Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.2016, Blaðsíða 23
fræði, öðru hverju frá 1985, einnig kennslu við Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands og við Há- skólann á Bifröst. Árin 2008 til 2011 var hann verkefnisstjóri verkefn- isins „Ísland – heiðursgestur bóka- sýningarinnar í Frankfurt“. Bókmenntir aðaláhugamálið Halldór hefur verið forstjóri tón- listar- og ráðstefnuhússins Hörpu frá maí 2012. Halldór hefur ritstýrt mörgum bókum og skrifað nokkrar, þar á meðal verkin „Loksins, loksins“ um æskuverk Halldórs Laxness (1987), „Skáldalíf“ (2006), um Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson, og ævisögu Halldórs Laxness (2004) sem þýdd hefur verið á nokkur tungumál og færði höfundi sínum Íslensku bókmenntaverð- launin í flokki fræðirita. Nýjasta bók Halldórs kom út fyrir síðustu jól og heitir Mamúska – sagan um mína pólsku ömmu. Hann hefur einnig samið tvær bækur á þýsku og nefnist önnur þeirra „Wir sind alle Isländer“, skrifuð í félagi við Dag Gunnarsson og fjallaði um bankahrunið 2008. Hann hefur haldið fyrirlestra heima og erlendis, svo og gert útvarps- og sjónvarps- þætti um bókmenntir og bók- menntasögu. Halldór sat í stjórn Listahátíðar í Reykjavík 2000-2006, þar af fjögur ár sem formaður. Hann hefur setið í stjórn Bókmenntahátíðar í Reykja- vík frá 1987 og var varaformaður þjóðleikhúsráðs frá hausti 2007 til vors 2012. Halldór var fyrsti stjórn- arformaður Forlagsins, frá október 2007 til ársloka 2008, og ritstjóri Skírnis frá 1. janúar 2006 til 1. júní 2012. Halldór var sæmdur fálka- orðunni 1. janúar 2012. „Ég hef lengst af starfað við bókaútgáfu og bókmenntir hafa líka verið aðaláhugaefnið, en þess utan spila ég badminton og við Anna höf- um um langt skeið lagt stund á samkvæmisdansa. Með vinnunni finnst mér gaman að dunda mér við skriftir – ætli það sé ekki svona svipað og hjá langafa mínum, Karli Bjarnasyni, sem var húsvörður í Arnarhvoli og ræktaði kanínur í frístundum,“ segir Halldór. Fjölskylda Eiginkona Halldórs er Anna Vil- borg Dyrset, f. 20.10. 1956, bóka- vörður. Börn þeirra: Kolbrún Ósk Ívarsdóttir, f. 31.8. 1976, fóstur- dóttir Halldórs. Hún býr með Að- alsteini Richter og á þrjár dætur, Önnu Lenu, Silvíu Ósk og Eddu Kristbjörgu, sonur Aðalsteins er Kristján Henry; Brynjar Hall- dórsson, f. 1.4. 1980, vörustjóri hjá Pennanum; Hrafnhildur Halldórs- dóttir, f. 15.11. 1983, fatahönnuður; Gunnar Halldórsson, f. 11.10. 1991, og Guðmundur Óskar Halldórsson, f. 5.5. 1995. Systkini Halldórs: Örbrún Guð- mundsdóttir, f. 28.4. 1961, músik- terapeut í Vín, Austurríki; Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, f. 10.3. 1963, frönskukennari en starfar nú í ferðageiranum, og Gunnþórunn Guðmundsdóttir, f. 21.4. 1968, pró- fessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Foreldrar Halldórs: Guðmundur Georgsson, f. 11.1. 1932, d. 13.6. 2010, læknir, forstöðumaður Til- raunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og prófessor við HÍ, og Örbrún Halldórsdóttir, f. 29.3. 