Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016
var ein þeirra kvenna sem fyrst
létu verulega að sér kveða á hin-
um pólitíska vettvangi og lögðu
þannig drjúgan skerf til jafnrétt-
isbaráttunnar á Íslandi. Myndir af
henni einni í karlahópi á þingi eru
sláandi áminning um hve stutt er
síðan konur komust til pólitískra
áhrifa í okkar litla samfélagi.
Það var Árnastofnun mikil
gæfa að Ragnhildur tók að sér for-
mennsku í fyrstu stjórn nýrrar
stofnunar sumarið 2006. Það var
ómetanlegt að fá svo reynda og
óumdeilda manneskju til að leiða
stjórn stofnunarinnar fyrstu
skrefin og að því markmiði að
sameina alla starfsemina í kring-
um íslenskuna í einu húsi. Hún
vildi hag Árnastofnunar sem
mestan og talaði máli hennar
kröftuglega við stjórnvöld á þeim
tíma. Á þeim vettvangi reyndist
hún afar vel; vandvirk, ráðholl og
áreiðanleg og með djúpa þekk-
ingu á íslenskri sögu og menn-
ingu. Hún var menntamálaráð-
herra á þeim árum sem
handritamálið var endanlega til
lykta leitt og hún minntist sjálf
hve mikla ánægju hún hafði af
þeim þætti í starfi sínu.
Ragnhildur var hlý og geisl-
andi, hafði fágaða og látlausa
framkomu sem duldi sumpart þá
miklu staðfestu og einörðu skoð-
anir sem undir lágu. Hún var mik-
il gæfukona. Það er varla hægt að
minnast Ragnhildar án þess að
nefna Þór eiginmann hennar, svo
samheldin og fallega samhent
voru þau í öllu sínu lífi. Alltaf
komu þau saman á gleðistundir í
starfi Árnastofnunar. Nú hafa þau
bæði kvatt á aðeins örfáum mán-
uðum. Starfsmenn Árnastofnunar
minnast þeirra með mikilli hlýju
og virðingu og vil ég fyrir þeirra
hönd þakka Ragnhildi Helgadótt-
ur óbilandi stuðning og trausta
vináttu.
Guðrún Nordal.
Við fráfall Ragnhildar Helga-
dóttur, fyrrverandi alþingismanns
og ráðherra, leitar hugurinn til
þess tíma sem við vorum samtíða
á Alþingi Íslendinga á árunum
1983-87. Undirrituð var ein
þriggja kvenna sem tóku sæti á
Alþingi eftir desemberkosning-
arnar 1979. Hinar voru Guðrún
Helgadóttir, Alþýðubandalagi, og
Jóhanna Sigurðardóttir, Alþýðu-
flokki.
Það var nokkuð einmanalegt
þetta fyrsta kjörtímabil að vera
eina konan í þingflokki sjálfstæð-
ismanna.
Eftir kosningar 1983 urðu
straumhvörf í kynjahlutfallinu á
Alþingi, þá fjölgaði konum úr
þremur í níu. Ragnhildur tók þá
sæti á Alþingi á ný. Auk þess
bættust við tvær konur frá
Bandalagi jafnaðarmanna og
þrjár frá Samtökum um kvenna-
lista.
Ragnhildur átti áralanga
reynslu sem þingmaður, hafði
m.a. gegnt embætti forseta neðri
deildar Alþingis fyrst kvenna og
var ötull talsmaður kvenréttinda,
ýmissa velferðarmála sem sneru
að fjölskyldumálum, hagsmunum
heimilanna, skóla- og menntamál-
um og auknum hlut kvenna á vett-
vangi stjórnmálanna. Hún gegndi
embætti menntamálaráðherra
1983-85 og heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra 1985-87. Ragn-
hildur fagnaði fjölgun kvenna á
Alþingi Íslendinga og sýndi það í
verki með því að bjóða okkur öll-
um konunum heim til sín einn eft-
irmiðdag haustið 1983 í upphafi
kjörtímabilsins.
