Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 ✝ Erla SvanhvítGuðmunds- dóttir fæddist 9. apríl 1928 í Reykja- vík. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 30. janúar 2016. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Gíslason og Indíana Katrín Bjarnadótt- ir. Fósturfaðir hennar var Magnús Magnússon. Var hún ein af níu systkinum. Erla giftist eiginmanni sínum, Þorbirni Pétursyni, 22. nóv- ember 1947, en Þorbjörn lést ár- ið 2004. Erla og Þorbjörn eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Guðrún Jóna, fyrrverandi skrif- stofukona, f. 4.2. 1948, gift Jóni Vilhjálmssyni málarameistara, d. 2015, og áttu þau fjögur börn. Þau eru Erla Þorbjörg, Vil- hjálmur, María Rós og Jóhannes Oddur. 2) Guðmundur húsgagnasmiður, f. 30.7. 1949, kvæntur Ingibjörgu Þorfinns- dóttur ritara og eiga þau þrjú börn. Þau eru Þorfinnur, Erla Svanhvít og Daníel. 3) Oddrún, fyrrverandi bankastarfsmaður, f. 12.9. 1953, gift Gunnari Jón- assyni, sjálfstætt starfandi, og eiga þau tvo syni. Þeir eru Jónas Már og Róbert Vignir. 4) Svanþór mál- armeistari, f. 22.10. 1957, kvæntist Höllu Sveinsdóttur verslunarm., d. 2003, eignuðust þau þrjá syni. Þeir eru Þorbjörn, Sveinn Teitur og Bjarki Dagur. Sambýlis- kona Þórey Magnúsdóttir lista- kona, dóttir hennar er Kristín Heiða Magnúsdóttir. 5) Katrín Magnea kennari, f. 4.6. 1963, gift Stefáni Ingólfssyni tónlistar- manni, eiga þau tvo syni. Þeir eru Elvar Örn og Ingólfur Björn. Börn Stefáns eru einnig Sig- urlaug Björg og Þórir Hall. Erla ólst upp í Reykjavík, þar sem hún bjó alla sína ævi. Hóf hún ung störf hjá dag- blaðinu Vísi, með húsmóð- urstörfum vann hún sem versl- unarmaður, en lengst var hún hjá sundlauginni í Laugardal. Hún var alla tíð virk í ýmsum félagsstörfum, þar á meðal með Hringskonum. Útför Erlu Svanhvítar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 8. febrúar 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Það er einkennileg tilfinning að setjast niður og skrifa minning- arorð um móður sína, konu sem hefur verið mér og fjölskyldu sinni stoð og stytta í gegnum súrt og sætt í gegnum lífið. Það er ekki ofsögum sagt að fráfall móður minnar er stórfjölskyldu okkar mikill harmur, okkur systkinun- um, barnabörnum og barna- barnabörnum, enda var hún píra- mídi og ankeri okkar allra. Ég ætla ekki að fara að lofsyngja mömmu hérna en ég veit að allir sem þekktu hana vita að hún var engill í mannsmynd og mun örugglega vaka yfir okkur öllum sem engill á himnum. Um leið og ég votta allri fjölskyldu hennar, vinum og vandamönnum mína dýpstu samúð og veit að hennar verður sárt saknað biðla ég til ykk- ar, elsku fjölskylda, að við höldum áfram að virða ósk okkar elsku- legu mömmu og ömmu að halda hópinn og vera í miklu og góðu sambandi. Blessuð sé minning þín, elsku mamma … bið að heilsa pabba. Svanþór. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín, bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best, hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna ég mest. (Sumarliði Halldórsson.) Elsku mamma, amma og tengda- móðir okkar hefur kvatt þennan heim. Mikið er erfitt að kveðja þessa ljúfu og elskulegu mann- eskju sem alltaf var til staðar fyrir okkur þegar á bjátaði og tilbúin að gleðjast með okkur á góðum stundum. Mamma var einstök manneskja sem var umhugað um fólkið sitt og samferðafólk. Fal- legu augun hennar og blíða brosið Erla Svanhvít Guðmundsdóttir ✝ Sigrún Krist-jánsdóttir fæddist í Reykjavík 5. september 1945. