Morgunblaðið - 11.02.2016, Page 10

Morgunblaðið - 11.02.2016, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016 Útsölulok 70% afslátturaf öllum útsöluvörum Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Stærðir 38-54 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Pabbi og afi æfðu báðir fót-bolta á malarvelli heima íNeskaupstað þegar þeirvoru yngri, þannig að fót- boltagenin eru í blóðinu. En Nes- kaupstaður er mun þekktari fyrir blakið en fótboltann, sérstaklega kvennablakið. Við prófuðum báðar að æfa blak áður en við snerum okkur alfarið að fótboltanum,“ segja fót- boltasysturnar Klara og Telma Ívars- dætur sem báðar æfa fótbolta í meist- aradeild, Klara sem varnarsinnaður miðjumaður hjá ÍR en Telma sem markmaður hjá Breiðabliki. Klara er tvítug en Telma 16 ára og þær eru eðli málsins samkvæmt fluttar suður til að geta stundað æfingar. En þær fæddust og ólust upp austur í Neskaup- stað, og eru hreinrækt- aðir Austfirðingar. „Mamma er frá Seyð- isfirði en pabbi frá Nes- kaupstað.“ Klara flaug reynd- ar fyrst úr hreiðrinu 18 ára þegar hún flutti norður á Akureyri til að komast í betri aðstæður til fótbolta- æfinga. „Heima í Neskaupstað þurftum við að fara til Reyðarfjarðar á æfing- ar yfir veturinn því þar er íþróttahöll. Við fórum fimm sinnum í viku á æf- ingar og það tók klukkutíma hvora leið. Auk þess var skarðið oft ófært.“ Alltaf uppgefnar á kvöldin Þær segja íþróttalífið í Neskaup- stað mjög líflegt og Telma byrjaði fjögurra ára í fótbolta en Klara þegar hún var tíu ára, sem þeim finnst mjög seint. „En við byrjuðum báðar á skíð- um tveggja ára,“ segja þær og hlæja. „Ég var svo ofvirkur krakki að ég vildi prófa allt sem Klara var að gera. Við vorum báðar í öllum íþrótt- um sem voru í boði, í blaki, sundi, fim- leikum og skíðum, en fótboltinn stóð upp úr og við vorum báðar á samningi hjá Fjarðabyggð áður en við komum suður.“ Þær segja þetta vissulega hafa útheimt mikla orku og tíma og þær muni eftir að hafa sem börn alltaf verið uppgefnar á kvöldin og sofn- aðar klukkan níu. „En þetta er svona enn í Nes- kaupstað, flestir yngri krakkarnir eru í fótbolta, blaki og jafnvel líka á skíðum og að æfa á hljóðfæri. Svo höfum við heyrt að körfubolti sé nýj- asta æðið heima.“ Vinnur líka sem dyravörður Þær systur sinna ekki aðeins boltanum heldur líka náminu. Klara er stúdent en hún tók bæði náttúru- fræðibraut og hárgreiðslu í fram- haldsskólanum í Neskaupstað. „Ég útskrifaðist af náttúru- fræðibraut á þremur árum og þegar ég var svo heppin að komast á samn- ing hjá Eplinu hárstofu í Reykjavík, þá ákvað ég að drífa í að klára hár- greiðsluna og núna er ég að vinna mig upp í sveinsprófið.“ Telma er á fyrsta ári í Menntaskólanum í Kópavogi og þar leigja þær saman litla íbúð. Meistaraflokksæfingar í fótboltanum eru sex sinnum í viku hjá þeim systrum. „Þar fyrir utan er leikur hverja helgi, landsliðsæfingar einu sinni í mánuði og svo reynum við líka að æfa aukalega. Við förum svona átta sinnum í viku á æfingar. Við komum yfirleitt heim um klukkan níu á kvöldin og þá eigum við eftir að elda. Við erum oft að borða kvöldmat um hálfellefu og þá eigum við eftir að fara í sturtu og Telma á eftir að læra. Það þarf að hafa brennandi áhuga á fótbolta til að standa í þessu, þetta er eins og full vinna. En okkur finnst þetta svakalega skemmtilegt,“ segir Klara sem vinnur líka sem dyravörð- ur á American bar um helgar. Telma vinnur alla sunnudaga sem aðstoð- arþjálfari sjöunda flokks kvenna við markmannsþjálfun. Klara segist sérlega ánægð með þjálfara síns liðs, Guðmund Guð- jónsson. „Hann byrjaði með liðið um ára- mótin og hefur rifið það upp, við unn- um KR um daginn. Hann er svo áhugasamur að hann nær að peppa alla upp með sér og hann hefur fengið nýja í liðið.