Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 20

Morgunblaðið - 11.02.2016, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2016                                     Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkomulag hefur tekist um að N1 kaupi vistvæna lífdíselolíu af fyrir- tækinu Íslensku eldsneyti ehf., sem er með verksmiðju í Reykjanesbæ og hefur verið að framleiða vist- vænt eldsneyti úr repjuolíu. N1 hyggst nota lífdíselolíuna til íblöndunar í hefðbundna díselolíu á sölustöðvum sínum en félagið hefur til þessa nær eingöngu flutt slíkt eldsneyti inn. Reglugerð kveður á um að í díselolíu sé hlutfall vist- væns eldsneytis 5-7%. Framleiðsla Íslensks eldsneytis (ÍE), upp á 1,2 milljónir lítra til að byrja með, mun ekki sinna allri þörf N1 sem mun halda áfram inn- flutningi íblöndunarefnis og þá frá sænskum samstarfsaðila ÍE, Pers- torp. Stefnir ÍE að því að geta framleitt 2,5 milljónir lítra strax á næsta ári en nokkrir aðilar eru þegar farnir að nota eldsneytið, m.a. rútufyrirtækið Gray Line Ice- land sem nýverið keypti 30% hlut í ÍE. Samkomulagið við N1 gefur olíufélaginu jafnframt forkaupsrétt á hlutum í ÍE á næstu árum. 1.500 möguleikar með glyseríni Fyrirtækið hefur einnig mikinn áhuga á að fá til sín samstarfsaðila til að setja upp litla verksmiðju á Sauðárkróki til að hreinsa glyserín. Það efni fellur til í framleiðslu á líf- eldsneyti úr repju og getur verið til ýmissa hluta nytsamlegt, s.s. til að búa til sápur, krem, lyf, orkustykki, lakk, bjór og kókdrykki. Hefur hugmyndin fengið mjög jákvæð við- brögð heimamanna og verður kynnt nánar á næstunni. Pétur Friðjónsson, stjórnar- formaður Íslensks eldsneytis, segir glyserín hafa yfir 1.500 notkunar- möguleika og mörg fyrirtæki hér á landi flytji efnið inn í sína fram- leiðslu. Verksmiðja á Sauðárkróki gæti skapað fimm störf en forráðamenn ÍE hafa nú þegar fundið tækjabún- að erlendis sem hægt er að flytja inn til landsins án mikillar fyr- irhafnar. Slík verksmiðja gæti framleitt árlega 10-15 milljónir lítra af hreinu glyseríni og þarfnast ekki mikillar orkunotkunar. Þörungaolía hefur gefist vel „N1 er og hefur verið í farar- broddi hvað innleiðingu á umhverf- isvænum orkugjöfum varðar und- anfarin ár og okkar innlenda framleiðsla passar vel við stefnu þeirra í þeim málum,“ segir Þor- geir Hafsteinn Jónsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Íslensks elds- neytis. „Það felst í því mikil samfélags- leg ábyrgð að skipta úr repjuolíu yfir í þörungaolíu. Repjuolía er mikið notuð í matarframleiðslu en með því að minnka það, og fara yfir í þörunga, er verið að ýta undir það að nota ekki alla repju í eldsneyti,“ segir Þorgeir. Undanfarin þrjú ár hefur Ís- lenskt eldsneyti unnið að tilraunum á ræktun þörungaolíu í samstarfi við Perstorp. Sigurður Eiríksson, stofnandi og einn eigenda ÍE, segir þær tilraunir hafa gefist mjög vel og næsta skref sé að setja upp stærri aðstöðu í Reykjanesbæ fyrir slíka framleiðslu. Samningurinn við N1 skipti sköpum í þessu sam- bandi. Vilja fanga koltvísýringinn „Við viljum einbeita okkur að framleiðslu á olíu og þörungum og nota til þess íslenskt metanól og ís- lenskt vatn. N1 mun þá sjá um dreifinguna. Við viljum nýta hrá- efnið sem best og glyserínið er dæmi um það. Við ætlum okkur ekki að reka þá verksmiðju sjálfir heldur koma henni af stað og fá áhugasama aðila til liðs við okkur,“ segir Sigurður. Að hans sögn er einnig verið að skoða möguleika á færanlegum vinnslustöðvum