Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það mætti halda að þú værir sér-
stakur verndari erfiðs fólks, og það sækir í
þig. Gakktu frá þessum málum og stefndu
ótrauður fram á við. Byrjaðu á ótilgreindum
ástvini.
20. apríl - 20. maí
Naut Æskuminningar gætu flotið upp á
yfirborðið í dag í samræðum við aðra. Láttu
þínar eigin þarfir njóta forgangs, það er
nauðsynlegt annað veifið, en alls ekki alltaf.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Forðastu mikilvægar ákvarðanir í
dag. Kannski þú sért á taugum vegna kom-
andi kynningar eða eindaga. Taktu svo það
til handargagns sem þér fellur best.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Rómantískasta kvöldið sem þú get-
ur átt er heima fyrir, ekki úti á lífinu. Illu er
best aflokið svo drífðu þetta af.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fjölskyldan er tilfinningalegur kjarni
tilverunnar. Ef þú berð í hjarta þér sorg
gamallar ástar, reiði eða biturð, þá er núna
rétti tíminn til sleppa takinu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú lætur þig dreyma um algjör um-
skipti. Allt sem gert er hefur áhrif á heild-
armyndina, alveg eins og hið ógerða.
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu sjálfa/n þig hafa svolítinn for-
gang í dag. Skriftir, lestur og fundarsetur
taka mikinn tíma auk þess sem þú þarft að
sinna heilsu þinni og skyldum þínum bæði
á heimilinu og í vinnunni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Félagslífið er blómlegt um
þessar mundir en þú ert ekki alveg viss
hvers er krafist af þér. Af hverju að bíða
fram í næstu viku þegar hægt er að grípa
tækifærin í dag?
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Dagur eins og þessi væri innan-
tómur ef ekki kæmi til náins samneytis við
fjölskylduna. Vertu samt ekki of bráðlátur
því tíminn vinnur með þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Stundum fer svo að manns
bestu fyrirætlanir eru misskildar og gera
aðeins illt verra. Ef þú upplifir erfiðleika á
hinu huglæga sviði skaltu gera eitthvað í
því.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Sum reynsla er mjög dýrkeypt
og vafasamt hvort það er þess virði að
sækjast eftir henni. Mundu bara að ætla
ekki öðrum að vinna þitt verk.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur góðan byr í seglin en þarft
að gæta þess að fara ekki fram úr sjálfum
þér. Dómgreind þín er ekki með besta móti.
Enn eitt heimsmetið,“ segirHjálmar Freysteinsson á
Boðnarmiði:
Hlustið nú á háreystið!
hrópar mús sem leysir vind.
Ævinlega erum við
öðrum þjóðum fyrirmynd.
Hallmundur Kristinsson segir af
öðru tilefni:
Virðist pottur víða brotinn enn.
Verður mönnum efni í góðar stökur
spurningin hvort myndatökumenn
megi aka gámabíl við tökur!
Og auðvitað er ort um veðrið –
nema hvað! Ingólfur Ómar Ár-
mannsson kveður:
Þó mér stundum kólni á kló
kætist sálartetur.
Ég vil hafa hríð og snjó
helst í allan vetur.
Jón Gissurarson segir að hér á
bæ sé vestanáttin mun verri en
austanátt:
Austan gola ávallt hér
okkur færir ljúfan blæ
Vestanáttin virðist mér
velgja meira þessum bæ.
Gunnar J. Straumland kann að
koma orðum að hlutunum:
Lemur, blæs og leysir mátt,
lægðar æsingurinn.
Orgar, hvæsir, emjar hátt,
austan þræsingurinn.
Eflaust líka eykur slátt
ef hann rýkur niður fjöll.
Meðfram slíkri austanátt
oftast fýkur lausamjöll.
Í Vísnahorni á föstudaginn segir
að sr. Gunnar Jóhannesson hafi
verið prestur á Skarði í Landi en
þar átti að sjálfsögðu að standa í
Gnúpverjahreppi eins og ég átti að
vita. Þeir voru því sveitungar sr.
Gunnar og Hælsmenn. Þetta taldi
Eiríkur Einarsson góðan kost:
Stúlkan er sem stærðarfjall,
standbergjuð og gljúframörg.
Hún á að fá sér kræfan karl
og kenna honum að síga í björg.
