Morgunblaðið - 11.02.2016, Side 2

Morgunblaðið - 11.02.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Framkvæmdastjórn Samfylkingar- innar samþykkti einróma á fundi sínum um kvöldmatarleytið í gær að flýta landsfundi flokksins til 4. júní í sumar. Samhliða landsfundinum verður haldin allsherjaratkvæða- greiðsla um embætti formanns, sem allir flokksmenn hafa kost á að taka þátt í, komi fram sú ósk frá 150 fé- lagsmönnum hið minnsta fyrir landsfund. Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnarinnar, segir að stjórnin vilji kalla í þann kraft sem býr í 16 þúsund félagsmönnum flokksins. „Við viljum kalla hópinn saman til þess að veita forystu flokksins skýrt umboð. Auk þess viljum við nota fundinn til að skerpa á mál- efnavinnu flokks- ins, ræða saman um kosningaá- herslur og leggja línurnar fyrir næstu alþingis- kosningar.“ Sema Erla var spurð hvort und- irliggjandi óánægja meðal flokks- manna með formann flokksins væri ekki ástæða þess að landsfundinum hefði verið flýtt. „Það kom fram ákall á meðal félagsmanna, alþing- ismanna, landshreyfinga og aðild- arfélaga og við tökum tillit til þess ákalls í þessari ákvörðun, en ég vil meina að þetta snúist um það að sú forysta sem leiðir flokkinn í næstu kosningum hafi skýrt umboð allra félagsmanna,“ segir Sema Erla, en einungis fengu landsfundargestir að kjósa í síðustu formannskosningum Samfylkingarinnar fyrir ári, þegar Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður með 241 atkvæði, aðeins einu atkvæði fleiri en Sigríður Ingi- björg Ingadóttir sem bauð sig fram á móti honum. Árni Páll gaf ekki skýr svör Árni Páll vildi í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi ekki svara því hvort hann hygðist gefa aftur kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Það kæmi í ljós fljótlega. Samfylkingin flýtir formannskjöri til sumars Sema Erla Serdar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, segir að bregðast þurfi við mikilli fjölgun bílaleigubíla í bænum. Víða í bænum sé ástandið að nálgast þolmörk. Er þetta eitt af mörgum dæmum um hvernig væntanleg fjölgun er- lendra ferðamanna um nokkur hundruð þúsund í ár mun reyna á innviði landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- göngustofu eru skráðar 32 bílaleigur í Reykjanesbæ, ein í Sandgerði, 15 í Hafnarfirði og fjórar í Garðabæ. Alls eru þetta 52 bílaleigur í Reykjanes- bæ og nálægum sveitarfélögum. Hefur Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlað að um 18 þús- und bílaleigubílar verði í umferð í ár. Vilja vera nærri flugstöðinni Kjartan Már segir að leysa þurfi bílastæðavanda bílaleiganna. „Það eru bílaleigur úti um allt. Einhverjar eru með geymsluaðstöðu í Helguvík. Þeir aðilar sem hafa rætt við okkur vilja vera sem næst flug- stöðinni og Reykjanesbrautinni, þannig að vörumerkið sjáist frá Reykjanesbraut. Það eru alls konar óskir og þarfir. Við höfum ekki náð að sinna þessu alveg nógu vel, en þetta mál er klárlega eitt af því sem þarf að fara að taka á dagskrá. Við tökum eftir því að bílar eru hér geymdir á stæðum sem eru jafnvel ætluð undir annað, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Bílaleigur sækja í lóðir hér í bænum. Ég veit að fulltrú- ar margra þeirra hafa einnig rætt við hin sveitarfélögin, það er að segja Garð og Sandgerði. Þegar að er gáð er þetta sameiginlegt úrlausnarefni, hygg ég, af því að flugvöllurinn er í landi Sandgerðis, en það þarf að aka í gegnum Reykjanesbæ og Garð til þess að komast þangað. Þetta teng- ist allt. Það vilja allir vera nálægt flugvellinum. Við vitum að erlendis eru bílaleigur með afgreiðslu á flug- völlum, þótt þær séu ekki á besta stað. Þetta þarf að ræða við Isavia og skipulagsyfirvöld á flugvellinum.