Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 39. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Gylfi sló í gegn í brúðkaupi 2. „Skotheldur“ töfradrykkur? 3. Maðurinn er alvarlega slasaður 4. Slógust með kylfum og hamri »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Landsmönnum er boðið til mynd- listarsýningar í sjónvarpinu sínu í Næturvarpi á RÚV frá nýju tungli að fullu tungli dagana 8. til 22. febrúar. Sýnd verða myndbandsverk lista- manna frá mörgum löndum og af ólíkum kynslóðum. „Á hverju kvöldi frá dagskrárlokum til dagrenningar verður sýnt úrval myndbandsverka þar sem kannaðar eru ólíkar hliðar náinna rafrænna kynna: verk sem leika á mörk líkamans í sambandi við myndavélina (Peggy Ahwesh, Chris Burden, and Stanya Khan); verk sem varpa skæru ljósi á stöðu áhorfand- ans sem gluggagægis og gefa okkur hlutdeild í nánum kynnum (Camille Henrot, Aida Ruilova, and Carolee Schneemann); myndbandsverk sem veita áhorfandanum sjónarhorn fyrstu persónu og bjóða þannig upp á nákvæmar, persónulegar frásagnir af einstaklingum, upplifunum og um- hverfi (Uri Aran, Sadie Benning, and Ragnar Kjartansson) og loks verk sem ávarpa áhorfandann beint og víkka þannig út möguleika samskipta í gegnum útsendingar (Agnieska Polska, Laure Prouvost, and Cally Spooner),“ segir í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum Næturvarpsins. Myndlistarsýning í Næturvarpi á RÚV  Átta uppistandarar taka sín fyrstu skref á sviði í Þjóðleikhúskjallaranum á sprengidag kl. 20.00 með nýtt og sprenghlægilegt efni sem þróað var í vinnusmiðju hjá grínistanum Þor- steini Guðmundssyni. Uppistandararnir eru Ámundi, Dísa, El- ín, Hildur Birna, Ólöf, Jógvan, Kristín María og Snorri. Uppistandarar á uppskeruhátíð Á þriðjudag Minnkandi norðanátt, 3-10 m/s síðdegis. Él nyrðra, en bjart syðra. Frost 3-10 stig. Á miðvikudag Austan 8-13 með suðurströndinni, annars víða 3-8. Él á suður- og austurströndinni. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 m/s vestantil en annars norðan og norðvestan 10-23, hvassast á sunnanverðum Aust- fjörðum og sunnan Vatnajökuls. Él nyrðra og eystra. VEÐUR Aníta Hinriksdóttir virðist vera í fínu formi í upphafi árs og setti Íslandsmet í 400 metra hlaupi í flokki 22 ára og yngri á Stórmóti ÍR í Laugardalshöll um helgina. Sterkasta grein Anítu er 800 metra hlaup eins og íþróttaunnendur þekkja en hún hleypur einnig 400 metra af og til. Mikill fjöldi keppenda frá 11 ára og upp í fullorðna tók þátt í mótinu í Laugardalnum. »1 Aníta setti met í 400 metra hlaupi Haukar og Valur tryggðu sér í gær rétt til þess að leika í undan- úrslitum Coca Cola-bikarsins í handbolta sem fram munu fara í Laugardalshöllinni eins og úrslita- leikurinn. Haukar unnu Aftureld- ingu á heimavelli í Hafnarfirði en Valur fór til Vest- mannaeyja og lagði þar ÍBV að velli í spennandi leik. »2 Haukar og Valur í und- anúrslit í handboltanum Stjarnan, KR og Tindastóll nældu í tvö stig hvert þegar þrír leikir fóru fram í Dominos-deild karla í körfu- knattleik. Topplið KR vann Snæfell í Stykkishólmi, Tindastóll vann Hött eftir spennuleik á Egilsstöðum og Stjarnan vann Þór í Þorlákshöfn. Mið- að