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 29. janúar 2016. Sigrún var dóttir Dagbjartar Jóns- dóttur, f. 21. janúar 1912, d. 16. ágúst 1969. Sammæðra eru Nína Guðjóns- dóttir, f. 1931, og Skapti Einar Guðjónsson, f. 1937, látinn. Fóst- urforeldrar Sigrúnar voru Krist- ján Hjaltason, f. 1899, d. 1959, og Guðrún Jónsdóttir, f. 30. nóv- ember 1898, d. 1986. Fóstursystk- ini Sigrúnar eru Valgerður Þ. Kristjánsdóttir, f. 22. október 1927, Gunnar J. Kristjánsson, f. 6. ágúst 1930, látinn, Jóhanna Krist- jánsdóttir, f. 16. mars 1934, látin, f. 3. desember 1990, og Guðberg Sumarliðason, f. 2. október 1995. 2) Halldór Sævar Guðbergsson, f. 11. febrúar 1971, giftur Sig- urlaugu Á. Grétarsdóttur, f. 23. febrúar 1964, dóttir þeirra er Erna Rún Halldórsdóttir, f. 1. nóvember 2002. Að loknum barnaskóla fór hún í húsmæðraskóla að Laugalandi í Eyjafirði. Sigrún stundaði ýmis störf um ævina en lengst af starfaði hún við aðhlynningu, í Sjálfsbjörg, Hátúni 12, og síðar á elliheim- ilinu Grund. Sigrún var mikil hannyrðakona. Hún hafði gaman af ferðalögum og hefur farið víða bæði innanlands og utan. Hún bjó í Hafnarfirði hin síð- ari ár. Útför Sigrúnar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 8. febrúar 2016, klukkan 13. og Erla Kristjáns- dóttir, f. 11. maí 1932, látin. Sigrún giftist Guðbergi Halldórs- syni, f. 19. febrúar 1940, árið 1970 en þau slitu samvistum árið 1983. Þau eiga saman tvö börn: 1) Kristjönu Guðrúnu Guðbergsdóttur, f. 12. maí 1965, gift Sumarliða J. Rútssyni, f. 16. des- ember 1959, þau eiga þrjú börn: Hanna Sigrún Sumarliðadóttir, f. 15. mars 1988, gift Eiríki Þór Ágústssyni, f. 2. desember 1988, þau eiga tvö börn, Guðrúnu Sól- eyju Eiríksdóttur, f. 7. maí 2015, og Jóhann Ágúst Eiríksson, f. 7. maí 2015, Sigríður Ösp Sumar- liðadóttir, f. 4. mars 1991, er í sambúð með Elímar Haukssyni, Nú hefur elsku besta amma mín kvatt þennan heim, en hún var einstaklega litríkur og skemmtilegur karakter sem ég mun minnast um ókomna tíð. Ég er mjög heppin að við amma höf- um alltaf verið nánar og á ég margar skemmtilegar minning- ar um hana sem gott er að rifja upp. Það var enginn eins og amma. Hún var hnyttin í svörum, hafði húmor fyrir sjálfri sér og þegar hún var hneyksluð hristi hún allt- af höfuðið og sagði: „Jii, ertu eitt- hvað lasin?“ Amma var þó sjálf mjög dugleg að hneyksla okkur krakkana en á síðustu árum skellti hún sér á skíði, fór í eft- irminnilegan reynsluakstur á vespu og hikaði ekki við að fara í langa bíltúra út á land til að heim- sækja vini og ættingja. Mér hefur alltaf þótt mjög gaman af því að segja sögur af hinni skemmtilegu og hressu ömmu minni. Hún kom manni oft til að hlæja og hafði áhugaverða sýn á lífið. Amma á fjögur barna- börn og þegar við vorum öll á landinu á sama tíma hélt hún svo- kallaða ömmuhittinga en þá fengum við okkur pítsu saman og fórum í keilu. Þó að amma hafi verið elst tapaði hún sjaldnast enda var hún dugleg að lyfta lóð- um heima hjá sér eins og hún sagði sjálf stolt frá. Svona voru gullkornin hennar ömmu. Ég fann alltaf hvað ömmu þótti vænt um mig og sína nán- ustu. Í hvert skipti sem hún sá tilkynningar í fréttunum um óveður eða annað slíkt hringdi hún til að tryggja að maður væri nú örugglega ekki staddur á þeim stað eða í það minnsta nógu vel klæddur ef svo væri. Einnig ef maður rak stóru tána í eða meiddi sig lítillega var hún dug- leg að spyrja hvernig maður hefði það í skrámunni þótt maður væri sjálfur löngu búinn að gleyma henni. Við amma höfum gert margt saman í gegnum árin, farið í sum- arbústað, ferðast til Akureyrar og haldið jólin saman ár eftir ár. Vænst þykir mér þó um hvers- dagslegar minningar eins og þeg- ar við naglalökkuðum okkur sam- an og fórum í Kringluna að