Það var mér mikill styrkur að
hafa Ragnhildi í þingflokknum.
Hún reyndist mér afar vel og við
áttum mjög ánægjulegt samstarf.
Hún hvatti mig, nýliðann, óspart
til að vera órög við að taka að mér
ábyrgðarstörf á vettvangi þings-
ins. Fyrir hennar hvatningu og
stuðning tók ég við embætti for-
seta efri deildar í upphafi kjör-
tímabilsins 1983 og síðar embætti
forseta Alþingis 1991.
Í upphafi embættis síns sem
menntamálaráðherra skipaði hún
vinnuhóp til þess að athuga
„tengsl fjölskyldu og skóla og
gera tillögur um hvernig bæta
megi þau tengsl“. Hún fól mér for-
mennsku í vinnuhópnum sem var
skipaður átta konum og einum
karli, fulltrúa menntamálaráðu-
neytisins. Vinnuhópurinn skilaði
tveimur skýrslum um samfelldan
skóladag og tengsl heimila og
skóla í þéttbýli og dreifbýli.
Því er þetta nefnt hér að það
sýndi áhuga Ragnhildar á vaxandi
þörf á sterkum tengslum milli
heimila og skóla vegna breyttrar
stöðu í þjóðlífinu og aukinnar
þátttöku kvenna í atvinnulífinu.
Nú eru þau hjón Ragnhildur og
Þór bæði fallin frá með stuttu
millibili. Ég minnist þess að
tveimur dögum eftir andlát Þórs
20. október síðastliðinn bauð
Landssamband sjálfstæðiskvenna
til fagnaðar í tilefni af 100 ára af-
mæli kosningaréttar kvenna þar
sem nokkrar sjálfstæðiskonur
voru heiðraðar.
Ragnhildur var ein þeirra en
var fjarverandi vegna fráfalls eig-
inmanns síns. Við ræddum saman
af því tilefni og hún bað mig að
skila kveðju og þakklæti. Hún
vildi leggja áherslu á að enn væri
full þörf á að hafa sérstakt félag
eins og Landssamband sjálfstæð-
iskvenna, og hvetja sjálfstæðis-
konur til að vera sýnilegar, láta í
sér heyra og leggja áherslu á mik-
ilvægi sjálfstæðisstefnunnar sem
byggist á réttsýni, mildi og mann-
úð. Mér finnst þau orð eiga vel við
lífshlaup Ragnhildar Helgadóttur,
fyrrverandi alþingismanns og ráð-
herra. Seinni árin var ánægjulegt
að fá stundum tækifæri til að hitt-
ast og eiga persónuleg samskipti
eða slá á þráðinn og spjalla saman
í símann.
Ég þakka henni samfylgdina og
votta börnum hennar og fjölskyld-
unni allri innilega samúð mína.
Blessuð sé minning hennar.
Salome Þorkelsdóttir.
Ragnhildur Helgadóttir var
fyrst kjörin á þing 26 ára gömul og
var þá eina konan á þingi. Hún var
fljót að ávinna sér virðingu og
traust samstarfsmanna og árið
1960 var hún kjörin forseti neðri
deildar þingsins.
Á örlagaríkum átakafundi í
þingflokki sjálfstæðismanna
snemma á þingferli Ragnhildar
var til umræðu tillaga um stjórn-
arsamstarf við Alþýðubandalagið.
Bjarni Benediktsson stýrði fundi
og sagði að málið væri það mik-
ilvægt að allir yrðu að vera sam-
mála. Spurði síðan hvort einhver
væri á móti. Þá stóð Ragnhildur
ein upp og sagðist ekki geta sam-
þykkt samstarf við sósíalistana.
Málið var þar með afgreitt og
undirbúningur hófst að stofnun
Viðreisnarstjórnarinnar. Þessi
saga, sem Ragnhildur sagði mér
löngu síðar, lýsir henni vel. Hún
hafði djúpa sannfæringu í málinu
og stóð með henni.
