur í forkosningum repúblik- ana tókust á í sjónvarpskappræðum. Skoðanakannanir benda til þess að flestir telji að Rubio sé líklegastur frambjóðendanna til að geta sigrað forsetaefni demókrata í forsetakosn- ingunum í nóvember. Nokkrir frambjóðendanna gerðu atlögu að Rubio í kappræðunum, m.a. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, sem gagnrýndi hann fyrir að vera of reynslulítill stjórnmála- maður. Christie hæddist einnig að Rubio fyrir að koma sér hjá því að svara erfiðum spurningum með því að endurtaka aftur og aftur sömu setningarnarnar sem hann hefði æft með hjálp pólitískra ráðgjafa. Skoðanakannanir benda til þess að auðkýfingurinn Donald Trump sé með mest fylgi frambjóðendanna í New Hampshire þar sem forkosn- ingar fara fram á morgun. Næstir koma Rubio með 14% fylgi og öld- ungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz með 13%. Rubio í vörn í kappræðum AFP Spennandi barátta Donald Trump og Marco Rubio ræða saman í hléi í sjón- varpskappræðum frambjóðenda í forkosningum repúblikana í fyrrakvöld.  Gagnrýndur fyrir reynsluleysi Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld víða um heim gagnrýndu í gær eldflaugarskot Norður-Kóreu- manna og Bandaríkjastjórn kvaðst ætla að hefja viðræður um að koma bandarískum varnarflaugum fyrir í Suður-Kóreu vegna hættunnar sem stafaði af eldflaugum einræðis- stjórnarinnar í Pjongjang. Norður-Kóreumenn sögðust hafa skotið eldflaug til að koma gervi- hnetti á braut um jörðu. Ráðamenn í grannríkjum Norður-Kóreu og á Vesturlöndum telja hins vegar að markmiðið með eldflaugarskotinu sé að prófa langdræga eldflaug sem tal- ið er að Norður-Kóreumenn séu að þróa í hernaðarlegum tilgangi. Talið er að þeir stefni að því að koma sér upp eldflaug sem gæti borið kjarna- odd og hægt væri að skjóta á fjarlæg skotmörk, m.a. meginland Banda- ríkjanna. Stjórnvöld í Japan sögðu að eld- flaugarskotið væri „algerlega ólíð- andi“ brot á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Suður- Kóreu óskaði eftir skyndifundi um málið í öryggisráðinu í gærkvöldi. Embættismenn í varnarmálaráðu- neytum Suður-Kóreu og Bandaríkj- anna sögðust ætla að hefja formleg- ar viðræður um að bandarískum varnarflaugum yrði komið fyrir í Suður-Kóreu. Þeir segja varnar- flaugarnar nauðsynlegar vegna hættunnar sem stafi af eldflaugum Norður-Kóreumanna en stjórnvöld í Kína og Rússlandi óttast að varnar- flaugarnar leiði til nýs vígbúnaðar- kapphlaups í Austur-Asíu. Kínverjar áhyggjufullir Stjórnvöld í Kína, helstu banda- menn einræðisstjórnarinnar í Pjongjang, sögðust harma eld- flaugarskotið í gær. Talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins sagði að Norður-Kóreumenn hefðu „rétt til að nýta geiminn í friðsamlegum tilgangi“ en sá réttur væri takmark- aður með ályktunum öryggisráðsins. Norður-Kóreumenn hafa þegar lýst því yfir að þeim hafi tekist að búa til eldflaugar sem hægt væri að skjóta á meginland Bandaríkjanna. Flestir vopnasérfræðingar – en ekki allir – draga þá yfirlýsingu í efa og telja að enn séu nokkur ár í það að Norður-Kóreumenn nái þessu mark- miði. Talið er að Norður-Kóreumenn stefni einnig að því að búa til kjarna- odd sem er nógu lítill til að hægt væri að beita honum í árás með lang- drægri eldflaug. Stjórnvöld í Kína eru andvíg þess- um áformum en hafa verið mjög treg til að fallast á að öryggisráðið grípi til frekari refsiaðgerða gegn stjórn Norður-Kóreu vegna málsins. Kín- verjar óttast að efnahagshrun í Norður-Kóreu gæti orðið til þess að margir íbúar grannríkisins flýðu yfir landamærin til Kína. Stjórnin í Pek- ing hefur einnig áhyggjur af því að fall einræðisstjórnarinnar í Pjong- jang geti orðið til þess að Kóreulönd- in tvö sameinist og nýtt Kóreuríki í bandalagi við Bandaríkin geti skaðað öryggishagsmuni Kína. Eldflaugarskot í N-Kóreu fordæmt  Hafnar verða viðræður um að flytja bandarískar varnarflaugar til S-Kóreu Heimildir: AFP/KDM/Global Security/38 North Norður-Kóreumenn eiga að minnsta kosti 1.000 tegundir af eldflaugum og flugskeytum, að sögn varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu Eldflaugar Norður-Kóreumanna 1.500 km 500 km 4.000 km 6.000 km Nokkrar af eldflaugum Norður-Kóreumanna: 300 km Í notkunScud-B 500 km Í notkunScud-C 1.000 -- 1.500 km Í notkunRodong 2.500 km Skottilraun 1998 (misheppnaðist) Taepodong-1 3.000 km 5.500+ km Í þróun Óprófuð Musudan-1 Prófuð 120 km KN-02 KN-08 6.700 km Taepodong-2 100 km SUÐUR- KÓREA NORÐUR- KÓREA SEOUL PJONGJANG Tongchang-ri (Sohae) Musudan-ri (Tonghae) WonsanSukchon Þekktar skot- stöðvar Skotið á loft í tilraunaskyni 12. desember 2012 (Unha-3- burðarflaug sem byggist á sömu tækni) Áætlað drægi Fjarlægð frá Norður-Kóreu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.