kaupa föt. Einnig er gaman að hugsa til þess þegar við dönsuðum á stofu- gólfinu, fórum í göngutúra og drukkum kaffi saman á Herjólfs- götunni á meðan amma fór í fóta- bað. Amma var sjálfri sér lík fram á síðasta dag. Hún vildi kaffið sitt með mikilli mjólk og tveimur syk- urmolum, bað hjúkrunarfræð- ingana vinsamlegast að lækka ekki í fréttunum því hún væri að horfa á íþróttirnar og nartaði svo í möndlurnar sínar en þær voru uppáhaldsnammið hennar. Mér þótti ótrúlega vænt um elsku ömmu og er þakklát fyrir að hafa átt hana að. Þessar minning- ar og svo margar fleiri ylja mér um hjartarætur en það er gott að hugsa til þess að hún er nú á betri stað. Ég sakna þín, elsku amma, hvíl í friði. Þín Sigríður Ösp. Sigrún Kristjánsdóttir Við viljum geta neytt þess sem við viljum, þegar við viljum. Drukkið það sem við viljum, reykt það sem við vilj- um, hvenær sem við viljum og sturtað í okkur hverjum þeim efnum sem við viljum – sama hvað tautar og raular! Þetta er viðkvæðið sem heyrist æ oftar frá litlum en háværum hópi í þjóðfélaginu. Þeir vilja geta keypt sér áfengi hvar og hve- nær sem er, neytt eiturlyfja án þess að lögreglan sé að skipta sér af og þeir sem lengst ganga vilja að ríkið út- vegi aðstöðu fyrir neyslu sprautufíkla. Hér er verið að boða lítið annað en frelsi án ábyrgðar, þar sem það mun koma í hlut skattgreiðenda að hreinsa upp ósómann. Þessi blinda trú minnihluta þjóðarinnar virðist hafa náð fótfestu í nefndinni sem sam- ið hefur drög að nýjum lyfja- lögum. Þar er lagt til að mat- vöruverslunum verði heimilt að selja lausasölulyf. Sett eru viss skilyrði fyrir því en þau eru því miður bæði máttlaus og frekar til málamynda heldur en til þess að stuðla að öryggi neytenda. Byrð- arnar sem þetta mun valda heilbrigðiskerfinu eru um- talsverðar. Við verðum að hafa hug- fast að lyf eru ekki hefð- bundin neysluvara heldur viðkvæmur vöruflokkur sem getur valdið skaða séu þau ekki tekin rétt. Margir kann- ast við að hafa fengið slæmar ráðleggingar um matvæli frá kerrukútunum í stórmörk- uðum borgarinnar, slíkt end- ar þó bara í versta falli með óætum kjúkling. Slæmar ráð- leggingar um inntöku lyfja geta haft alvarlegri afleið- ingar í för sem sér. Ekki er hægt að ítreka nægi- lega oft mikilvægi þess að þeir sem kaupa sér lyf geti spurt fagfólk spurninga um milliverkanir og frábendingar á lyfjum; má ein- staklingur taka inn lyfið ef kaup- andi er á öðru lyfi, má taka inn lyfið ef kaupandi er sjáanlega ófrísk- ur, má taka inn lyfið í lengri tíma en viku? Öll lausasölulyf hafa einhverjar milli- eða aukaverkanir, þó misalvar- legar og misalgengar. Hefur verið bent á, af fagfólki í heilbrigðisstéttinni, að á bráðamóttöku Landspítalans verða innlagnir sem hægt hefði verið að fyrirbyggja með aukinni fræðslu um lyf. Sem lyfjafræðingur í apó- teki hef ég sjálfur hindrað skaðlega notkun lausasölu- lyfja, þar hef ég oft lent í þeirri aðstöðu að ráðleggja fólki að taka ekki inn við- komandi lausasölulyf því við- komandi er á öðru lyfi sem getur ýtt undir t.d. bráða nýrnabilun ef einstaklingur er á blóðþrýstingslækkandi lyfjum, eins og í tilfelli af einu mest notaða lausa- sölulyfinu, Ibuprofeins. Jafn- vel hin saklausustu lyf geta valdið skaða. Lausasölulyfið Rennie sem er tekið vegna magaóþæginda og brjóst- sviða, lækkar sýrustig í maga og getur bundist við margar lyfjasameindir og gert þær óvirkar. Dæmin eru fjöl- mörg. Samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun voru seldir 3,7 milljón dagskammtar af bólgueyðandi lyfjum árið 2013. Slær þessi neysla út allar hinar Norðurlandaþjóð- irnar. Slík neysla er ekki án vankvæða og