Þegar Ragnhildur tók við emb-
ætti menntamálaráðherra 1983
var hún vel undir það búin. Hún
bjó að góðu veganesti, bæði hvað
varðar stjórnmálareynslu og
reynslu úr lífinu sjálfu.
Í ráðuneytinu tók hún strax til
óspilltra málanna og hafði skýra
sýn á verkefnin framundan.
Stærsta málið sem hún náði fram
sem menntamálaráðherra voru
lög um afnám einkaréttar ríkisins
á útvarpsrekstri. Fram til þess að
þau tóku gildi 1986 höfðu einkaað-
ilar ekki frelsi til að reka útvarps-
stöðvar. Frelsi í fjölmiðlum var þá
aðeins í blaðaútgáfu. Þetta grund-
vallarmál kostaði mikil átök og
Ragnhildur sýndi ótrúlega seiglu
og stefnufestu en um leið vilja til
málamiðlana svo að fjölmiðlafrelsi
næði fram. Það var mjótt á mun-
unum og stór orð féllu sem trúlega
margir vilja gleyma.
Ég átti því láni að fagna að
vinna með Ragnhildi sem pólitísk-
ur aðstoðarmaður hennar í
menntamálaráðuneytinu og
seinna í heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu. Við vorum í
miðjum klíðum á kafi í skemmti-
legum verkefnum þegar ákveðið
var seint á árinu 1985 að gera
breytingar á ríkisstjórninni sem
leiddu til þess að ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins höfðu stólaskipti.
Það var erfitt að þurfa að standa
upp frá óloknum verkefnum. En
Ragnhildur með sitt stillta skap
og ákveðni sagði – þetta verðum
við að gera, við förum í nýtt ráðu-
neyti og brettum upp ermarnar
þar. Og það var gert.
Mörg mál eru minnisstæð úr
heilbrigðisráðuneytinu. Lenging
fæðingarorlofs kom í framhaldi af
vinnu hennar sem þingmanns
þegar hún fékk samþykkt lög um
fæðingarorlof fyrir konur á al-
mennum vinnumarkaði. Eitt ann-
að mál lýsir henni vel. Glasa-
frjóvgun var ekki greidd af ríkinu
sem henni fannst óréttlátt því að
fóstureyðingar væru greiddar en
þeir sem þyrftu aðstoð við að eign-
ast börn fengju ekki stuðning.
Þessu breytti hún.
Samstarfið við Ragnhildi var
einstaklega gefandi og lærdóms-
ríkt og leiddi til ævilangrar vin-
áttu. Hún var baráttuglaður frum-
kvöðull, frjálslynd og víðsýn, stóð
traustan vörð um íslenskan menn-
ingararf en lagði um leið ríka
áherslu á alþjóðlegt samstarf.
Nú er Ragnhildur horfin á
braut og þau Þór bæði með
skömmu millibili. Við Geir minn-
umst þeirra með virðingu og þökk
og sendum fjölskyldunni einlægar
samúðarkveðjur.
Inga Jóna Þórðardóttir.
Ragnhildur Helgadóttir
frænka mín er jarðsett í dag. And-
lát hennar var óvænt og bar skjótt
að. Hún sótti fundi okkar eldri
sjálfstæðismanna og setti svip á
þá með nærveru sinni. Ekki er
langt síðan ég sá hana ganga rösk-
lega á förnum vegi, fríska og bar
sig vel.
Kristín móðir hennar og Guð-
rún amma mín voru hálfsystur úr
Engey. Móðir mín hafði á ung-
lingsárum sínum verið hjá Krist-
ínu og Helga Tómassyni í Kaup-
mannahöfn og var síðan kært með
þeim Kristínu. Og Ragnhildur
passaði mig, þegar ég var lítill,
sem mér þykir gott að minnast en
man ekki.
Það voru mikil tíðindi þegar
Ragnhildur var kjörin á þing árið
1956, ein kvenna, 26 ára að aldri.
