Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, leikfimi kl. 10, tölvufærni I kl. 11. Eftir hádegið, kl. 13, verða tölvufærni II, útskurður I og frjáls tími í myndlist. Ath. að upplýsingar og skráning í tölvufærnina er í síma 411 2712. Kennari Matthías Skúlason tölvufræðingur. Árskógar 4 Opið í smíðar og útskurð kl. 9-16. Handavinna með leið- beinanda kl. 12.30-16. Botsía með Þóreyju kl. 9.30-10.30. Stafganga, ganga um nágrennið kl. 11-11.40. Félagsvist með stjórnanda kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16. Boðinn Leikfimi kl. 10.30, bingó kl. 13 og myndlist kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Lesið og spjallað kl. 10.30 og prjónaklúbbur með Sigurrós leiðbeinanda frá kl. 13. Bústaðakirkja Aðalfundur Kvenfélags Bústaðasóknar verður hald- inn í dag, 8. febrúar, kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Boðið verður upp á súpu og brauð. Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórnin. Garðabær Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 8 og 15, stólaleikfimi fyrir konur og karla í Sjálandi kl. 9.10, kvennaleikfimi í Sjálandi kl. 10 og í Ásgarði kl. 11, karlaleikfimi kl. 11.40, botsía kl. 12.20. Gerðuberg Útskurður og tálgun með leiðbeinanda kl. 9-16. Handa- vinnustofa kl. 9-16. Línudans kl. 13. Kóræfing Gerðubergskórs kl. 14.30-16.30. Heitt á könnunni, blöðin liggja í setustofu, opin tölva. Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.10, gler og postulínsmálun kl. 9.30, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræfing kl. 16.30. Gullsmári Póstulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi kl. 8.30, léttar aerobic-æfingar kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi. Spilað brids kl. 13. kaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.45, við hringborðið kl. 8.50, glerlistin kl. 9 með Donald, ganga kl. 10, handavinnuhornið kl. 13, myndlist hjá Margréti Zóphoníasdóttur kl. 13.30, félagsvist kl. 13.15. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu, nánar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð Ringó kl. 13.30 í Smáranum. Uppl. í síma 564- 1490 og á www.glod.is Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni í Egils- höll. Félagsvist kl. 13 í Borgum.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13, kóræfing Korpusystkina kl. 16 í Borgum og styrktarleikfimi með Nils kl. 17 í Borgum. Seltjarnarnes Gler, Valhúsaskóla kl. 9 og 13. Leir, Skólabraut kl. 9. Billjard, Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga, Skólabraut kl. 11. Handavinna, Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Munið ,,Óvissuferðina" á morgun þriðjudag. Farið frá Skóla- braut kl. 13.30. Ath, helgistundin fellur niður á morgun, þriðjudag. Sléttuvegur 11-13 Kaffi á könnunni kl. 8.30-10.30, leikfimi á RUV kl. 9.45, helgistund kl. 10.10, hádegismatur kl. 11.30-12.30, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. dagblöð og púsl liggja frammi. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba gold námskeið kl. 10.30, leiðbeinandiTanya Dimitrova. Danskennsla námskeið samkvæmis- dans I kl. 17, línudans framhald, kl. 18 og samkvæmisdans II, kl. 19, kennari Lizy Steinsdóttir. Njálu örnámskeið hefst kl. 15, Bjarki Bjarna- son leiðir okkur um söguna. Skráning stendur yfir. Söguslóðir Vatns- dælu og annarra sagna 13. og 14. apríl. Gisting, fræðsla, skemmtun. Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl. 9.Tréútskurður kl. 9.15-12, Lúðvík Einarsson. Vitatorg Leirmótun og postulínsmálun kl. 9, framhaldssaga kl. 12.30, frjáls spilamenska, stóladans og bókband kl. 13. Smáauglýsingar 569 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt Sundbolir • Tankini Bikini • Náttföt Undirföt • Sloppar Inniskór • Undirkjólar Aðhaldsföt Frú Sigurlaug Fylgstu með á facebook Mjóddin s. 774-7377 Ný sending Frábær verð VANDAÐIR DÖMUSKÓR ÚR LEÐRI Á ÓTRÚLEGU VERÐI! Teg. 7904 Tilboðsverð aðeins: 3.900.- Teg: 171F Tilboðsverð aðeins: 5.900.