Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016
Evonia eykur hárvöxt með því að
veita hárrótinni næringu og styrk.
Evonia er hlaðin bætiefnum sem
næra hárið og gera það gróskumeira.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Evonia
www.birkiaska.is
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Rannsóknir á makríl verða umfangs-
miklar í ár. Fyrir nokkru er hafinn
svokallaður eggjaleiðangur Evrópu-
sambandsþjóða í Biscayaflóa, en
makríllinn byrjar hrygningu þar í
janúarmánuði. Í júlí verður togleið-
angur Íslendinga, Norðmanna, Fær-
eyinga og Græn-
lendinga á
norðurslóðum og
loks má nefna að
Norðmenn hafa
lagt áherslu á
rannsóknir með
merkingum á
makríl sem Ís-
lendingar eru
þátttakendur í.
Niðurstöður þess-
ara rannsókna og
fleiri verða lagðar til grundvallar að
ráðgjöf ICES, Alþjóða hafrannsókna-
ráðsins, fyrir fiskveiðiárið 2017.
Skiptar skoðanir
um eggjaleiðangur
Eggjaleiðangrarnir eru mjög um-
fangsmiklir og er verkefnið í gangi
þriðja hvert ár frá janúar og fram í
miðjan júní. Íslendingar verða við
þessar rannsóknir í tvær vikur í maí-
mánuði. Egg eru talin alla leið úr
Biskaya-flóa og norður á bóginn og í
leiðangri árið 2010 fundust egg í
fyrsta skipti syðst og austast í ís-
lensku lögsögunni. 2013 fundust
makrílegg í enn meira mæli í íslenskri
lögsögu. Hrygningunni er fylgt norð-
ur á bóginn þar til engin egg finnast.
Þessar rannsóknir byggjast á
langri rannsóknaseríu og eru marg-
vísleg gögn og forsendur lögð til
grundvallar. Stofnmat makríls, sem
veiðiráðgjöf byggist á, var lengi vel
eingöngu unnið út frá þessum niður-
stöðum ásamt aflagögnum. Skiptar
skoðanir hafa eigi að síður verið um
þessar rannsóknir og verða Norð-
menn ekki á meðal þátttakenda í ár.
Togleiðangrar hljóta
aukna viðurkenningu
Á stofnmatsfundi 2014 voru niður-
stöður rannsókna togleiðangra á
norðurslóðum í fyrsta skipti teknar
með í reikninginn og fólst í því mikil
viðurkenning á aðferðinni. Frekari
viðurkenning fékkst síðan með birt-
ingu á ritrýndri fræðigrein um tog-
leiðangrana, sem birtist í riti ICES nú
fyrir jól. Meðal höfunda er Guðmund-
ur J. Óskarsson, fiskifræðingur á
Hafrannsóknastofnun, og segir hann
að þar sé að finna niðurstöður um
meðal annars hlutfallslega dreifingu
og magn eftir svæðum frá upphafi
leiðangranna 2007.
Guðmundur segir að reyndar séu
upplýsingar frá þessum leiðangri ekki
nýttar að öllu leyti við stofnmatið og
þannig sé til dæmis ekki notuð gögn
um yngri aldurshópa. Það verði hins
vegar væntanlega gert á rýnifundi um
stofnmat sem fyrirhugaður er 2017, en
þá spannar tímaserían áratug.
Norðmenn byrjuðu þetta verkefni
2007, en 2009 tóku Íslendingar og
Færeyingar þátt í fyrsta skipti. Þá
var hins vegar ekki nógu gott sam-
ræmi milli skipa frá þjóðunum þrem-
ur og er það ár því ekki notað. Þá voru
Norðmenn bara með eitt rannsókna-
skip árið 2011 þannig að leiðangurinn
náði ekki yfir makrílgönguna á nyrstu
svæðunum.