Áður höfðu einungis fimm konur
verið kjörnar á þing, þrjár voru í
Sjálfstæðisflokknum, ein í Sam-
einingarflokki alþýðu – sósíalista-
flokknum og ein í Framsóknar-
flokknum. Síðan átti Ragnhildur
langa þingsetu fyrir höndum og
lét að sér kveða. Hún var fyrst
kvenna kjörin til forsetastarfa á
Alþingi í neðri deild haustið 1961,
en Bjarni Benediktsson var þá
forsætisráðherra í veikindaforföll-
um Ólafs Thors og Jóhann Haf-
stein varð dómsmálaráðherra. Á
þessum árum var neðri deild
aðalumræðuvettvangur alþingis.
Þar sátu leiðtogar flokkanna og
þar voru viðamestu frumvörpin
lögð fram. Það reyndi því mjög á
forseta deildarinnar að koma mál-
um áfram. Ég var þingfréttaritari
Morgunblaðsins þetta ár og minn-
ist þess, að oft reyndi á hinn unga
forseta í orðaskiptum við gamla
þingskörunga en Ragnhildur hélt
ró sinni og fipaðist hvergi. Ragn-
hildur varð síðar fyrst kvenna til
að sitja á ráðherrastól heilt kjör-
tímabil, fyrst sem menntamála-
ráðherra og síðan heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra á árunum
1983-1987.
Ragnhildur var ein þeirra
kvenna sem mörkuðu spor í bar-
áttunni fyrir jafnrétti kynjanna
með störfum sínum á Alþingi, sem
ráðherra og með því að vera öðr-
um fyrirmynd. Hún beitti sér á
öllum sviðum þjóðmála, var óhvik-
ull baráttumaður fyrir vestrænni
samvinnu og vildi frjálsræði til
orðs og athafna. Hún var hrein og
bein í stjórnmálaafskiptum sínum
og hlífðist hvergi ef því var að
skipta. Menn vissu hvar þeir
höfðu hana.
Þór og Ragnhildur voru ljúf og
höfðingjar heim að sækja. Móður-
systir Ragnhildar, Ólafía Péturs-
dóttir, var á heimili þeirra síðustu
æviár sín og fór vel um hana. Ég
minnist þess að Ragnhildur var
erlendis þegar Ólafía lagðist bana-
leguna. Ragnhildur flýtti sér heim
og fór rakleiðis upp á spítala til
Ólafíu, brá sér síðan heim en sagð-
ist koma strax aftur. En Ólafía dó
á meðan, hún hafði beðið eftir
Ragnhildi til að kveðja hana en nú
var henni ekkert að vanbúnaði.
Ég sakna Þórs og Ragnhildar.
Þau voru einstök hjón og einstakir
einstaklingar. Mér er einungis
þakklæti í huga þegar ég set
punktinn á eftir þessum fátæk-
legu línum. Guð blessi minningu
þeirra.
Halldór Blöndal.
Ragnhildur Helgadóttir var í
forystusveit Sjálfstæðisflokksins
um áratuga skeið. Hún var hug-
rökk hugsjónakona sem var alvön
að vera ein í hópi karlmanna í for-
ystusveit Sjálfstæðisflokksins,
hvort sem það var þegar hún að-
eins 26 ára tók sæti á Alþingi eða
þegar hún tæpum þremur áratug-
um síðar tók sæti í ríkisstjórn.
Þótt margt hafi breyst síðan
Ragnhildur settist fyrst í þingsal
ásamt 59 karlmönnum árið 1956,
hallar enn á konur í stjórnmála-
þátttöku. Þar viljum við gera
miklu betur og þar eru konur eins
og Ragnhildur okkur hinum ómet-
anlegar fyrirmyndir í lífi og starfi.
