Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/RAX Lífsins gangur „Það er auðvitað lífsins gangur að unga kynslóðin sé meira áberandi, en þó er ekkert því til fyrir- stöðu að eldra fólk taki sig saman og berjist fyrir sínu,“ segir Erna Indriðadóttir, ritstjóri vefritsins lifdununa.is hennar spannar í stórum dráttum tvo áratugi sem frétta- og dag- skrárgerðarmaður hjá RÚV og átta ár sem upplýsingafulltrúi Alcoa- Fjarðaáls. Í millitíðinni tók hún meistarapróf í stjórnsýslufræðum í Bandaríkjunum. „Svo vissi ég líka að það er ekkert hlaupið í störf fyrir konu á mínum aldri, þó að ég hafi ekki reynt það sjálf,“ segir Erna, sem er nýorðin 63 ára. Ímynd eldri borgara er ekki það fyrsta sem kem- ur upp í hugann þegar ritstjórinn er annars vegar. En hver er sú ímynd ef út í það er farið? „Sérkennileg,“ svarar Erna að bragði. „Margir sjá fyrir sér gamla manneskju sem staulast hálfblind með göngugrind, þegar eldri borg- ara ber á góma. Samt lifum við leng- ur og erum við betri heilsu en áður. Þeir sem búa við þokkaleg kjör sækja tónleika, kvikmyndahús, fara út að borða, í ferðalög og kaupa meira að segja frekar nýja bíla en yngra fólkið. Auglýsendur hafa bara verið svolítið seinir að kveikja á per- unni. Ég sakna þess að sjá ekki eldri fyrirsætur í auglýsingum. Við kaup- um margt fleira en heyrnartæki og hægindastóla.“ Ungir ráðamenn Að þessu sögðu kveðst Erna vissulega hafa áhyggjur af bágum kjörum stórs hóps aldraðra og hversu lítinn gaum ráðamenn þjóð- arinnar gefi honum. „Kannski vegna þess að þeir eru svo ungir,“ giskar hún á. „Sjálf var ég lítið að hugsa um líf eldri borgara þegar ég var fertug,“ bætir hún við. Og að auglýsendur séu í auknum mæli farnir að líta á Lifðu núna sem vænlegan kost, enda hafi vefurinn stöðugt verið að sækja í sig veðrið eins og mælingar sanni. Erna víkur aftur að ósýnileika eldri borgara, sem henni finnst speglast í spurningunni hvort ekkert gamalt fólk sé á Íslandi eins og er- lendur ferðamaður beindi til leið- sögumanns, kunningja hennar. „Áð- ur en ég ákvað að stofna Lifðu núna hafði ég tekið eftir að margir sem höfðu verið áberandi í samfélaginu og oft spurðir álits á öllu mögulegu, til dæmis þegar ég var fréttamaður, virtust hverfa af opinberum vett- vangi þegar þeir voru komnir á eft- irlaun. Þeir urðu eins og ósýnilegir, þótt margir væru enn í fullu fjöri og hefðu ábyggilega margt til málanna að leggja. Fordómarnir birtast þó hvað gleggst í atvinnulífinu. Fimm- tugum og eldri sem missa vinnuna, eins og henti marga í hruninu, geng- ur illa að landa annarri vinnu. Þeir fá ekki einu sinni viðtal og sumir hafa verið atvinnulausir allar götur síðan, ekki síst konur.“ Ekki forgangsmál á þingi Sem varaþingmaður Samfylk- ingarinnar tók Erna sæti á Alþingi nokkra daga í haust. Hún lagði fram fyrirspurnir og vakti athygli á ýmsu varðandi eldri borgara, þ.á m. vanda sextugra og eldri á vinnumark- aðnum. Skýtur í því ljósi ekki skökku við að hækka eftirlaunaaldurinn eins og komið hefur til tals? „Miðað við óbreytt ástand á vinnumarkaði fyrir þetta fólk, jú. Slíkar breytingar yrðu þó vænt- anlega gerðar í áföngum að und- angengnu átaki á vinnumarkaðnum. Það er ekkert vit í að ýta fullfrísku fólki út úr atvinnulífinu vegna aldurs í stað þess að nýta dýrmæta reynslu þess og þekkingu. Auk þess er nauð- synlegt að gera ráðstafanir tím- anlega vegna hækkunar eftirlauna- aldurs. Árið 2050 er búist við að tveir vinnandi menn verði að baki hverjum eftirlaunamanni, en núna eru þeir fimm til sex. Fjölgun fólks á eft- irlaunum kallar á breytingar á vinnu- markaði og í velferðarkerfinu.“ Fékkstu viðbrögð á þinginu? „Flestir sem tóku til máls voru sammála, enda varla hægt að vera ósammála. En það er bara ekkert að gerast. Hagur eldri borgara er ekki og hefur ekki verið forgangsmál hjá stjórnmálamönnum, sem hafa mörg önnur mál á sinni könnu.