- Teg: Tilboðsverð aðeins: 6.900.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Sendum um allt land Erum á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald          Þann 16. janúar lést pabbi minn eftir tiltölulega stutt veik- indi. Ég held að allir sem þekktu pabba hafi átt von á því að hann yrði a.m.k. 100 ára þar sem hann var alltaf svo heilsuhraustur og einstaklega hress og léttur á fæti. Pabbi var alltaf tilbúinn að snú- ast fyrir alla og þar á meðal fjöl- skylduna og ófáar ferðirnar sem hann var annað hvort að skutlast með okkur eða með eitthvert til okkar. Hann elskaði útiveru, fór í langa göngutúra á hverjum degi og á sumrin fór hann í veiði við hvert tækifæri sem gafst og kom heim færandi hendi. Það var því mikið áfall þegar pabbi veiktist og gat ekki verið jafn mikið á ferðinni og hann var vanur, því hann var aldrei iðjulaus og stjórnaði bæði gönguhóp og spilavist fyrir eldri borgara í Mos- fellsbæ. Ég veit ekki um neinn sem hafði jafn mikla þolinmæði í berja- mó og hann og ég man sérstaklega eftir því þegar hann og mamma fóru í sumarbústað í eina viku fyr- ir u.þ.b. þremur árum og pabbi sást varla allan tímann af því að það var svo mikil berjaspretta það haustið og pabbi var óstöðvandi við berjatínsluna. Mamma fékk það hlutverk að sjóða sultu úr stórum hluta af berjunum og það voru ansi margar sultukrukkurn- ar það haustið, auk margra boxa af berjum sem margir fengu að njóta. Eftir að við fengum fréttirnar um sjúkdóminn sem hafði hann undir þá reyndum við nýta tímann sem best saman og áttum við virkilega gleðileg jól saman. Það gladdi pabba mikið og hafði hann á orði hvað hann væri ánægður með hvað allir voru glaðir og hvað hann ætti nú myndarleg börn og barnabörn. Ég gæti haldið endalaust áfram en ætla ekki að hafa þetta lengra. Ég er þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég á frá ótal samverustundum með pabba og mömmu, sem eru það dýrmætasta sem við eigum til minningar um glaðlyndan, hjálpsaman, hjarta- hlýjan og einstakan föður og afa. Takk, pabbi, fyrir að vera pabbi minn og allt sem þú kenndir mér bæði í orði og verki. Ég geymi minningarnar um þig í hjarta mínu um ókomna tíð. Elsku mamma, hugur minn er hjá þér sem aldrei fyrr og það var einstakt að fá að fylgjast með þér standa sem klettur við hliðina á pabba í veikindunum og einnig eftir andlát hans. Þið eruð bæði einstök og ég er svo sannarlega þakklát fyrir að hafa fengið ykkur fyrir foreldra. Eyvindur Splidt Pétursson ✝ EyvindurSplidt Pét- ursson fæddist 24. október 1928. Hann lést 16. janúar 2016. Útför hans fór fram 26. janúar 2016. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Andrea Eyvindsdóttir Elsku pabbi, núna er víst komið að kveðjustund og ég veit ekki hvernig ég á að koma hugsunum mínum á blað. Þegar ég hugsa til baka þá er hugurinn fullur af góð- um minningum um samveru- stundir og símtöl sem ég mun sakna meira en orð fá lýst. Þú varst alltaf til staðar og tilbúinn að stökkva af stað ef ég þurfti á þér að halda. Þú hafðir yndi af útiveru og samvistum við fólk og varst virkur í félagslífi eldri borgara í Mosfellsbæ. Þú varst svo sterkur og tókst fréttunum um veikindin af svo miklum styrk og jafnaðar- geði, kvartaðir aldrei. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, missir okk- ar sem eftir sitjum er mikill og þín er sárt saknað. Ég hlakka til að hitta þig í eilífðinni þegar þar að kemur. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram muni bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. Sigurbjörg Eyvindsdóttir. Til elsku Gunnu minn- ar. Ég synti í djúpu hafi sorgar og gekk dimman dal saknaðar en kærleikurinn, ljósið sem þú gafst mér færði mig til lífsins á ný. Hvíl í Guðs friði, elsku hjartað mitt. Ástarþakk- ir fyrir allt og allt. Þín Herdís. Guðrún Ester Einarsdóttir ✝ GuðrúnEster Ein- arsdóttir fædd- ist 17. október 1955. Hún lést 22. nóvember 2015. Útför Guð- rúnar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.