“ Spurður hvort til greina komi að stækka bílastæðin nærri Keflavíkur- flugvelli segir Kjartan Már að menn „séu að horfa á miklu verðmætari starfsemi á því svæði en malbikuð plön“. Hann vísar svo til áætlunar Isavia um uppbyggingu á flugvell- inum 2015-2040. Þar sé gert ráð fyr- ir milljarða uppbyggingu á hverju ári, með vöruhúsum, hótelum, skrif- stofurými og fjölda bygginga. Mikil fjölgun gistirýma Kjartan Már segir mikla fjölgun á gististöðum í Reykjanesbæ einnig til umræðu í bænum. Á vefnum Airbnb séu yfir 300 valmöguleikar þegar leitað er að gistingu í bænum. „Rætt er um hvort leyfa eigi öllum að opna gistiheimili af því að viðkom- andi á eitt herbergi eða tvö laus í húsinu sínu. Hvað þýðir það fyrir íbúa í næstu húsum ef það koma litl- ar rútur? Það þarf að hugsa þessi mál,“ segir Kjartan Már. Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum á Suðurnesjum eru 66 rekstrarleyfi vegna gististaða í gildi í bæjarfélaginu. Þau skiptast þannig að 44 rekstrarleyfi eru í Reykjanesbæ, 9 leyfi eru í Grinda- vík, 8 leyfi eru í Vogum, 3 leyfi eru í Garði og 2 leyfi eru í Sandgerði. Leitarvél Airbnb bendir til að gististaðirnir séu í raun mun fleiri. Bílamergðin við þolmörkin Morgunblaðið/Baldur Arnarson Keflavíkurflugvöllur Breiður af bílaleigubílum voru við völlinn sl. sumar.  Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að bregðast þurfi við fjölgun bílaleigubíla Banaslys varð í Reynisfjöru í gær þegar alda hrifsaði til sín erlendan ferðamann eftir að hann missti fót- anna. Um var að ræða karlmann sem var á ferð með eiginkonu sinni. Haft er eftir Bryndísi Fanneyju Sveinsdóttur, sem er í svæðisstjórn Landsbjargar og í björgunarsveit- inni Víkverja í Vík í Mýrdal, á mbl.is að maðurinn hafi staðið á stuðla- bergi í fjörunni og virt fyrir sér nátt- úruna. Skyndilega skall alda á berg- inu með þeim afleiðingum að mað- urinn féll í sjóinn. Aðstæður voru góðar; lygn sjór, bjart og nokkuð stillt veður. Í kjölfar atburðarins í gær ákváðu innanríkisráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í samráði við lög- regluna á Suðurlandi, í ljósi endur- tekinna atburða í Reynisfjöru og banaslyssins í gær að frá og með deginum í dag verði þar lögreglu- vakt um óákveðinn tíma. larahalla@mbl.is Banaslys í Reynis- fjöru Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Reynisfjara Erlendur karlmaður drukknaði í sjónum við Reynisfjöru í gær. Aðstæður voru góðar þegar skyndileg alda hrifsaði manninn til sín. Reykjavík Ex- cursions í sam- vinnu við Rauða krossinn gaf í gær ferðamönn- um á vegum fyr- irtækisins ösku- poka í tilefni öskudags. ,,Með þessu verki vilj- um við bæði vekja athygli á og endurvekja þessa skemmtilegu og séríslensku hefð,“ segir í tilkynningu frá Reykjavík Escursions. Þá segir jafnframt að uppátækið hafi vakið lukku. Sérstaklega á meðal íslenskra viðskiptavina. „Um tíma tóku allir þátt í þessu athæfi þó að seinna meir hafi börn á öllum aldri tekið yfir hefðina. Sums staðar á landinu var sá siður tíðkaður að stelpur settu ösku í sína poka til að hengja á stráka, á meðan strákar settu smá- steina í sína poka til að hengja á stelpur. Síðustu ár hafa pokarnir þó verið tómir, enda erfitt fyrir flesta krakka að komast í ösku, og þótti skemmtilegast að ná að krækja þeim í fullorðna.“ Fengu öskupoka að gjöf Öskupoki Vilja endurvekja hefð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.