Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör eh f. Fararstjóri: Pavel Manásek 23. - 30. apríl Gullborgin Prag Vor 4 Á vorin skartar Prag í Tékklandi sínu allra fegursta. Borgin er afar skemmtileg þar sem andi miðalda ræður ríkjum í bland við blómstrandi listalíf. Í þessari ferð skoðum við t.d. Karlsbrúna og Hradcanykastalann í Prag, en stöldrum einnig við í Pilsen, heilsubænum Karlovy Vary og Nürnberg í Þýskalandi. Ferð sem kemur skemmtilega á óvart! Verð: 186.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Fundur fer fram hjá utanríkismála- nefnd Alþingis í dag þar sem rætt verður um viðbúnað Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mætir á fundinn og svarar spurningum nefnd- armanna um málið. Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í utanríkismálanefnd, Steinunn Þóra Árnadóttir, óskaði í gærmorgun eftir fundi í nefndinni um málið og sagði Hanna Birna Kristjáns- dóttir, formaður nefndarinnar, í sam- tali við mbl.is að sjálfsagt hefði verið að verða við því. Greint var frá því á þriðjudaginn að til stæði að fara í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli af hálfu Bandaríkjanna og spunnust þá umræður um það hvort til stæði að auka viðveru bandarískra herflugvéla hér á landi. Ekki aukin viðvera hersins Bandaríski sjóherinn hefur beðið um fjárveitingu upp á 2,7 milljarða ís- lenskra króna á fjárlögum 2017 til þess að taka í gegn flugskýli á Kefla- víkurflugvelli. Pamela Rawe, talsmað- ur varnarmálaráðuneytis Bandaríkj- anna, segir að ekki standi annað til en að gera lagfæringar á aðstöðunni á Keflavíkurflugvelli til þess að hægt verði að þjónusta P-8A eftirlitsflugvél- ar í framtíðinni í stað P-3 Orion flug- véla líkt og gert hafi verið til þessa. Hvorki stæði til aukin viðvera banda- rískra herflugvéla hér á landi né var- anleg. Nýjar flugvélar inn fyrir eldri Rawe segir að P-8A eftirlitsflugvél- arnar muni þannig sinna sama eftirliti og P-3 Orion vélarnar hafi gert til þessa. Þessar breytingar hér á landi séu aðeins hluti af langtímaáætlunum bandarískra hermálayfirvalda á heimsvísu sem byggist á því að P-3 flugvélarnar séu smám saman á útleið en þær voru fyrst teknar í notkun árið 1962. P-8A vélarnar voru hins vegar teknar í notkun árið 2013 en þær eru uppfærð útgáfa af Boeing 737- 800ERX farþegaþotunni. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er ætlunin að P-8A eftirlitsflugvélarn- ar geti sinnt stuttum eftirlitsferðum. Fyrir utan breytingar á dyrum flug- skýlisins þurfi að koma rafmagnsmál- um þannig fyrir að hægt sé að þjón- usta flugvélarnar og mála línur á flugvöllinn. Einnig þurfi að styrkja gólfið í flugskýlinu vegna þyngdar P-8A vélanna. Þá þurfi að koma upp viðeigandi hreinsiaðstöðu fyrir flug- vélarnar í kjölfar eftirlitsflugs. Segir tortryggnina eðlilega Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, segir tortryggnina í garð Bandaríkjahers eðlilega og verð- skuldaða. „Miðað við það sem ég les í Stars and Stripes, þaðan sem þessar fréttir virðast allar koma, þá eru Bandaríkjamenn aðeins að hugsa um að auka eftirlit með kafbátaferðum sem í fljótu bragði virðist mjög sak- laust. Hins vegar verður að segjast eins og er að sú tortryggni sem skap- ast þegar svona fréttir berast er mjög eðlileg og verðskulduð,“ segir Helgi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs, telur aukin hernaðarumsvif ekki til þess fallin að draga úr spennu á milli ríkja. „Mér líst náttúrlega ekki á þetta. Bæði líst mér illa á aukna við- veru herliðs hér á landi og síðan vekur þetta áhyggjur af stöðu alþjóðamála. Ég var nú að vonast til þess að þegar herinn fór á sínum tíma væri hann endanlega farinn,“ segir hún „Ég hef talað fyrir því opinberlega að það sé mjög mikilvægt, ekki síst núna þegar við horfum upp á mjög ófriðlegt ástand víða í heiminum, að lögð sé mikil áhersla á að eiga pólitísk samtöl og reyna að finna pólitískar lausnir til að mynda í samskiptum við Rússa svo dæmi sé tekið,“ sagði Katr- ín.  