Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 Nýjasta tækni töfrar UTmessunni 2016 lauk í Hörpu á laugardaginn var og gestir fengu þá tækifæri til að kynna sér ýmsar tækninýjungar, þeirra á meðal þessi áhugasömu ungmenni. Í lokahófi messunnar á laugardagskvöld voru Skúla Eggerti Þórðarsyni og embætti ríkisskattstjóra veitt UT-verðlaun Ský 2016 fyrir framúrskarandi framlag á sviði upplýsingatækni síðustu árin. Árni Sæberg Samgöngur við Vestmannaeyjar eru ekki ásættanlegar. Tafarlaust þarf að ráðast í framkvæmdir sem koma samfélaginu þar á þann stað sem stefnt var að fyrir 10 árum þegar ákvörðun var tekin um að byggja nýja höfn í Landeyjum og smíða nýja ferju til að halda uppi öflugum samgöngum. Þessu verki er ekki lokið og árangurinn því langt frá því sem þörf er á. Næsta skrefið er að smíða nýja ferju og eftir því skrefi er ekki hægt að bíða lengur. Vissulega hafa verið uppi sterkar umræður um hvort rétt sé að ráð- ast í smíði nýrrar Vestmanna- eyjaferju eða að bíða eftir því að fram komi verkfræðilega og kostn- aðarlega raunhæfar hugmyndir um hvort og þá hvernig hægt sé að breyta höfninni sjálfri. Í dag er staðan sú að þrátt fyrir tilraunir innlendra sem erlendra hafnarverk- fræðinga þá er ekkert sem bendir til þess að slíkt verði raunhæfur möguleiki á næstu árum. Sú bar- átta verður að halda áfram og þar munum við leggjast fast á árarnar. Við teljum hinsvegar ekki að Vestmannaeyingar geti beðið róleg- ir þangað til. Úrbóta er þörf strax. Við höfum fullan skilning á því að Eyjamenn hafi litla þolinmæði fyrir þeim hvimleiðu biðlistum sem eru í siglingum þangað. Það er því ekkert óeðlilegt við það að heima- menn vilji afkastamikla ferju. Með- al annars til að mæta þeim þörfum hefur ferjan nú verið lengd þannig að hún ber umtalsvert meira af bíl- um í hverri ferð en sá Herjólfur sem nú siglir. Þá þarf einnig að sýna því skilning að takmarkaðri flutningsgetu er hægt að mæta með því að bæta við ferðum. Á sama hátt er hætt við að stærri ferja myndi sigla færri ferðir. Dugi sú ferja sem nú er stefnt að ekki teljum við að betur færi á því að vera með tvær minni ferjur frekar en eina stóra. Þannig eykst frelsi til að velja brottfarar- og komutíma langt umfram það sem annars væri. Sigling til Vestmannaeyja er þjóðvegurinn til þess byggðalags. Þjónustu á þeim vegi og gjaldtöku ber að haga í samræmi við það. Því ber einnig að halda til haga að samgöngur til Eyja snerta ekki bara lífsgæði og atvinnutækifæri í Eyjum heldur kjördæminu öllu. Með greiðum siglingum um Land- eyjahöfn skapast víðtækir mögu- leikar til samstarfs fyrirtækja, ein- staklinga og sveitarfélaga beggja vegna hafsins. Allir landsmenn eiga rétt á góðum samgöngum og mik- ilvægi þess er aukið þegar um er að ræða svæði sem stendur undir stórum hluta af útflutningstekjum þjóðarinnar. Í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi skapast gríðarlega mikil útflutningsverðmæti með miklum vexti ferðaþjónustunnar ásamt veiðum og vinnslu á sjáv- arafurðum. Lífsgæði íbúa og tæki- færi atvinnulífsins þar eru hins- vegar bundin takmörkum vegna stöðu samgangna milli lands og Eyja. Mikilvægt er að í því útboði sem nú er stefnt að verði tekið tillit til þarfa samfélagsins í Vest- mannaeyjum umfram þarfir emb- ættismannakerfis og rekstraraðila. Við tökum heilshugar undir áhersluatriði bæjarstjórnar Vest- mannaeyja hvað útboð varðar. Það þarf að tryggja að ferðum verði fjölgað frá því sem nú er, það þarf að gæta að því að skipið verði vel búið til siglinga í Þorlákshöfn þeg- ar upp kemur sú staða að ekki sé fært í Landeyjahöfn, það er ósann- gjarnt að greitt sé sérstakt álag í þeim tilvikum sem þjónusta er skert. Lengi má áfram telja og mikilvægt að þessi vakt sé staðin. Við undirrituð, þingmenn Suður- kjördæmis, leggjum því áherslu á að tafarlaust verði ráðist í útboð á smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Slík framkvæmd er nauðsynleg til að bæta sem fyrst samgöngur til Eyja. Samhliða smíðinni verður að koma fyrir búnaði til að dýpka inn- an hafnar í Landeyjahöfn og leita leiða til að bæta höfnina. Við teljum einnig mikilvægt að núverandi Herjólfur verði til staðar fyrstu rekstrarár nýrrar ferju. Eftir Unni Brá Konráðsdóttur og Vilhjálm Árnason » Sigling til Vest- mannaeyja er þjóðvegurinn til þess byggðarlags. Þjónustu á þeim vegi og gjaldtöku ber að haga í samræmi við það. Unnur Brá Konráðsdóttir Höfundar eru alþingismenn Suðurkjördæmis. Mikilvægi nýrrar Vestmannaeyjaferju Vilhjálmur Árnason Því er