“ Boltinn hjá hippakynslóðinni Erna segir að boltinn sé líka hjá eldra fólkinu sjálfu sem geti gert sig sýnilegra og þannig haft áhrif. „Ég bind vonir við fjölmenna árganga sem eru að fara á eftirlaun – mína kynslóð, sem stundum er kölluð hippakynslóðin. Það er auðvitað lífs- ins gangur að unga kynslóðin sé meira áberandi, en þó er ekkert því til fyrirstöðu að eldra fólk taki sig saman og berjist fyrir sínu. Slíkt er raunar bráðnauðsynlegt, annaðhvort innan stjórnmálaflokkanna eða – ef mál þeirra fá þar lítinn hljómgrunn – í eigin flokki eða samtökum,“ segir Erna og bendir á að í Bandaríkj- unum skirrist fólk um sjötugt ekki við að bjóða sig fram til forseta; Clin- ton 68 ára, Trump 69 og Sanders 74. „Aftur á móti voru sumir alveg steinhissa að svona ótrúlega gömul kona eins og ég ætlaði að stofna fyr- irtæki,“ rifjar hún upp og hlær. Alls konar eldra fólk Kom eitthvað þér á óvart í því ferli öllu saman? „Einkum tvennt. Annars vegar þáttur Nýsköpunarmiðstöðvar Ís- lands sem heldur frábær námskeið fyrir konur sem hyggja á atvinnu- rekstur og býður upp á vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla og margs konar stuðning. Hins vegar öll skriffinnsk- an sem fylgir stofnun fyrirtækis og hversu fljótt þarf að standa skil á alls kyns gjöldum þótt reksturinn skili litlum tekjum. Mér datt ekki í hug að vefurinn bæri sig fjárhagslega frá fyrsta degi, enda langhlaup en ekki spretthlaup að stofna fyrirtæki. Væntingar mínar og spár hafa hins vegar nokkurn veginn gengið eftir, lestur jókst um 50% milli ára og aug- lýsendur eru farnir að vita af vefnum. Góðir pennar hafa líka lagt mér lið, sem er hreint frábært, og skrifa pistla um allt milli himins og jarðar, sumir eru harðir þjóðfélagsrýnar aðrir á léttari nótunum. Eldra fólk er nefnilega alls konar,“ segir Erna. Eins og sýnir sig á lifdununa.is. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 1. sæti Þessi brandari Níelsar Árna Lund var mest lesinn á lifdununa.is: Hjónin ákváðu að fara í sólar- landaferð. Svo illa stóð á að konan komst ekki fyrr en nokkr- um dögum seinna svo eigin- maðurinn fór á undan. Þegar hann er kominn á hótelið tekur hann upp fartölvuna og skrifar tölvupóst til konu sinnar. Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í póstfang- inu og lenti pósturinn því óvart hjá nýorðinni ekkju sem fyrr um daginn hafði jarðað manninn sinn. Veslings konan var rétt að jafna sig eftir athöfnina, opnaði tölvupóstinn sinn til að líta eftir samúðarkveðjum er við henni blasti bréfið. Þegar sonur ekkj- unnar kom heim stuttu seinna lá hún í yfirliði fyrir framan tölv- una og stóð eftirfarandi ritað yfir skjáinn: Til: Konunnar sem varð eftir. Frá: Manninum sem fór á undan. Efni: Er kominn á áfangastað. Elskan, er kominn á staðinn heill á húfi. Er einnig búinn að kynna mér allar aðstæður og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju. Ástarkveðjur, þinn ástkæri eiginmaður. P.S. Fjandi er heitt hérna nið- urfrá. 2.-6. sæti Í öðru sæti var pistill Auðar Haralds, Ókeypis falskar, í þriðja sæti var viðtal við Bryndísi Hagan Torfadóttur um sjálf- hverfu kynslóðina sem óttast gamla fólkið, þá viðtal við Jenn- ýju Olgu Pétursdóttur, tölvara á Veðurstofu Íslands, um áfall upp- sagnar og ráð hárgreiðslu- meistara fyrir þá sem vilja leyfa gráa hárinu að vaxa út. Í sjötta sæti var viðtal við Svein Ein- arsson leikstjóra um líðan margra sem eru komnir á efri ár og finnst samfélagið hafa svikið sig. Brandari í fyrsta sæti MEST LESIÐ 2015 missis. Fólk á það til að „festast“ í sorginni, sem er í raun það sem átt er við með hugtakinu þungbær sorg. Í langvarandi og þungbærri sorg á sá sem syrgir erfitt með að þokast áfram í sorgarferlinu og nær ekki að aðlagast missinum. Hann verður mjög upptekinn af minningum sem tengjast þeim látna og því sem áður var. Þetta ástand getur varað í marga mánuði og jafnvel fleiri ár. Í langvarandi og þungbærri sorg er syrgjandi þjakaður af sorg og sökn- uði. Viðkomandi dregur sig í hlé og gengur illa að taka upp fyrri lifn- aðarhætti. Hver dagur er undir- lagður af hugsunum og minningum sem tengjast þeim látna og því fylgja miklar og erfiðar tilfinninga- sveiflur. Tilfinningar eins og afteng- ing, dofi, einmanaleiki, tómleiki, til- gangsleysi og eftirsjá eru algengar sem og erfiðleikar við að meðtaka missinn. Það er einungis þegar þessi einkenni eru mjög mikil, viðvarandi og eru verulega farin að trufla dag- legt líf sem sorg er álitin sálrænn vandi. Stuðningur í sorgarferlinu og að- stoð við úrvinnslu vegna andláts og sorgar geta verið mjög hjálpleg og flýtt fyrir aðlögunarferlinu og bætt líðan, hvort sem sorgin er álitin sál- rænn vandi eða ekki. Morgunblaðið/Heiddi Missir Um 30% þeirra sem missa ástvin upplifa mjög sterk sorgarviðbrögð.  Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjafarþjón- usta, Skeifunni 11a, Reykjavík. www.heilsustodin.is Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.