Hún tók sjálfstæðar ákvarðanir
á ferli sínum, hvarf úr stjórnmál-
um til að sinna fjölskyldu sinni en
sneri aftur og átti farsælum ferli
að fagna um árabil. Vissulega var
íslenskt þjóðfélag útivinnandi
mæðrum mótdrægt á árunum í
kringum 1960 og enginn vafi á að
flókið var fyrir þær mæður sem
sinntu starfi alþingismanns að
samræma þessi vandasömu verk-
efni. Það skal því engan undra hve
ferill hennar markast af áherslu á
jafnréttismál og að rödd kvenna
væri há og snjöll. Hún barðist fyr-
ir mörgum framfaramálum og að
öðrum ólöstuðum skal hennar sér-
staklega minnst fyrir framlag
hennar í réttindamálum kvenna
en henni tókst að knýja í gegn
launað fæðingarorlof kvenna.
Okkur konum í Sjálfstæðis-
flokknum var hún dýrmætur
brautryðjandi. Hún hafði þann
hæfileika að vera sterk fyrirmynd
en að sama skapi gefa mikið af sér
til annarra. Við, eins og svo ótal
margir aðrir, nutum góðs að því.
Henni var ljúft að miðla af reynslu
sinni og var ætíð auðsótt að leita
hjá henni ráða. Við sem höfum
verið í forystu Sjálfstæðisflokks-
ins nutum allar þeirra forréttinda
að kynnast Ragnhildi en hún var
ávallt reiðubúin þegar ræða þurfti
hin ýmsu þjóðfélagsmál, hvort
sem þau snertu málefni kvenna
eða önnur brýn hagsmunamál.
Og Ragnhildur lét aldrei deig-
an síga. Hún fylgdist grannt með,
sótti fundi á vegum flokksins,
hvort sem um var að ræða al-
menna fundi eða landsfundi og
lagði gott til mála í hvert sinn.
Hún hafði rólega framgöngu, hlý
og skemmtileg, skýr í framsetn-
ingu og kurteis í fasi. Hún setti
fram ábendingar og ráð góðfús-
lega en þyngdist í henni þegar
mikið lá undir. Hún var fylgin sér
svo eftir var tekið enda eflaust oft
þurft á því að halda í störfum sín-
um á vettvangi stjórnmála.
Ragnhildur vildi einnig gæta
þess að árangur Sjálfstæðis-
flokksins í jafnréttismálum væri
metinn að verðleikum í almennri
umræðu. Henni mislíkaði þegar til
stóð að halda málþing í lok síðasta
árs vegna fyrstu 20 kvenráðherra
Íslands án þess að fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins hefði þar sæti.
Um þetta ræddi hún við eina okk-
ar í lok síðasta árs og vildi tryggja
góða mætingu úr hópi sjálfstæð-
iskvenna. Þótti henni það skjóta
skökku við að árið 2015 ætti að
gera minna úr hlut kvenna í Sjálf-
stæðisflokknum í stað þess að
virða jafnréttisbaráttu allra
kvenna, sama hvar í flokki þær
standa. Þannig var Ragnhildur,
réttsýn og sanngjörn og skal eng-
an undra að hún hafi notið slíkrar
hylli sem raun bar vitni í störfum
sínum.
Þegar við kveðjum Ragnhildi
minnumst við ómetanlegs fram-
lags hennar í þágu frelsis, jafn-
réttis og betra samfélags á liðnum
árum. En við viljum jafnframt
þakka henni þann stuðning og vin-
semd og ómælda hvatningu sem
hún veitti okkur í fjölbreyttu og
ögrandi starfi stjórnmálanna á
vegum Sjálfstæðisflokksins.
Fjölskyldu Ragnhildar sendum
við okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Megi hið eilífa ljós fylgja Ragn-
hildi Helgadóttur.
Ólöf Nordal,
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir.
Kveðja frá
Sjálfstæðisflokknum
Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins síðastliðið haust, þegar
100 ár voru liðin frá því konur
hlutu almennan kosningarétt, var
tileinkaður konum og jafnréttis-
baráttunni. Kjörorð fundarins
voru „Frelsi og jafnrétti – for-
senda framfara“, en þau hefðu
ekki síður getað verið kjörorð
Ragnhildar Helgadóttur, sem við
fylgjum til grafar í dag.