spáð, að á árinu 2017 verði flutt til landsins 70 milljón kíló af hráu og fersku kjöti. Sumt kemur frá lönd- um, þar sem strangt heilbrigðiseftirlit er. Sumt frá löndum, bæði í Asíu og jafnvel Afr- íku, þar sem slíkt eft- irlit er minna – jafnvel minna en ekki neitt. Þetta ferska kjör er flutt inn í erlendum umbúðum, sem eru algerlega óvottaðar – jafnvel illa þrifnar. Lítið sem ekkert eftirlit er með þessum innflutningi nema hvað leitað er eftir upprunavottorðum sé innflutningurinn frá löndum utan Schengen-svæðisins. Engra upp- runavottorða er krafist á innflutn- ingnum þaðan. Stefnt í stórhættu Síðan er þessum innflutningi dreift víða um landið og þá líka að mestu án eftirlits. Sveitir landsins sem og allur bústofn eru alger- lega óvarin og finnast jafnvel mörg dæmi þess, að þessar vörur séu látnar vera í beinni snertingu við innlendan bústofn, þó aðallega hrossastofninn. Mikil hætta er augljóslega á því, að sumt af þessum innflutningi komi frá svæðum þar sem al- gengir eru smit- sjúkdómar, sem fáséðir eru hér á landi og ekkert ónæmi er til fyrir. Meira að segja ekki til sýkla- lyf, sem dugað gætu. Jafnvel í lönd- um, sem hingað til hafa verið talin með góða smitsjúkdómagæslu, hefur nú stungið sér niður ný tegund veiru, sem ekki er til hérlendis en gæti stefnt framtíðarkynslóðum lands- manna í stórhættu. Svo ekki sé nú talað um bústofninn. Sem dæmi má nefna hina skæðu sika-veiru. Hvaða stórhættulegi innflutningur er þetta eiginlega á hráu og fersku kjöti? Hann gengur allur undir einu og sama heiti – ferðamenn. Umbúð- irnar utan um þá – sem fæst er hreint en flest óhreint – kallast sam- eiginlega nafninu fatnaður. Upp- runavottorðin köllum við vegabréf og upprunavottorð þarf ekki að sýna nema frá löndum utan Evrópu sem og nokkrum Evrópuríkjum þar sem heilbrigðismál eru ekki á jafn háu stigi og annars staðar. Upprunavott- orðin – vegabréfin – segja þó ekkert um viðkomandi „vöru“ annað en það hver sé uppruninn. Ekkert heilbrigð- isvottorð, engin sjúkdómasaga – ekki einu sinni hvort sika-veiran nú eða ebóla hafi verið á næstu grösum, jafnvel grasserað í „vörunni“. Svo eru „smitberarnir“ sendir eftirlits- laust út um sveitir landsins, íbúar ekkert varaðir við umgengni og „smitberarnir“ látnir komast upp með að umgangast búfénað lands- manna og jafnvel látnir fara á bak á hrossum. Hver og einn hlýtur að sjá hvílíkur háski er hér á ferðum, ekki bara fyrir landsmenn sjálfa heldur fyrir sjálfan bústofninn. Allt lúti sömu reglum 70 milljón kíló af hráu og fersku kjöti frá útlöndum. Hvernig stendur á því að hér er ekki beitt sömu að- ferðum og hinum hefðbundnu? Af hverju er þess ekki krafist, að þessi innflutningur hafi verið í frysti- geymslum í tvo mánuði áður en inn- flutningur er heimilaður? Af hverju er ekki sömu sóttvarnarúrræðum beitt og þegar annað útlent kjöt er flutt til landsins – þ.e. að greiddur sé svo sem eins og 300% tollur við inn- flutning sem reynslan hefur sýnt að er virkasta sótthreinsunarúrræði sem um getur? Lítið bara á frysti- kisturnar í stórmörkuðum. Þar er út- lent kjöt að fá, sem bæði hefur verið í frystigeymslum í tvo mánuði og sótt- hreinsað hefur verið með 200-300% tollum. Og hvers vegna eru ekki búin til gagnkvæm innflutningsviðskipti þar sem við Íslendingar tökum á móti skulum við segja 30 þúsund ferðamönnum frá Evrópu gegn því að Evrópa taki á móti 30 þúsund ferðamönnum frá okkur? Svo getum við einfaldlega haldið uppboð á ferða- mannakvóta okkar og sá ferðaþjón- ustuaðili hlotið, sem hæst býður. Þekkt úrræði á Íslandi til þess að stemma stigu við utanaðkomandi hættum. Af hverju þegja hagsmunaaðilar? Frammi fyrir þeirri miklu hættu sem að okkar þjóð stafar með inn- flutningi á hráu og fersku kjöti þá er nauðsynlegt að grípa þar alls staðar til sömu virku úrræða og reynslan hefur sýnt okkur að gefast svo vel. Eftir hverju er verið að bíða? Eftir því að innflutningur þessi nemi meiru en 70 milljónum kílóa? Vilja menn þá horfa aðgerðarlausir á þá miklu hættu sem bæði íslenska kyn- stofninum og íslenska bústofninum er stefnt í? Hvað segja landlæknir, dýrayfirlæknir, smitsjúkdómalækn- irinn á Lsp, ASÍ og Bændasamtökin? Eftir Sighvat Björgvinsson »Mikil hætta er augljóslega á því, að sumt af þessum innflutningi komi frá svæðum þar sem al- gengir eru smitsjúk- dómar, sem fáséðir eru hér á landi og ekkert ónæmi er til fyrir. Sighvatur Björgvinsson Höfundur er fyrrv. alþingismaður og ráðherra. 70 milljón kíló

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.