1933, fv. læknaritari. Úr frændgarði Halldórs Guðmundssonar Halldór Guðmundsson Guðrún Svanborg Jóhannesdóttir húsfr. Karl Halldór Bjarnason húsvörður í Arnarhvoli í Rvík Gunnþórunn Karlsdóttir starfsm. tryggingafélags í Rvík Halldór Stefánsson rithöfundur í Rvík Örbrún Halldórsdóttir læknaritari í Rvík Margrét Halldórsdóttir húsfr. á Eskifirði Stefán Stefánsson símstöðvarstj. og bóksali á Eskifirði Sigurveig Georgsdóttir hjúkrunarkona í Rvík Borghildur Magnúsd. hjúkrunark. í Khöfn Georg Kristinn Lárusson forstj. Landhelgis- gæslunnar Árni Finnsson form. Náttúruverndar- samtaka Íslands Sigurveig Runólfsdóttir húsfr. í Rvík Magnús Jónsson skipstj. í Rvík Jónína Ingibjörg Magnúsdóttir húsfr. í Rvík Georg Júlíus Guðmundsson sjóm. í Rvík Guðmundur Georgsson læknaprófessor og forstöðum. á Keldum Guðmundur Júlíus Jónsson útvegsb. á Görðum í Önundarfirði Georg Magnússon hljóðmeist- ari hjá RÚV Pálína Magnúsd. borgar- bókavörður Magnús Georgsson (kjörsonur Georgs Júlíusar) frkvstj. Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness Finnur Torfi Hjörleifsson kennari, lögfr. og ljóðskáld Hjálmar Finnsson forstjóri Áburðarverksmiðjunnar Hjördís Hjörleifsdóttir skólastj. og vþm. í Önundarfirði Ragnheiður Finnsdóttir skólastj. Gunnlaugur Finnsson bóndi, kennari og alþm. á Hvilft Hjörleifur Guðmundsson verkstj. og pípul.m. á Flateyri, síðar í Kópavogi Gróa Finnsdóttir húsfr. á Görðum Finnur Finnsson b. á Hvilft ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 Jón Árnason Skálholtsbiskupfæddist árið 1665. Hann varsonur Árna Loftssonar, prests í Dýrafjarðarþingum og víðar, og k.h. Álfheiðar Sigmundsdóttur. Jón lærði í Skálholtsskóla, varð stúdent og fór utan 1690 og lærði guðfræði við Háskólann í Kaup- mannahöfn. Hann kom til landsins 1692 og varð þá heyrari (kennari) í Hólaskóla en rektor 1695-1707. Hann vígðist sem prestur á Stað í Steingrímsfirði 1707. Hinn 25. mars 1722 varð Jón bisk- up í Skálholti eftir lát Jóns Vídalín og gegndi því embætti til dauðadags. Hann var talinn ágætlega vel að sér og þótti bera af í guðfræði, stærð- fræði, rímfræði og söng, en hann kenndi sjálfur söng í Skálholtsskóla. Hann þótti strangur reglumaður og meðal stjórnsömustu biskupa landsins. Hann var bindindismaður og vildi t.d. hefta innflutning á brennivíni og tóbaki til landsins, en kaupmenn stóðu fast á móti. Hann áminnti marga presta fyrir drykkju- skap og vék ýmsum prestum í bisk- upsdæmi sínu úr embætti fyrir drykkju og aðra ámælisverða framkomu. Jón var ekki mikið gefinn fyrir fornsögur og veraldlegan skáldskap en var hins vegar fræðimaður á ýms- um sviðum og skrifaði margt. Hann lét prenta margar kennslubækur í Kaupmannahöfn og samdi m.a. lat- neska-íslenska orðabók. Hann þótti einarður og hreinskil- inn en strangur kennari og gerði miklar kröfur til siðferðis skólapilta ekki síður en kunnáttu þeirra. Talið er að aðeins tveir nemendur hans hafi losnað við barsmíðar frá honum. Hann var hinn hagsýnasti búhöldur en var þó fús til að styrkja efnilega stúdenta og þurfandi menn. Kona Jóns biskups var Guðrún Einarsdóttir, f. 1665, d. 20.10. 