Það kann að virðast ótrúlegt,
en í ár eru liðin 60 ár frá því að
Ragnhildur var kjörin á þing í
fyrsta sinn. Hún var bráðung, að-
eins 26 ára gömul, tveggja barna
móðir í lagadeild, og var í þokka-
bót eina konan á þingi. Það hefur
örugglega stundum reynt á, en
Ragnhildur lét engan bilbug á sér
finna. Þvert á móti er auðvelt að
lesa það úr viðtölum frá þeim
tíma, að hún varð enn vissari um
erindi sitt og hlutverk.
Það segir sig sjálft að Ragn-
hildur var margháttaður braut-
ryðjandi kvenna í stjórnmálum.
Hún varð fyrst kvenna forseti á
Alþingi og á alþjóðavettvangi varð
hún fyrst kvenna forseti Norður-
landaráðs. Hún sinnti ráðherra-
embættum fyrir flokkinn, en
gegndi auk þess margvíslegum
trúnaðarstörfum á innri vettvangi
hans og var meðal annars formað-
ur Landssambands sjálfstæðis-
kvenna um hríð. Eftir að Ragn-
hildur lauk eiginlegum
stjórnmálastörfum tók hún áfram
dyggan þátt í flokksstarfinu og lét
sér mjög annt um flokkinn og
framgang hans.
Ragnhildur Helgadóttir var
ekki bara sjálfstæðismaður, held-
ur einnig sjálfstæð kona. Það
reyndi enginn að segja henni fyrir
verkum eða hvað hún ætti helst að
segja eða finnast nema einu sinni.
En hún var jafnframt góður liðs-
maður og lagði mikla áherslu á að
þegar menn hefðu komið sér sam-
an um stefnuna, þá stæðu þeir
sem einn maður að henni. Með
þessum hætti, með málafylgju og
lagni, baráttugleði og sáttfýsi,
dugnaði og samviskusemi, heiðar-
leika og sanngirni, náði hún veru-
legum árangri um þau málefni,
sem hún setti helst á oddinn, og
var einstaklega farsæll stjórn-
málamaður. Það var hún sem kom
á frelsi á öldum ljósvakans hér á
landi þrátt fyrir verulega and-
stöðu og það var hún sem kom í
gegn hinu mikla réttindamáli um
almennt og launað fæðingarorlof
kvenna, sem reyndist vera ein
mesta framför í jafnréttismálum á
liðinni öld.
Þó að Ragnhildar verði fyrst og
fremst minnst fyrir stjórnmála-
störf sín, þá komst fleira að. Hún
var mikil fjölskyldumanneskja og
tók sér hlé frá stjórnmálavafstr-
inu þegar börnin urðu þrjú og
fjögur. Hún var yfirveguð og íhug-
ul kona, en létt í lund og kankvís
þegar hún vildi það við hafa. Hún
hafði fjölþætt áhugamál og yfir-
gripsmikla þekkingu á aðskiljan-
legustu sviðum, mikil menningar-
kona.
Ragnhildur hóf ung afskipti af
stjórnmálum og hún lét í raun
aldrei af þeim. Bæði hvað varðaði
djúpstæðar lífsskoðanir og meg-
ingildi, en einnig stjórnmál dags-
ins. Hún lagði ungu baráttufólki
lið í baráttu þess innan flokksins,
ekki síst þeim konum, sem sigldu í
kjölfar hennar, og gladdist yfir
velgengni þeirra, þótt oft þætti
henni hægar ganga en hún kysi.