Utanríkismálanefnd Alþingis fundar í dag um viðbúnað Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að viðvera hersins aukist ekki Morgunblaðið/Arnaldur Herinn Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli kosta 2,7 milljarða króna. Breyta þarf flugskýli hersins á vellinum. Mosfellsbæ var óheimilt að krefja ríkið um rúmlega 100 milljónir í gatnagerðargjöld vegna byggingar Fram- haldsskólans í Mosfellsbæ og í kjölfarið skuldajafna þá kröfu við innheimtu ríkisins á byggingarkostnaði, sam- kvæmt dómi héraðsdóms. Haraldur Sverrisson bæjar- stjóri segir niðurstöðuna vonbrigði en bærinn þarf að endurgreiða upphæðina. „Þetta verður tekið fyrir í bæj- arráði í fyrramálið og ég geri ráð fyrir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Okkur fannst málstaður Mos- fellsbæjar sterkur í þessu máli: Að lögin kvæðu á um það að greiða skyldi lögbundna skatta af svona húsi sem og annarra, sem ríkið sjálft ákveður,“ segir Haraldur. Mosfellsbæ gert að endurgreiða ríkinu um 100 milljónir króna í héraðsdómi Bæjarstjóri Har- aldur Sverrisson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gistipláss í uppblásinni kúlu inni í skógi í Biskupstungum er uppselt fram á vor. Róbert Sveinn Róberts- son, frumkvöðull hjá Ferðamönnum Íslands, setti kúluna upp í desember sl. og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hann er með vefsíðuna buubble.com þar sem yfirskriftin er Fimm milljón stjarna hótelið. Hún vísar til þess að í kúlunni er óskert sýn til himinhvolfsins. Gestirnir bóka gistingu í gegnum síðuna. „Það hefur verið stanslaus um- fjöllun um þetta erlendis. Ég keyri aðallega á veturinn, norðurljósin og stjörnurnar,“ sagði Róbert. „Þetta hefur gengið framar vonum og er orðið fullbókað. Einu fyrirspurnirn- ar sem ég fæ núna eru um hvort fólk komist á biðlista ef einhver dettur út.“ Gestirnir hafa verið blanda af Bandaríkjamönnum, Bretum og Asíubúum. Kúlan er úr gegnsæju plasti og er henni haldið uppi af hlýju lofti sem stöðugt er dælt inn í kúluna. Róbert kvaðst hafa leitað að kúlu sem hent- aði íslenskum aðstæðum. Hún stendur á palli sem er í skjóli hárra trjáa inni í skógi. Staðurinn var val- inn eftir vindmælingar í hálft ár. Trén verja kúluna fyrir veðri og sterkum vindum. Utan við kúluna er salernisaðstaða. Róbert prófaði kúl- una í heilan mánuð áður en útleiga hófst. Hann gisti þar ýmist sjálfur eða eins vinir og vandamenn. „Það er æðislegt að liggja í kúl- unni. Slökkva ljósin og vera bara úti í náttúrunni. Heimurinn og himininn opnast einhvern veginn fyrir manni. Þetta er mjög sérstök lífsreynsla sem orð fá ekki lýst,“ sagði Róbert. Hann hefur nú pantað tvær kúlur til viðbótar og hyggst bæta aðstöðuna fyrir gestina enn meira. Auk þess hyggst hann færa út tjaldhælana. „Ég ætla að leita samvinnu við fleiri skógarbændur. Svona gisting getur hentað víða og sérstaklega hjá skógarbændum sem vilja fá meiri arð af skóginum,“ sagði Róbert. „Það er hægt að þróa þetta í allar áttir og bjóða upp á lúxusgistingu, eða heilsutengda gistingu og þess vegna tengja hana við jóga. Hug- myndirnar fæðast endalaust.“ Ljósmynd/Róbert Sveinn Róbertsson Náttúrukúlan Það er gott skjól inni á milli trjánna. Gestirnir slökkva ljósin og virða fyrir sér stjörnur og norðurljós. Vinsælt er að kúra í gegnsærri náttúrukúlu  Gisting í náttúrukúlunni er uppseld fram á vor Vera bandaríska hersins á Ís- landi á sér langa sögu. Árið 1941 var gerður herverndar- samningur við Bandaríkjamenn og tóku þeir þá við vörnum landsins af Bretum, en Bretar hernámu Ísland árið 1940. Árið 1951 gerði Ísland varnarsamn- ing við Bandaríkin og var þeim látinn í té Keflavíkurflugvöllur og annað nauðsynlegt land- svæði. Eftir fall Sovétríkjanna 1990 dró smám saman úr um- svifum varnarliðsins. Viðræður um breytt fyrirkomulag varn- anna á grundvelli samningsins frá 1951 hófust um miðjan tí- unda áratug síðustu aldar en leiddu aldrei til endanlegrar niðurstöðu. Árið 2006 tilkynntu Bandaríkin með skömmum fyr- irvara þá ákvörðun sína að flytja herlið sitt frá Íslandi. Varnar- samningurinn frá 1951 er þó enn í fullu gildi. Margra ára- tuga saga VARNARLIÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.