“ Hringir í mömmu til að fá leiðbeiningar Telma er nokkuð ung til að flytja langt frá heimahögum og fjölskyldu, enda finnst henni það erfitt. „Mamma og pabbi hafa gert allt hingað til sem ég þarf að gera núna sjálf, þvo þvottinn, elda og þrífa. Ég hef hringt í mömmu til að fá leiðbein- ingar í hvert einasta skipti sem ég elda,“ segir Telma og Klara bætir við að Telma eldi alltaf fyrir mjög marga. „Hún eldaði grjónagraut um daginn sem hefði dugað fyrir alla íbúa göt- unnar.“ Telma segir það vera mikla breytingu að vera allt í einu byrjuð í fullorðinslífi og hafa ekki fjölskyld- una sína hjá sér. „Við erum einu börn foreldra okkar svo þetta eru líka viðbrigði fyr- ir þau. Það tekur níu klukkutíma að keyra úr bænum til Neskaupstaðar svo við erum ekkert að skjótast.“ Stefna á fótbolta í Bandaríkj- unum og nám í lýtalækningum Þær segja muninn á því að búa í Reykjavík eða í Neskaupstað helst vera þann að allt sé einfaldara fyrir austan og þægilegra. „Þar er hægt að ganga milli allra staða og maður þekkir alla. En Reykjavík hefur aðra kosti, okkur finnst þægilegt að geta farið í matarbúð á öllum tímum sólar- hringsins, sérstaklega fyrir okkur sem komum alltaf seint heim á kvöld- in. Og það er líka hentugt fyrir okkur að geta stundum hoppað á skyndibita- staði. Svo höfum við kynnst mörgu fólki frá því við fluttum suður og það stækkar lífið okkar og tengslanetið.“ Systrunum semur ágætlega í sambúðinni, miðað við að þær slógust og rifust þónokkuð þegar þær voru litlar. Þær horfa björtum augum til framtíðar og Telma stefnir að því að klára menntaskólann og fara eftir það til Bandaríkjanna í skóla. „Því þar er hægt að fá styrk í háskóla ef maður er góður í fótbolta.“ Klara ætlar að klára hárgreiðsl- una á næsta ári og eftir það er aldrei að vita hvað hún tekur sér fyrir hend- ur. „Mig hefur langað frá því ég var sex ára til að verða lýtalæknir, kannski skelli ég mér bara í lækn- isfræði. En mig langar margt annað líka, ég ætla til dæmis að læra förð- unarfræði á þessu ári og mig langar til að ferðast. Það er allt opið hjá mér með framtíðarplönin.“ Þarf að hafa brennandi áhuga Þær voru í öllum íþróttum sem voru í boði þegar þær voru stelpur heima í Neskaupstað, blaki, sundi, fim- leikum, skíðum og fótbolta. Fótboltinn stóð upp úr og nú æfa þær báðar í meistaradeild fyrir sunnan. Þær leigja saman og matseldin gengur misvel. Morgunblaðið/Eggert Sambýlissystur Klara og Telma Ívarsdætur leigja saman íbúð í Kópavogi. Telma sér um að elda pasta en Klara sér oftast um að elda annað. Fagna Í sumar spiluðu systurnar fyrir Fjarðabyggð. Töffarar Klara 10 ára og Telma 7 ára sigurglaðar með bikar á milli sín á Pæjumóti á Siglufirði á bernskuárum. Systrunum semur ágæt- lega í sambúð- inni, miðað við að þær slógust og rifust þó- nokkuð þegar þær voru litlar. Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi spænsku, frönsku eða ítölsku? Talar þú eitt af þessum tungumálum sem móðurmál og hefur áhuga á deila því með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Nemendur og kennarar í spænsku, frönsku og ítölsku við Háskóla Ís- lands bjóða alla áhugasama um þessi þrjú tungumál sem töluð eru víða um heiminn til tungumálastefnumóts í Stúdentakjallaranum í Háskóla Ís- lands í dag kl. 15.30-17.00. Þetta kemur fram í tilkynningu og einnig að kynnt verða tækifæri í námi í róm- önskum tungumálum við Háskóla Ís- lands. Dúóið „La Belle et la Bête“ sem þau Eyjólfur og Ásta skipa, ætlar að koma fram og syngja og spila tónlist á frönsku af sinni rómuðu snilld. Allir eru hjartanlega velkomnir. Café Lingua – lifandi tungumál, er tungumálavettvangur á vegum Borg- arbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af mark- miðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Fylgist með Café Lingua á heimasíðunni www.borgar- bokasafn.is og í Facebook „Café Lingua – lifandi tungumál“. Spjall og kynning á tækifæri í námi í rómönskum tungumálum Boðið til tungumálastefnumóts í Stúdentakjallara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.