til að fanga út- blástur koltvísýrings frá stóriðju- fyrirtækjum, sem síðan er notað til þörungaræktunar. Forsvarsmenn ÍE segja notkun á þörungaolíu hafa gefist vel erlendis, t.d. séu nokkur stór flugfélög farin að nota slíkt eldsneyti, eins og Uni- ted Airlines og Virgin Atlantic. Íslenskt eldsneyti semur við N1  N1 notar íslenska lífdíselolíu sem íblöndun  ÍE skiptir úr repju yfir í framleiðslu á þörungaolíu  Samningurinn við N1 skiptir sköpum  Vilja setja upp glyserínverksmiðju á Sauðárkróki Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson verða áfram við mælingar á loðnustofninum næstu daga og auk þeirra aðstoðar græn- lenska skipið Polar Amaroq við verk- efnið. Birkir Bárðarson leiðangurs- stjóri segir að reynt verði að ná góðri mælingu á loðnugöngummeð áherslu á Austfjarðarmið að Langanesi til að byrja með a.m.k. Útgefinn loðnukvóti á vertíðinni er 173 þúsund tonn og þar af koma 100 þúsund t. í hlut íslenskra skipa. Erfið- lega gekk að ná mælingum á loðnunni í hefðbundnum leiðöngrum, en alls mældust um 675 þúsund tonn. Vonir standa til að kvótinn verði aukinn að loknum þessum leiðangri. Fjölgun hvala umhugsunarefni Fjölmörg norsk loðnuskip hafa fengið góðan afla síðustu daga, en oft hefur verið kraftur í fremsta hluta göngunnar. Mörg norsku skipanna hafa landað hérlendis síðustu daga, einkum í Neskaupstað og á Fáskrúðs- firði. Á þessum stöðum er loðnufryst- ing í fullum gangi. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er haft eftir Halstein Waage, skipstjóra á norska loðnuskipinu Manon, að ver- tíðin nú sé afar góð og vel hafi gengið að veiða loðnu í nót að undanförnu. Einnig er haft eftir honum að gríð- arlegur fjöldi hvala sé á miðunum og þeir hafi valdið miklum skemmdum á veiðarfærum hjá mörgum skipanna. Hann segir fjölgun hvala vera mikið umhugsunarefni, ekki bara á Íslandi heldur einnig í Noregi. Halstein kom fyrst á Íslandsmið árið 1963 þegar hann var háseti á síldarbáti en skip- stjóri hefur hann verið frá árinu 1974. Að hætta á kolmunna Flest íslensku skipanna eru hætt eða um það bil að hætta á kolmunna- veiðum suður af Færeyjum. Kol- munninn var orðinn smár og á hraðri leið út úr færeysku lögsögunni. Búast má við að fleiri íslensk skip haldi til loðnuveiða um eða upp úr helgi, en til þessa hefur aðeins Vilhelm Þorsteins- son verið á loðnuveiðum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leit Árni Friðriksson lætur úr höfn. Mæla loðnugöngur áfram næstu daga  Norðmenn ánægðir með aflabrögð Þorgeir Haf- steinn Jóns- son viðskipta- fræðingur var nýverið ráðinn framkvæmda- stjóri hjá Ís- lensku elds- neyti ehf. Hann hefur frá árinu 2006 starfað við fjármál, fjárfest- ingar og rekstur. Síðast starfaði Þorgeir sem fjármálastjóri hjá fjárfestinga- og fasteignafélag- inu Þórsgarði hf. en þar áður sem verkefnastjóri í fyrirtækja- ráðgjöf Ernst & Young frá 2011 til 2014. Á árunum 2006 til 2011 var hann sjóðstjóri hjá verðbréfa- fyrirtækinu Virðingu þar sem hann stýrði norrænum hluta- bréfasjóði. Þorgeir er með BS-gráðu í viðskiptafræði og hefur lokið meistaragráðu frá Háskólanum í Reykjavík í fjármálum fyr- irtækja. Nýr fram- kvæmdastjóri ÍSLENSKT ELDSNEYTI Þorgeir Hafsteinn Jónsson Morgunblaðið/Björn Jóhann Íslenskt eldsneyti Þorgeir Hafsteinn Jónsson framkvæmdastjóri sýnir þeim Sigurði Eiríkssyni, til vinstri, og Pétri Friðjónssyni nýtt kynningarmyndband. Fyrirtækið var stofnað af Sigurði og fleirum árið 2013.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.