Í Prestavísum, sem séra Sigurður
Guðmundsson vígslubiskup tók
saman, segir: Þegar sr. Hjálmar
Jónsson var á Bólstað kenndi hann
við Húnavallaskóla. Einn vetur
kenndi þar einnig Guðlaugur Ara-
son rithöfundur. Hafði hann þá ný-
lega gefið út bókina Eldhúsmellur.
Sr. Hjálmar var spurður hvernig
maður Guðlaugur væri. Hann svar-
aði þannig:
Hefur brellið hugarþel
haus af dellu bólginn.
Annars fellur okkur vel
við Eldhúsmelludólginn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af heimsmeti,
veðrinu og prestum
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG SÉ AÐ ÞÚ HEFUR LOKSINS
SAUMAÐ TÖLUNA AFTUR Á.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fara í hvalaskoðun
saman.
GRETTIR, VIÐ HORFUM
OF MIKIÐ Á SJÓNVARP
ÞAÐ KEMUR
BRÁÐUM
VIÐ ÞURFUM
HLÉ
HVAR ER
FJAR-
STÝRINGIN?
VÁ! SJÁÐU
HVERSU HRATT
HRÓLFUR GETUR
HLAUPIÐ!
GÓÐ ÆFING
GERIR HONUM
ÞETTA KLEIFT!
OG EINNIG
VANDAMÁL Í
EINKALÍFINU
Snakk
Kaffi
500 kr.
Þjórfé
Af bókasafninu tók Víkverji meðsér litla bók eftir Láru Ómars-
dóttur sem heitir Hagsýni og ham-
ingja. Þar útskýrir fréttakonan knáa
fyrir lesendum sínum hvernig takast
eigi á við fjárhagslega erfiðleika og
lifa af litlu. Allt er þetta fróðlegt og
lipurlega skrifað og efnistökin ráðast
af því að bókin var skrifuð og kom út
árið 2009 í miðri Íslandskreppunni.
En nú eru aðrir tímar á landinu bláa.
Það er gráupplagt að einhverjir
skrifi og gefi út bók um ráðdeild nú í
miðju góðærinu, þegar er svo mik-
ilvægt að safna í hlöður fyrir magra
tíma sem auðvitað koma aftur.
x x x
Víðsýnn og vel lesinn maður semhefur skýra lífsskoðun og lætur
brim stundarinnar ekki kaffæra sig.
Þetta er sú mynd sem lesandi fær af
Árna Bergmann eftir að hafa lesið
minningabók hans, Eitt á ég samt,
sem kom út fyrir síðustu jól. Orðfær-
ið er skemmtilegt og í lipurlega
skrifuðum texta er allskonar fróð-
leikur um menn, málefni og hug-
myndir; sögur af listafólki, stjórn-
málamönnum og lærdómshestum.
Fín bók.
x x x
Í bók Reynis Traustasonar Amer-íski draumurinn - Íslendingar í
landi tækifæranna segir frá löndum
okkar sem fluttu til Bandaríkjanna
þar sem þeir hafa átt ævintýralegt
líf. Þarna stígur fram fólk sem hefur
spjarað sig vel svo eftirtekt hefur
vakið hér heima. Má þar nefna geim-
farann Bjarna Tryggvason og út-
gerðarmanninn Jón Grímsson. Frá-
sagnir þeirra og annarra eru
tilbrigði við velþekkt stef, það að í
vestri drjúpi smjör af hverju strái og
duglegu fólki séu allir vegir færir.
Hvort svo sé í raun þekkir Víkverji
ekki, en hann hefur í ýmsum út-
gáfum lesið söguna um fátæka blað-
söludrenginn sem varð auðkýfingur
og öldungadeildarþingmaður. En
munum samt að á Íslandi getur hið
sama gerst, þó hlutföllin séu önnur.
Hér heima verða sveitapiltar og
frystihúsastelpur forstjórar stórfyr-
irtækja og í ríkisstjórn eru dælu-
menn af bensínstöðvum, skipstjóri,
dýralæknir og fleiri. Eru Ísland og
Ameríka kannski ekki svo ólíkir
heimar? víkverji@mbl.is
Víkverji
Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og
veit mér nýjan, stöðugan anda.
(Sálm. 51:12)