við leikinn í gær þurfa Þórsarar að undirbúa sig vel fyrir bikarúrslitaleik- inn sem framundan er. »4 Sigrar hjá Stjörnunni, KR og Tindastóli ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Við viljum auka meðvitund fólks um nánd dauðans í lífinu með þá von í huga að skerpa þannig sýn fólks á mikilvægi lífsins og hvernig það vill lifa því,“ segir Lóa Björk Ólafs- dóttir, einn stofnenda Dauða- kaffisins sem haldið var á Café Meskí í Skeifunni um miðjan janúar síðastliðinn. Þangað mættu um fimmtíu manns með ólíka nálgun á viðfangsefnið og sköpuðust því líf- legar og fjölbreyttar umræður. „Í Dauðakaffi kemur saman hópur fólks sem þekkist ekki fyrirfram, borðar kökur, drekkur kaffi og á í frjálsum samræðum um hvaðeina sem snýr að dauðanum,“ bætir Lóa við en stofnendur kaffisamsætisins tengjast engum samtökum eða trú- félögum en hafa áður staðið að ráð- stefnu sem kallaðist „Listin að deyja“ og var haldin í Háskóla Ís- lands vorið 2015. Þangað mættu hátt í fimm hundr- uð manns, sem staðfesti í þeirra aug- um að þörf var fyrir að gefa dauð- anum meira pláss í samfélagslegri umræðu. Kaffi að erlendri fyrirmynd Dauðakaffið er sett upp að er- lendri fyrirmynd en það var sviss- neskur félagsráðgjafi að nafni Bern- ard Grettaz sem reið á vaðið. Bret- inn John Underwoods þróaði síðar hugmyndafræðina að baki kaffinu frekar og stofnaði vefsíðuna Deat- hCafe. Vinsældir kaffisamsætisins hafa í kjölfarið vaxið jafnt og þétt um alla Evrópu, í Bandaríkjunum og Ástralíu, segir Lóa. Á vefsíðunni er einnig hægt að nálgast ákveðin viðmið varðandi það hvernig kaffið er uppbyggt. „Allar umræður eru frjálsar og mismun- andi hvað er rætt hverju sinni – ekk- ert sem er bannað í þeim efnum. Hver og einn fær tækifæri til að tjá sig.“ Höfum fjarlægst dauðann „Við lifum í samfélagi sem hefur fjarlægst dauðann en hann var stór hluti af lífi okkar í sveitunum áður fyrr,“ segir Lóa en það gæti verið liður í því að fólk eigi erfiðara með að ræða saman um hluti tengda dauðanum í dag. „Við sem samfélag myndum mögulega huga öðruvísi að veikum og öldruðum einstaklingum ef við værum tengd við þá staðreynd að öll munum við á endanum deyja,“ segir Lóa að lokum. Líflegar umræður um dauðann  Ræða mikilvægi lífsins og dauðans í Dauðakaffi Morgunblaðið/Eggert Lóa Björk Ólafsdóttir Umræður eru frjálsar í Dauðakaffinu og mismunandi hvað er rætt hverju sinni. „Útgangan úr lífinu er jafn mik- ilvæg og inngangan í lífið,“ segir Lóa en af þeim sökum sé mikil- vægt að tala um dauðann og hvernig hver og einn vilji haga málum sínum þegar dauðinn knýr á dyr. „Það er ekki algengt að fólk hafi sett nið- ur fyrir sér hvernig það vilji að brugðist sé við ef það veikist alvarlega,“ bætir hún við en það gæti því verið hollt að búa til svigrúm til að ræða þessa hluti. Stefnt er að því að halda áfram að hittast í Dauðakaffi og gefst áhugasömum tækifæri til að kíkja í kaffi hinn 16. febrúar næstkomandi á Kaffi Meskí. Á Facebook-svæði Dauðakaffis er að finna ýmsar upplýsingar af netinu sem tengjast dauðanum, þýðingu hans og tengingu við lífssýnina. Útgangan er jafn mikilvæg OPINSKÁ UMRÆÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.