1752 dóttir Einars Þorsteinssonar bisk- ups á Hólum og Ingibjargar Gísla- dóttur fyrri konu hans. Jón og Guð- rún áttu einn son, Árna heyrara í Skálholtsskóla. Sá var haldinn af melankólísku, segir í Annálum og var ókvæntur og barnlaus. Jón Árnason lést 8.2. 1743. Merkir Íslendingar Jón Árnason Staðarkirkja Þar var Jón prestur áður en hann varð biskup í Skálholti. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson 85 ára Ásdís Skarphéðinsdóttir Gunnlaugur Guðmundsson Haukur Jónsson Hlín Guðjónsdóttir Hrafnhildur Halldórsdóttir Pétur Pétursson Tómas Þórhallsson 80 ára Hörður Lorange Málmfríður Pálsdóttir Sesselja S. Hjaltested 75 ára Guðbjörg Sigrún Oliversdóttir Helga Sveinsdóttir Katla Magnúsdóttir Ólöf Svava Halldórsdóttir Örlygur Kristmundsson 70 ára Eiður Baldur Hilmisson Ellert Árnason Eyrún Jörgensen Friðrik Agnar Ólafsson Schram Guðrún Jóhannsdóttir Jón Ingvarsson Kristinn Eyjólfsson Laufey Steingrímsdóttir María Másdóttir Oddur Kristinn Halldórsson Sigurður F. Stefánsson Soffía Snorradóttir Stefán Gunnar Stefánsson 60 ára Björn Gunnlaugsson Edda Þórey Kristfinnsdóttir Guðrún Indriðadóttir Gunnar Bóasson Halldór Guðmundsson Kristín Einarsdóttir Margrét Sigríður Karlsdóttir 50 ára Árni Friðrik Ólafarson Bergur Már Hallgrímsson Brynja Baldursdóttir Dagný Hængsdóttir Hannes Helgason Hólmar Ingi Guðmundsson Linda Hængsdóttir Páll Þórir Ólafsson Pétur Pétursson 40 ára Arnbjörg Hlíf Valsdóttir Haukur Geir Gröndal Hólmfríður Indriðadóttir Jón Hákon Hjaltalín Marybel Davao Baldelovar 30 ára Anna Lóa Kjerúlf Svansdóttir Aron Kári Sigurðsson Berglind Sölvadóttir Guðrún Björg Steingrímsdóttir Jakob Snær Ramos Pálmi Georg Baldursson Til hamingju með daginn 40 ára Haukur er Reyk- víkingur en býr á Akureyri og er yfirkokkur á Hótel KEA og Múlabergi. Maki: Jónasína Lilja Jóns- dóttir, f. 1974, grunn- skólakennari í Brekku- skóla. Börn: Kristófer Örn, f. 2001, Thelma Sól, f. 2005, og Elísabet Lilja, f. 2008. Foreldrar: Jón Gröndal, f. 1949, og Dórothea Emils- dóttir, f. 1950. Haukur Geir Gröndal 40 ára Jón Hákon er Hafnfirðingur en býr í Kópavogi. Hann er við- skiptafræðingur og rekur endurskoðunarstofu. Maki: Þórhildur Jóns- dóttir, f. 1979, viðskipta- fræðingur. Börn: Styrmir, f. 2006, Þorbjörg Sara, f. 2010, og Hákon Emil, f. 2013. Foreldrar: Gunnar Hjaltalín, f. 1946, og Helga Stefánsdóttir, f. 1947, bús. í Hafnarfirði. Jón Hákon Hjaltalín 30 ára Pálmi er frá Flat- eyri en býr í Reykjavík og vinnur við að breyta jepp- um hjá Arctic Trucks. Maki: Tinna Pétursdóttir, f. 1987, vinnur á leik- skólanum Rjúpnahæð. Börn: Telma Dórey, f. 2007, og Viktor Máni, f. 2008. Foreldrar: Baldur Pét- ursson, f. 1960, járnsm. hjá Marel, og Henný Sig- ríður Gústafsdóttir, f. 1962, þroskaþjálfi. Pálmi Georg Baldursson Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Nýjar vörur komnar í verslanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.