hafa læknar op- inberlega viðrað áhyggjur sínar af neyslunni og bent á hættuna á blæðingum frá meltingarvegi og nýrnabil- unum. Notkun slíkra lyfja á meðal astmasjúkra getur einnig verið stórhættuleg. Eitranir vegna Parasetamóls eru mjög algengar og al- gengasta orsök bráðrar lifr- arbilunar á Vesturlöndunum. Rannsóknir á eitrunum á Ís- landi 2001-2002 leiddu í ljós að um fimmtungur lyfjaeitr- ana var af völdum Paraseta- móls. Hér á landi er erfitt að nálgast tölur yfir hlutfall óþarfa bráðainnlagna á sjúkrahús vegna rangrar lyfjanotkunar þegar kemur að lausasölulyfjum. Þá skort- ir einnig samanburðarrann- sóknir á slíkum innlögnum milli landa sem hafa leyft sölu lausasölulyfja í almenn- um verslunum og þeirra sem hafa bundið slíka sölu við apótek. Menn gætu haldið að slíkar upplýsingar væru nauðsynlegar þeim sem leggja til grundvallarbreyt- ingar á sölu lyfja. Skortur upplýsinga hefur þó ekki hindrað störf þeirrar nefnd- ar sem leggur þetta til. Við skulum hafa hugfast að erfitt er að hverfa aftur til gamla fyrirkomulagsins ef reynslan af þessu verður slæm og lýðheilsusjónarmið mæla jafnvel með því. Ábyrgð þeirra sem selja og afhenda lyf er mikil, við skulum ekki gefa afslátt af henni. Kók, prins og pillur Eftir Viðar Guðjohnsen Viðar Guðjohnsen » Við verðum að hafa hugfast að lyf eru ekki hefð- bundin neysluvara heldur viðkvæmur vöruflokkur. Höfundur er lyfjafræðingur og varaformaður Félags sjálf- stæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Þátttaka okkar í viðskiptabanni gegn Rússum vegna framferðis þeirra í Úkraínu hefur verið umdeild. Bent hefur verið á að tap okkar í glötuðum viðskiptatæki- færum geti numið 12-16 milljörðum króna. Nokkur byggðarlög fara sérstaklega illa út úr þessu banni, sem m.a. hafa byggt á loðnufrystingu. Má þar nefna Þórs- höfn og Raufarhöfn og einhver fleiri. Viðskiptatengsl okkar við Rússa ná yfir áratugi. Þegar Bretar settu löndunarbann á okkur vegna landhelgisdeilna á 6. ára- tug síðustu aldar keyptu Rússar af okkur fiskafurðir í stórum stíl og komu okkur þar með til hjálpar. Einnig hafa viðskipti okkar við Rússa verið í formi vöruskipta, við seldum þeim ullarvörur, málningu og fiskafurðir í skiptum fyrir bensín, olíu og bíla svo eitthvað sé nefnt. Ég held að með þessu banni sé verið að fórna stærri hagsmunum fyrir minni og því ber að aflétta því. Sigurður Gunnar Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Viðskiptabannið Morgunblaðið/Kristinn Íslandsmót kvenna í sveitakeppni Íslandsmót kvenna fer fram helgina 13.- 14. febrúar nk. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig sem allra fyrst en skráningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 11. febrúar. Íslandsmeistari fyrra árs er sveit Ferils Meistaramót í tvímenningi að hefjast á Suðurnesjum Spilaður var eins kvölds tvímenningur sl. miðvikudag og var um hörkukeppni að ræða. Gunnlaugur Sævarsson og Arnór Ragnarsson unnu með 104 í skor. Oddur Hannesson og Sigurjón Ingibjörnsson voru með 101 og Hafsteinn Ögmundsson og Guð- jón Óskarsson þriðju með 99. Næsta miðvikudag hefst fjögurra kvölda meistaratvímenningur og er að venju spilað á Mánagrund kl. 19. Gullsmárinn Spilað var á 9 borðum í Gullsmára fimmtudaginn 4. febrúar. Úrslit í N/S: Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 212 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 194 Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 184 A/V: Viðar Valdimarsson - Sigurður Sigurðsson 198 Samúel Guðmundsson - Jón Hannesson 188 Gróa Jónatansdóttir. -Sigurlaug Sigurðardóttir 184 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.