Önnur ár segir Guðmundur að
nokkuð vel hafi náðst að kortleggja
útbreiðslu stofnsins. Þá er lögsaga
Evrópusambandsríkjanna undanskil-
in, en ESB hefur ekki viljað taka þátt
í verkefninu enn sem komið er. 2013
var farið inn í Norðursjóinn og sést á
litum á kortinu og fjölda reita að þar
var ekki mikið af makríl miðað við það
sem var norðar. Hann segir að fullvíst
megi telja að einhver hluti af stofn-
inum, einkum ungur makríll, haldi til
þar, en langstærsti hluti stofnsins hafi
verið á norðurslóðum.
Meðfylgjandi kort nær ekki yfir út-
breiðslu og magn makríls síðasta
sumar á norðurslóðum. Þá var lítið af
makríl fyrir vestan land og í græn-
lenskri lögsögu, en langmest var þá af
makríl fyrir sunnan Ísland og þéttar
göngur á stóru svæði sunnan við land-
ið.
Árið 2013 var í fyrsta skipti farið
inn í grænlenska lögsögu og í sumar
stefna Grænlendingar að því að sjá að
mestu leyti sjálfir um rannsóknir í
grænlensku lögsögunni. Hyggjast
þeir leiga skip til verkefnisins. Skip
Hafrannsóknastofnunar verður þó
leigt sem nemur fimm dögum til að
kanna meðal annars síldargöngur í
lögsögu þeirra norður af Íslandi.
Umfangsmiklar
makrílrannsóknir
Norðmenn taka ekki þátt í eggjaleiðangri Evrópusam-
bandið ekki með í togleiðangri Grænlendingar leigja skip
Makrílrannsóknir
Togleiðangur á norðurslóð
Þeir ferningar sem eru rauðastir sýna mesta
útbreiðslu, en gulir og hvítir nánast engan makríl.
Lengdargráða
Guðmundur
Óskarsson
Ljósmynd/Leif Nöttestad
Rannsóknir Fjögur skip í upphafi togleiðangurs árið 2012. Frá vinstri: Árni
Friðriksson, Christian í Grótinum, Brennholm og G.O. Sars.
Norðmenn hyggjast í ár leggja
áherslu og fjármagn í önnur verk-
efni en eggjatalningu og þá einkum
togleiðangurinn og merkingar á
makríl. Þeir hafa merkt makríl með
stálmerkjum allar götur frá 1968.
Sú sería því orðin löng og nær til
2011, en endurheimtuhlutfall
merkjanna gefur til kynna stofn-
stærð.
2011 hófu Norðmenn að nota
rafeindamerki, en þá er örflögu
skotið í kvið fisksins og gefur
merkið upplýsingar um númer við
endurheimtun. Skanni til að lesa
merkin hefur verið settur upp í
þremur frystihúsum hérlendis og
skiluðu 106 merki sér í þeim árið
2015, en alls hafa verið merktir yfir
200 þúsund fiskar. Þá voru gerðar
tilraunamerkingar með raf-
eindamerki í íslenskri lögsögu síð-
asta sumar af Hafrannsóknastofn-
un og framhald verður á þeim í
sumar. Þau merki endurheimtust
meðal annars af norskum skipum á
þeirra veiðislóð í haust. Guð-
mundur segir þau gefa mikils-
verðar upplýsingar og vonir standa
til að gögn frá rafeindamerkingum
verði nýtt í stofnmati eftir rýnif-
undinn 2017 þegar serían verði
orðin lengri.
Norðmenn og fleiri hafa unnið að
þróun tækni til að bergmálsmæla
makríl. Slíkt er vandkvæðum háð
því fiskurinn er ekki með sund-
maga og því er endurkast í berg-
málsmælingum af honum mjög
veikt eða svipað og t.d. ljósátu.
Hafa merkt makríl frá 1968
ÁHERSLA NORÐMANNA Á MERKINGAR OG TOGLEIÐANGUR