Ég hlakkaði þess vegna til þess að
hitta hana á landsfundinum í
haust, sem snerist að svo miklu
leyti um hennar ævistarf, og til
stóð að veita henni sérstaka við-
urkenningu fyrir. Örlögin háttuðu
því hins vegar svo til að eiginmað-
ur hennar, Þór Vilhjálmsson, pró-
fessor og fyrrverandi hæstarétt-
ardómari, andaðist eftir erfiða
sjúkralegu í þann mund sem
landsfundur var að hefjast, svo af
því varð ekki. Þegar allt kemur til
alls þurfti Ragnhildur þó enga
viðurkenningu frá okkur, með
starfi sínu reisti hún sér sjálf þann
minnisvarða, sem mest er um
verður.
Megi minningin um Ragnhildi
Helgadóttur vera ungum konum
hvatning til þess að taka fullan
þátt í mótun þjóðlífsins og vera
stjórnmálamönnum sífelld áminn-
ing um að virða einstaklinga og
rétt þeirra. Fyrir hönd Sjálfstæð-
isflokksins kveð ég Ragnhildi með
djúpri virðingu og kærri þökk.
Fjölskyldu hennar votta ég ein-
læga samúð.
Bjarni Benediktsson.
Nú sígur á seinni hlutann í sam-
félagi okkar hundrað og fjögurra
bekkjarsystkina, útskrifaðra frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1949. Á liðnum 12 mánuðum hafa
sjö fallið í valinn, forkar, skemmti-
legir og frjóir. Stórt skarð mynd-
aðist er Þór Vilhjálmsson féll frá
og nú Ragnhildur Helgadóttir
með stuttu bili.
Oft hefur mér orðið hugsað til
Ragnhildar og bræðranna vegna
móðurmissis meðan á stúdents-
prófum hennar stóð. Þór og
Ranka höfðu strax í menntaskóla
bundist tryggðaböndum. Áttu þau
því láni að fagna að ganga saman
farsælan æviveg. Börnin urðu
fjögur og fjölskyldan þeirra stóra
var samhent.
Þótt Ragnhildur væri frænka
mín kynntumst við ekki fyrr en
við hittumst í fimmta bekk. Var
það fagnaðarfundur og komst á
gott samband. Á skólaskemmtun-
um tók hún að sér að kenna mér
að dansa. Þá var dans ekki hrist-
ingur, heldur kúnst; vandasöm, ef
reglum var fylgt.
Síðan er langt um liðið og lífið
ekki einber dans á rósum. Fé-
lagslíf bekkjarins hefur verið líf-
legt, skemmtilegt og óslitið alla
tíð. Ranka og Þór létu sig ekki
vanta, voru í fararbroddi innan
bekkjarins og gestrisni þeirra
orðlögð. Og það þrátt fyrir,
kannski vegna, sinnar stóru og
góðu fjölskyldu. Þar er margs að
minnast sem of langt er að telja
fram, en sérstaklega var gott að fá
húsaskjól hjá þeim á Laugaveg-
inum, áður en við hin höfðum yfir
slíku að ráða.
Þór og Ranka voru frjó í anda;
áhugasöm um menningarviðburði
og sóttu ekki síst óperur þar sem
þær var að finna og þau áttu heim-
angengt, hvar sem heimili þeirra
stóð. Persónuleiki þeirra var auð-
kenndur, hvetjandi vinsemd, sem
setti sterkan svip á samfundi okk-
ar bekkjarsystkina.
Ragnhildur kom á okkar síð-
asta mánaðarlega fund bekkjarins
í janúar, glöð, kát og virtist líða
vel. Vorum við bæði að lesa stríðs-
árabókina hans Páls og nutum
þess að rifja upp sitthvað sem
hafði farið framhjá okkur á stríðs-
tímanum, bárum saman æsku-
reynslu okkar allt frá Kleppi og út
á Seltjarnarnes. Hugðum gott til
næsta fundar að halda um-
ræðunni áfram. En …
Við bekkjarsystkinin þökkum
fyrir að hafa fengið að njóta vin-
áttu Ragnhildar og Þórs.
Færum við fjölskyldunni þeirra
stóru innilegar samúðaróskir.
Eggert Ásgeirsson.